Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þátttaka Íslands í refsiaðgerðum Vesturveldanna gegn Rússum hefur verið heitt umræðuefni undanfarið, skiljanlega þar sem viðskiptabannið kemur hart niður á Íslandi, bæði útflytjendum og ýmsum byggðarlögum. Fjölmiðlarnir lýsa málinu sem svo að þar takist á viðskiptahagsmunir (LÍÚ) og hins vegar prinsipp eða siðferðissjónarmið (Gunnar Bragi). Þorsteinn Pálsson segir reyndar að hagsmunamat og siðferðismat fari saman, við græðum til lengdar á að standa með "okkar bandamönnum". Mjög fáar raddir draga í efa að refsiaðgerðir Vestursins séu réttmætar.

Áhugaverðar greinar af netinu

Áhugavert viðtal Gary Gutting, prófessor í heimspeki við Notre Dame háskólann, við Nancy Fraser þar sem hún ræðir hvernig markaðsvæddur meginstraums femínisminn er nú notaður af kapítalistum til að réttlæta og aðstoða í nýfrjálshyggju verkefninu.
http://opinionator.blogs.nytimes.com/2015/10/15/a-feminism-where-leaning...

Umfjöllun True Republica um skýrslu PSE:UK (rannsóknarverkefni sex háskóla á Bretlandseyjum) um fátækt. Tölurnar sem þar koma fram eru vægast sagt hrikalegar og segja mikið um eðli og tilgang póltískrar hugmyndafræði þeirrar sem ráðið hefur ríkjum á síðustu áratugum. Ma. kemur fram að 33% af heimilum í Bretlandi lifa nú við skilyrði sem teljast undir almennum viðmiðum en snemma á níunda áratug síðustu aldar var talan 14%. Fjölgunin er því 140%.
http://truepublica.org.uk/united-kingdom/the-ugly-truth-about-poverty-in...
http://www.poverty.ac.uk/editorial/pse-report-reveals-impoverished-nation

Kjararáð hefur ákvarðað að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna, dómara og forstöðumanna ríkisstofnanaum 9,3%, afturvirkt til 1. mars. Alþingismenn eru því nú með 712.000 ísl. kr á mánuði og hækka laun þeirra um 60.000 á mánuði. Til samanburðar má geta að félagsmenn Eflingar kjósa á næstu dögum um nýja samninga við Reykjavíkurborg. Ef þeir verða samþykktir mun hækkun félagsmanna á mánaðarlaunum verða umþb. 25.000 ísl. kr., afturvirkt til 1. maí.
http://www.visir.is/kjararad-haekkar-laun-thjodkjorinna-og-embaettismann...
http://www.efling.is/wp-content/uploads/2015/11/RVK_kjarasamningur_2015_...

Viðtal Democracy Now! frá því 19. nóvember við blaðamanninn Glen Greenwald, um stríðsæsingar á vesturlöndum, hatur á múslimum og hlutverk fjölmiðla. Í viðtalinu segir Glen ma.:
And the reason is obvious, which is, every time there's a terrorist attack, Western leaders exploit that attack to do more war, as Amy was just saying, which in turn means they transfer huge amounts of American taxpayer money, and the taxpayer money in France and Great Britain, to these corporations that sell arms. And so, investors are fully aware that the main people who are going to benefit from this escalation as a result of Paris are not the American people or the people of the West, certainly not the people of Syria. It's essentially the military-industrial complex that is going to profit greatly.
http://www.democracynow.org/2015/11/19/glenn_greenwald_on_submissive_med...

Grein Jason Hirthler af Counterpunch, vegna morðanna í París:
Forystumenn Vesturlanda eru bundnir þagnareiði um að segja aldrei neitt um orsakir hryðjuverka á Vesturlöndum: Gerð hefur verið innrás í sjö íslömsk ríki, ein milljón múslíma hefur verið drepin og tugir milljóna múslíma hraktir á flótta. Þetta tengist á engan hátt hryðjuverkum í stórborgum Vesturlanda, frá New York til London, frá Madríd til Parísar, segja þeir.
"They must never concede that seven Muslim countries invaded, one million Muslims killed, and tens of millions of Muslims turned into refugees has anything to do with terrorism visited on Western capitals, from New York to London to Madrid and finally, again, to Paris."
http://www.counterpunch.org/2015/11/20/paris-and-the-soldiers-of-the-cal...

Þann 19. nóvember voru hundrað ár liðin frá því að verkalýðsleiðtoginn og söngvaskáldið Joe Hill var tekinn af lífi í Utah. Bandaríska vefritið Jacobin birti af því tilefni tvö af bréfum þeim sem hann skrifaði í fangelsi. Bréfin eru tekin úr glænýrri bók Haymarket útgáfunnar um Joe Hill.
https://www.jacobinmag.com/2015/11/joe-hill-songs-utah-iww-union-labor-h...

Sam O'Brien skrifar á bresku vefsíðuna rs21 og fer yfir efnahagstillögur Jeremy Corbyn.
http://rs21.org.uk/2015/11/21/can-corbynomics-work/

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Erindi í Friðarhúsi 17. október

Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem að minni hyggju eru fyrirfram gefnar og ég mun ekki rökstyðja hér nema að litlu leyti. Flest af því má sjá grundað og rætt á vefsíðu minni.

Flóttamannasprengjan – á ekki að ræða orsakirnar?

