Auðlindir

Guðmundur Páll Ólafsson - Opið bréf til iðnaðarráðherra

Guðmundur Páll Ólafsson

Ágæta Katrín

Gamansemi er mér síst í huga þegar ég sest niður til að senda þér nokkar línur er varða Rammaáætlun, stefnu í orkunýtingu og nýjustu útgáfu þína af skipan nefndar sem má ekki kalla nefnd – þar sem fulltrúum náttúruverndarfélaga á Íslandi hefur verið úthýst. Í útvarpsfréttum 24. júní sagðir þú náttúruverndina „misskilja“ málið og gafst skýringar sem duga lítt til að draga úr áhyggjum um alvarlega aðför að íslenskri náttúru hvað þá til að efla traust á stjónvöldum og stjórnmálamönnum.

OECD hvetur Íslendinga til að opna dyrnar fyrir hamfarakapítalistunum

Lengi lifi samkeppninLengi lifi samkeppninNýfrjálshyggjustofnunin Efnahags- og framfarastofnun Evrópu var að senda aðildarríkjum sínum leibeiningar um hvað beri að gera til að ná fram auknum hagvexti 2011. Umbæturnar sem Ísland þarf að ráðast í að mati spekinga stofnunarinnar eru mjög í anda hruninnar hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: auka afkastagetu skólakerfisins; draga úr styrkjum til landbúnaðarins og tollverndinni; og síðast, en ekki síst, auðvelda aðgengi erlendra, en líka innlendra, fjárfesta að orkuiðnaðinum og sjávarútveginum. Allt í nafni trúarjátningarinnar um frjálsa markaðinn og samkeppnina. (Sjá viðhengi)

Attac-samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð

Attac samtökin á Íslandi telja að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign og að nýting þeirra eigi að þjóna sjálfbærri uppbyggingu landsins eftir hrun bóluhagkerfisins.

Við teljum það vera grundvallaratriði að auðlindirnar og nýtingarréttur þeirra verði tekinn af markaði, en sé ekki fóður fyrir spákaupmenn af öllum toga, erlenda sem innlenda einkaaðila og lífeyrissjóði.

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka

"Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Í því felst að um er að ræða veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum."

Komið að skuldadögum í Helguvík

Aðdragandinn

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingurSigmundur Einarsson, jarðfræðingurÞegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?

Orkan til álbræðslunnar

Núverandi áform Norðuráls gera ráð fyrir að álbræðsla í Helguvík verði reist í fjórum jafnstórum áföngum sem hver framleiðir 90 þús. tonna á ári, alls 360 þús. tonn. Heildar orkuþörf er liðlega 600 MWe og þarf fyrsti áfanginn um 150 MWe. Árið 2007 var samið við Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orka) og Orkuveitu Reykjavíkur um afhendingu allt að 250 MWe rafafls í fyrsta áfanga álbræðslunnar fyrir árslok 2010. Jafnframt gáfu fyrirtækin vilyrði fyrir allt að 185 MWe til viðbótar, samtals 435 MWe, en ekki hafa verið gerðir frekari orkusamningar.

Um undirskriftasöfnunina frá Sigga hrelli

Kæru félagar,

Magma málið er nú í biðstöðu. Ný nefnd hefur verið skipuð sem úrskurða á um lögmæti viðskiptanna, líkt og síðasta nefnd þar á undan.

Með fullri virðingu fyrir lögum er samt verið að afvegaleiða umræðuna. Þetta er pólitískt ágreiningsefni fremur en lagalegt. Það skortir hins vegar vilja og kjark hjá ríkisstjórninni til að takast á við það.

Það er orkuútrásin sem við horfumst í augu við. Þjóðerni útrásarvíkinganna er ekki aðalatriðið heldur leikreglur, siðferði og undirliggjandi tilgangur.

Ræða Jóns Þórissonar á fundi Attac í Iðnó 28. júlí 2010

Ég er kominn hér sem talsmaður átaksins orkuauðlindir.is, en áskorun okkar Bjarkar Guðmundsdóttur og Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur til stjórnvalda um að stöðva söluna á HS Orku til Magma og til Alþingis um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindunum og nýtingu þeirra hefur nú verið undirrituð af nær 16.000 manns.

Velheppnaður Magma-fundur

Fundur Attac um Magma-málið þann 28. júlí tókst mjög vel og var fjölsóttur, þótt hann væri haldinn í miðjum sumarfríum. Í framhaldi af fundinum stóð Attac fyrir að safna undirskriftum undir áskorun orkuauðlinda um Magma málið á Gay Pride. Viðbrögð fólks voru mjög góð og mörg hundruð manns skrifuðu undir áskorunina.

Hugleiðingar vegna yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar.27 júlí 2010 vegna Magma málsins.

Flutt á borgarafundinum í Iðnó 28. júlí 2010

  1. Það væri áhugavert að vita hvers vegna íslenska ríkisstjórnin svaf yfir sig í Magma málinu.
  2. Jóhanna forsætisráðherra mun skipa hóp óháðra sérfræðinga sem mun ákvarða lögmæti sölunnar á HS orku til Magma. Þess vegna spyrjum við borgararnir á þessum fundi, ráðherrana á þessum fundi, hvort salan á HS orku muni verða að raunveruleika ef fyrrnefnd nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að salan sé lögleg. Enn fremur, er það mat ríkisstjórnarinnar að hin lagalega óvissa sé það eina sem standi í vegi fyrir því að Magma eignist HS orku? Ef framkvæmdavaldið gat á sínum tíma munstrað alla þjóðina í stríð gegn Saddam Hussein, getur þá ekki sama framkvæmdavald rústað einum pappírspésa? Er ríkisstjórnin viljug til þess að taka af skarið eða er útspilið í gær málamyndagjörningur?

Fimm punktar Elvíru Mendes á Magma-fundi

1. My opinion on the Magma case is a view from European Law rather than a view from Icelandic law. These are different perspectives that need to be put together. But in EU/EEA legal order national law must be interpreted in accordance with European law.

2. We need a new energy and resources policy in Iceland base don a strong sustainable development approach.

3. European law is neutral regarding ownership of natural resources and property rights.

Syndicate content