Sólveig Anna Jónsdóttir

Formaður Attac á Íslandi og leikskólakennari

Áhugaverðar greinar af netinu

Áhugavert viðtal Gary Gutting, prófessor í heimspeki við Notre Dame háskólann, við Nancy Fraser þar sem hún ræðir hvernig markaðsvæddur meginstraums femínisminn er nú notaður af kapítalistum til að réttlæta og aðstoða í nýfrjálshyggju verkefninu.
http://opinionator.blogs.nytimes.com/2015/10/15/a-feminism-where-leaning...

Umfjöllun True Republica um skýrslu PSE:UK (rannsóknarverkefni sex háskóla á Bretlandseyjum) um fátækt. Tölurnar sem þar koma fram eru vægast sagt hrikalegar og segja mikið um eðli og tilgang póltískrar hugmyndafræði þeirrar sem ráðið hefur ríkjum á síðustu áratugum. Ma. kemur fram að 33% af heimilum í Bretlandi lifa nú við skilyrði sem teljast undir almennum viðmiðum en snemma á níunda áratug síðustu aldar var talan 14%. Fjölgunin er því 140%.
http://truepublica.org.uk/united-kingdom/the-ugly-truth-about-poverty-in...
http://www.poverty.ac.uk/editorial/pse-report-reveals-impoverished-nation

Kjararáð hefur ákvarðað að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna, dómara og forstöðumanna ríkisstofnanaum 9,3%, afturvirkt til 1. mars. Alþingismenn eru því nú með 712.000 ísl. kr á mánuði og hækka laun þeirra um 60.000 á mánuði. Til samanburðar má geta að félagsmenn Eflingar kjósa á næstu dögum um nýja samninga við Reykjavíkurborg. Ef þeir verða samþykktir mun hækkun félagsmanna á mánaðarlaunum verða umþb. 25.000 ísl. kr., afturvirkt til 1. maí.
http://www.visir.is/kjararad-haekkar-laun-thjodkjorinna-og-embaettismann...
http://www.efling.is/wp-content/uploads/2015/11/RVK_kjarasamningur_2015_...

Viðtal Democracy Now! frá því 19. nóvember við blaðamanninn Glen Greenwald, um stríðsæsingar á vesturlöndum, hatur á múslimum og hlutverk fjölmiðla. Í viðtalinu segir Glen ma.:
And the reason is obvious, which is, every time there's a terrorist attack, Western leaders exploit that attack to do more war, as Amy was just saying, which in turn means they transfer huge amounts of American taxpayer money, and the taxpayer money in France and Great Britain, to these corporations that sell arms. And so, investors are fully aware that the main people who are going to benefit from this escalation as a result of Paris are not the American people or the people of the West, certainly not the people of Syria. It's essentially the military-industrial complex that is going to profit greatly.
http://www.democracynow.org/2015/11/19/glenn_greenwald_on_submissive_med...

Grein Jason Hirthler af Counterpunch, vegna morðanna í París:
Forystumenn Vesturlanda eru bundnir þagnareiði um að segja aldrei neitt um orsakir hryðjuverka á Vesturlöndum: Gerð hefur verið innrás í sjö íslömsk ríki, ein milljón múslíma hefur verið drepin og tugir milljóna múslíma hraktir á flótta. Þetta tengist á engan hátt hryðjuverkum í stórborgum Vesturlanda, frá New York til London, frá Madríd til Parísar, segja þeir.
"They must never concede that seven Muslim countries invaded, one million Muslims killed, and tens of millions of Muslims turned into refugees has anything to do with terrorism visited on Western capitals, from New York to London to Madrid and finally, again, to Paris."
http://www.counterpunch.org/2015/11/20/paris-and-the-soldiers-of-the-cal...

Þann 19. nóvember voru hundrað ár liðin frá því að verkalýðsleiðtoginn og söngvaskáldið Joe Hill var tekinn af lífi í Utah. Bandaríska vefritið Jacobin birti af því tilefni tvö af bréfum þeim sem hann skrifaði í fangelsi. Bréfin eru tekin úr glænýrri bók Haymarket útgáfunnar um Joe Hill.
https://www.jacobinmag.com/2015/11/joe-hill-songs-utah-iww-union-labor-h...

Sam O'Brien skrifar á bresku vefsíðuna rs21 og fer yfir efnahagstillögur Jeremy Corbyn.
http://rs21.org.uk/2015/11/21/can-corbynomics-work/

Ávarp á samstöðufundi með Grikkjum 5. júlí 2015

Kæra fólk, kæru félagar,

þegar þú sáir fátækt uppskerðu bræði stóð á borða sem anarkistar gengu með í gegnum auðmannahverfi Aþenu fyrir nokkrum dögum síðan.

OXI Fundur 5.7.2015OXI Fundur 5.7.2015Ég ætti náttúrlega að byrja á að segja eitthvað um bræði, en ég þarf að segja eitthvað um tölur; því nútíminn er endalaus upptalning á tölum og prósentum, í stað þess að leyfa bræðinni að vaxa erum við alltaf að eitra fyrir henni með tölum, bræði er aldrei auðmjúk en í auðmýkt reynum við að sýna fram á réttmæti málstaðarins með því að vera alltaf að telja upp prósentur og upphæðir og tölur, vegna þess að þau sem stjórna lífi okkar hafa ekki áhuga né skilning á neinu nema tölum og í vesældómi okkar þyljum við tölulegar staðreyndir upp eins og bænir, til að sanna að við séum með fullu viti, að við vitum um hvað við séum að tala, í þeirri von að þau fari að hlusta, bænheyri okkur, eins og þau séu með fullu viti, eins og þau séu rökrænar verur sem sé aðeins annt um að allir útreikingar séu réttir, og allar niðurstöður einu réttu niðurstöðurnar:

Ávarp flutt 8. mars í Iðnó

Feminismi gegn fasisma

Kæru félagar,

til hamingju með daginn og takk fyrir að bjóða mér.

