Áhugaverðar greinar af netinu

Áhugavert viðtal Gary Gutting, prófessor í heimspeki við Notre Dame háskólann, við Nancy Fraser þar sem hún ræðir hvernig markaðsvæddur meginstraums femínisminn er nú notaður af kapítalistum til að réttlæta og aðstoða í nýfrjálshyggju verkefninu.
http://opinionator.blogs.nytimes.com/2015/10/15/a-feminism-where-leaning...

Umfjöllun True Republica um skýrslu PSE:UK (rannsóknarverkefni sex háskóla á Bretlandseyjum) um fátækt. Tölurnar sem þar koma fram eru vægast sagt hrikalegar og segja mikið um eðli og tilgang póltískrar hugmyndafræði þeirrar sem ráðið hefur ríkjum á síðustu áratugum. Ma. kemur fram að 33% af heimilum í Bretlandi lifa nú við skilyrði sem teljast undir almennum viðmiðum en snemma á níunda áratug síðustu aldar var talan 14%. Fjölgunin er því 140%.
http://truepublica.org.uk/united-kingdom/the-ugly-truth-about-poverty-in...
http://www.poverty.ac.uk/editorial/pse-report-reveals-impoverished-nation

Kjararáð hefur ákvarðað að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna, dómara og forstöðumanna ríkisstofnanaum 9,3%, afturvirkt til 1. mars. Alþingismenn eru því nú með 712.000 ísl. kr á mánuði og hækka laun þeirra um 60.000 á mánuði. Til samanburðar má geta að félagsmenn Eflingar kjósa á næstu dögum um nýja samninga við Reykjavíkurborg. Ef þeir verða samþykktir mun hækkun félagsmanna á mánaðarlaunum verða umþb. 25.000 ísl. kr., afturvirkt til 1. maí.
http://www.visir.is/kjararad-haekkar-laun-thjodkjorinna-og-embaettismann...
http://www.efling.is/wp-content/uploads/2015/11/RVK_kjarasamningur_2015_...

Viðtal Democracy Now! frá því 19. nóvember við blaðamanninn Glen Greenwald, um stríðsæsingar á vesturlöndum, hatur á múslimum og hlutverk fjölmiðla. Í viðtalinu segir Glen ma.:
And the reason is obvious, which is, every time there's a terrorist attack, Western leaders exploit that attack to do more war, as Amy was just saying, which in turn means they transfer huge amounts of American taxpayer money, and the taxpayer money in France and Great Britain, to these corporations that sell arms. And so, investors are fully aware that the main people who are going to benefit from this escalation as a result of Paris are not the American people or the people of the West, certainly not the people of Syria. It's essentially the military-industrial complex that is going to profit greatly.
http://www.democracynow.org/2015/11/19/glenn_greenwald_on_submissive_med...

Grein Jason Hirthler af Counterpunch, vegna morðanna í París:
Forystumenn Vesturlanda eru bundnir þagnareiði um að segja aldrei neitt um orsakir hryðjuverka á Vesturlöndum: Gerð hefur verið innrás í sjö íslömsk ríki, ein milljón múslíma hefur verið drepin og tugir milljóna múslíma hraktir á flótta. Þetta tengist á engan hátt hryðjuverkum í stórborgum Vesturlanda, frá New York til London, frá Madríd til Parísar, segja þeir.
"They must never concede that seven Muslim countries invaded, one million Muslims killed, and tens of millions of Muslims turned into refugees has anything to do with terrorism visited on Western capitals, from New York to London to Madrid and finally, again, to Paris."
http://www.counterpunch.org/2015/11/20/paris-and-the-soldiers-of-the-cal...

Þann 19. nóvember voru hundrað ár liðin frá því að verkalýðsleiðtoginn og söngvaskáldið Joe Hill var tekinn af lífi í Utah. Bandaríska vefritið Jacobin birti af því tilefni tvö af bréfum þeim sem hann skrifaði í fangelsi. Bréfin eru tekin úr glænýrri bók Haymarket útgáfunnar um Joe Hill.
https://www.jacobinmag.com/2015/11/joe-hill-songs-utah-iww-union-labor-h...

Sam O'Brien skrifar á bresku vefsíðuna rs21 og fer yfir efnahagstillögur Jeremy Corbyn.
http://rs21.org.uk/2015/11/21/can-corbynomics-work/