Costas Lapavitsas

Costas Lapavitsas er þjóðhagfræðingur (political economy) og er prófessor við School of Oriental and African Studies, University of London. Einnig tekur hann þátt í rannsóknarhópnum RESEARCH ON MONEY AND FINANCE (RMF), sem fæst við rannsóknir á fjármálamörkuðum allsráðandi í þróunarlöndunum jafnt sem þróuðu löndunum. Sá hópur gaf m. a. út skýrsluna THE EUROZONE BETWEEN AUSTERITY AND DEFAULT sem vakti mikla athygli á síðasta ári.

Styðjum baráttuna fyrir endurskoðun opinberra skulda í Evrópu

greece_2011 261x219.gif

Skuldir hins opinbera eru þungamiðja kreppunnar á evrusvæðinu. Opinberar skuldir Grikklands, sem voru miklar fyrir, hafa stigmagnast síðan 2009. Opinberar skuldir Íra margfölduðust eftir að skuldum einkabanka var bætt við þær. Portúgal og Spánn eiga á hættu að fara sömu leið. Sömu tilhneiginguna má sjá í öðrum löndum Evrópu, og þar er Bretland ekki undanskilið.

Syndicate content