Ég ákvað að mæta hingað sem fulltrúi hins femíníska próletaríats. Ég er alls ekki lömpen, eða tötrahypja eins og það heitir á íslensku, heldur afskaplega stéttvís kona. Ég hef alltaf verið femínisti. Mínar fyrstu femínísku minningar eru hápólitískar auðvitað, snúast um Kvennaframboðið, svuntu og ásakanir um áróðursbrögð frá pabba vinkonu minnar. Góð saga, ég skal einhverntíman segja ykkur hana.

Málfrelsi, trúfrelsi, hætta.

Málfrelsi, trúfrelsi, hætta.

Samhyggð, forréttindi, samhengi.

3 orð sem væri gott að halda málþing um.

Samhyggð, að geta sett sig í spor annara, að reyna að klæða sig í annara upplifanir. Mannkynssagan er einskis virði án samhyggðar, án hennar er hún bara upptalning á atburðum, án hennar getum við sleppt því að skrá niður atburði, því við skiljum þá ekki og án skilnings er atburðaskráningin einskis virði, þá erum við eins og fólk með söfnunaráráttu, sem fyllir heimili sín af drasli sem það gerir aldrei neitt með.

"einhverjir eru alltaf vitlausu megin á blaðsíðum sögunnar"

i stand with gaza 300x300.jpg

Kæra fólk,

Það er erfitt að finna stund og stað til að byrja á svo að ég byrja bara hér:

Random bull og og hugsanir um uppreisn og óeirðir.

búsó fundur 1 (1).jpg

Ég ætla að segja fátt af viti, Árni Daníel sendi mér póst  fyrir nokkrum dögum og spurði hvað erindið mitt ætti að heita. Ég svaraði: Æ, það heitir bara random bull og og hugsanir um uppreisn og óeirðir akkúrat núna, þetta sagði ég auðvitað af því ég var ekkert búin að hugsa nema bull. Svo kom boð á póstlista Attac og í því stóð að ég ætlaði að halda lítinn fyrirlestur sem héti Random bull og og hugsanir um uppreisn og óeirðir.  Frábært, nú býst enginn við neinu af viti hugsaði ég og flýtti mér svo að hætta hugsa nokkurn skapaðan hlut.

Það er náttúrlega ekki cool að tala um stéttabaráttu á Íslandi

Solla flytur piastil sinn á miðvikudagskvöldið cmækkuð.jpg

Takk fyir að bjóða mér að vera með ykkur. Ég ætla að tala stutt, bara í akkúrat 1000 orð.

Ég er hér í kvöld sem einhverskonar fulltrúi próletaríatsins, þó að enginn frá prólísamtökunum hafi beðið mig neitt sérstaklega um það. Og ég er náttúrlega einhverskonar plat prólí, bý í Pótemkíntjaldi borgarastéttarinnar með manninum mínum sem er í akademíu, en er reyndar svokallaður lömpen akademíker, þetta orð sá ég um daginn hjá einhverjum amerískum kommúnistun; því eins og Boots Riley, annar amerískur kommi, sagði: ef allir í hoodinu væru með doktorsgráðu segðirðu bara: djöfull er þessi doktor þarna góður í að steikja hamborgara handa mér!

Er hægt að „velja sér“ andkapítalisma?

Róttæki sumarháskólinnRóttæki sumarháskólinnAð venju var margt áhugavert að finna í dagskrá Róttæka sumararháskólans sem nú er lokið. Meðal efnis voru umræðuhópar um "Niður með auðvaldið! Um andkapítalíska baráttu innan íslenska vinstrisins" í umsjón Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar. Hér birtum við vangaveltur Sólveigar um Andkapítalisma og umbætur sem hún lagði fram til umræðu í sínum hópi.

Skýrsla stjórnar Attac

RTEmagicC_Kanzleramt_01.jpg.jpg

Skýrsla stjórnar Attac, flutt á aðalfundi Íslandsdeildar samtakanna, þann 26. nóvember, 2011.

Kæru fundargestir, velkomin.

Síðasti aðalfundur Attac var haldinn 14. nóvember, fyrir rúmu ári, í Reykjavíkurakademíunni.

Þá var fyrsta stjórn samtakanna endurkjörin, í henni sátu: Gunnar Skúli Ármannsson, Árni Daníel Júlíusson, Bjarni Guðbjörnsson, Einar Már Guðmundsson, Salvör Gissurardóttir, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir.

Við þurfum að færa auðinn í okkar hendur!

Solla 29 maí Andres Zoran Ivanovic cut.jpg

Kæru félagar, ég ætla bara að tala örstutt:

Í frábærri ræðu sem Michael Moore flutti 5. mars í Wisconsin, þegar verkalýðsátökin þar voru í hámarki og tugir þúsunda umkringdu og gerðu innrás í þinghús ríkisins, sagði hann: Ameríka er ekki gjaldþrota. Ameríka er á kafi í auði -awash in wealth- . Hann er bara í höndunum á örfáum mönnum. Ekki í ykkar höndum!

Syndicate content