Orsök og afleiðing

Evrópa fær nú smjörþef af flóttamannavandanum. Fjölmiðlarnir ræða einkum hvernig stöðva megi strauminn, snúa honum við eða hvernig dreifa megi hælisleitendum um álfuna. Forðast hins vegar að tala um ORSAKIRNAR. Oft er gefið í skyn að þetta séu einkum efnahagslegir flóttamenn í leit að betri lífskjörum. Rangt. Langflestir flóttamenn nútímans flýja STRÍÐSÁSTAND. Skýrsla Flóttamannastofnunar SÞ um flóttamannastrauminn til Evrópu hefst svo: „Mikill meirihluti þeirra 130 þúsunda sem komu yfir Miðjarðarhaf til Evrópu sex fyrstu mánuði ársins 2015 flýja stríð, átök og ofsóknir.“ 

Ávarp á samstöðufundi með Grikkjum 5. júlí 2015

Kæra fólk, kæru félagar,

þegar þú sáir fátækt uppskerðu bræði stóð á borða sem anarkistar gengu með í gegnum auðmannahverfi Aþenu fyrir nokkrum dögum síðan.

OXI Fundur 5.7.2015OXI Fundur 5.7.2015Ég ætti náttúrlega að byrja á að segja eitthvað um bræði, en ég þarf að segja eitthvað um tölur; því nútíminn er endalaus upptalning á tölum og prósentum, í stað þess að leyfa bræðinni að vaxa erum við alltaf að eitra fyrir henni með tölum, bræði er aldrei auðmjúk en í auðmýkt reynum við að sýna fram á réttmæti málstaðarins með því að vera alltaf að telja upp prósentur og upphæðir og tölur, vegna þess að þau sem stjórna lífi okkar hafa ekki áhuga né skilning á neinu nema tölum og í vesældómi okkar þyljum við tölulegar staðreyndir upp eins og bænir, til að sanna að við séum með fullu viti, að við vitum um hvað við séum að tala, í þeirri von að þau fari að hlusta, bænheyri okkur, eins og þau séu með fullu viti, eins og þau séu rökrænar verur sem sé aðeins annt um að allir útreikingar séu réttir, og allar niðurstöður einu réttu niðurstöðurnar:

Spurningar og svör (Q&A) - European Greece Solidarity Petition

grískar skuldir minnkuð.jpg

Hversu miklar eru skuldir Grikklands?

Þátttaka Grikklands í björgunarpakkanum svokallaða hófst árið 2010 þegar skuldir Grikklands höfðu náð 310 milljörðum evra, eða 133% af vergri landsframleiðslu. Í dag eru skuldir gríska ríkisins 317 milljarðar evra. Alls eru 78% skuldarinnar við Troikuna; Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og Evrópska Seðlabankann.

Hvað hefur átt sér stað í björgunaraðgerðunum?

Undirskriftasöfnun til stuðnings Grikklandi - European Greece Solidarity Petition

Sameiginleg heimasíða söfnunarinnar er Cancel  Greek Debt, og þar má einnig finna lista yfir þau samtök sem standa cað þessari undirskriftasöfnun.

"Verulega nytsamleg þekking": Marxismi, fjöldahreyfingar og samskipti aðgerðasinna og fræðimanna.

Sociology - Laurence Cox 200x112.jpg

Íslandsdeild Attac, Reykjavíkurakademían og Róttæki sumarháskólinn halda opinn fund með félagsfræðingnum Dr. Laurence Cox laugardaginn 21. mars kl 14 í fundarsal Reykjavíkurakademíunnar, Þórunnartúni 2, 4. hæð. Umræðuefnið verður Marxismi, fjöldahreyfingar og samskipti aðgerðasinna og fræðimanna.

Frá því um aldamót, og sérstaklega síðan fjármálakreppan hófst, hefur fjöldabarátta náð sér verulega á strik um allt norðurhvel jarðar, og á sama tíma hafa miklar hræringar á sviði stjórnmála endurnýjað valdakerfi Suður Ameríku. Einnig hafa orðið uppreisnir í Miðausturlöndum og annars staðar. Um leið hafa fræðilegar rannsóknir á fjölda- eða félagshreyfingum farið vaxandi, en alltof oft er verið að tala um hreyfingar frekar en við þær. Því gleymist of auðveldlega hversu fræðin hafa þegið mikla þekkingu frá reynslu fjöldahreyfinga á jafn ólíkum sviðum og marxisma, femínisma, vistfræði, gagnrýnum fræðum á sviði kynþátta og þjóðflokka, félagssögu og munnlegri sögu, sögu homma og lesbía, hinseginfræðum o.s.frv.

Ávarp flutt 8. mars í Iðnó

Feminismi gegn fasisma

Kæru félagar,

til hamingju með daginn og takk fyrir að bjóða mér.

Ég ákvað að mæta hingað sem fulltrúi hins femíníska próletaríats. Ég er alls ekki lömpen, eða tötrahypja eins og það heitir á íslensku, heldur afskaplega stéttvís kona. Ég hef alltaf verið femínisti. Mínar fyrstu femínísku minningar eru hápólitískar auðvitað, snúast um Kvennaframboðið, svuntu og ásakanir um áróðursbrögð frá pabba vinkonu minnar. Góð saga, ég skal einhverntíman segja ykkur hana.

Syndicate content