Ísland, AGS og IceSave.

Skuldir Íslands í dag eru um 320% af VLF. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrir ári, þegar skuldirnar voru 240%, að það væri hámarkið. Núna höfum við farið lang um fram það í skuldum en samt heldur AGS því fram að við getum staðið í skilum. Reyndar bendir AGS á tvennt. Í fyrsta lagi verði Ísland að fylgja áætlun AGS fyrir Ísland mjög nákvæmlega. Hitt sem AGS tekur fram er að ef fleiri skuldir finnast eða gamlar skuldir aukast þá verði Ísland sennilega að selja einhverjar auðlindir sínar upp í skuldir.

Hversu trúverðug er áætlun AGS fyrir Ísland. Sérstaklega með hliðsjón af sögu sjóðsins.

1. Lán frá AGS til Íslands.

Sjóðurinn setur sín skilyrði sem eru vel þekkt og auk þess safnar hann saman lánum til að lána Íslandi:

Norden, Sweden, Norway, Finland and Denmark.

Tafla 1Tafla 1

Öll þessi lán koma ekki samtímis heldur er Íslandi skammtaður lítill hluti í einu eftir hverja endurskoðun sjóðsins. Fyrst þarf Ísland að uppfylla öll skilyrði sjóðsins við hverja endurskoðun til að fá frekari fjármuni. Eitt atriði sem hefur stöðvað áætlun AGS á Íslandi er svokallað IceSave mál.

Þessir miklu fjármunir sem AGS og aðildaþjóðir AGS lána Íslendingum fara inn á bankabók í Seðlabanka Íslands. Fjármunirnir eru ekki notaðir til að endurreisa íslenskt atvinnulíf, skapa atvinnu og störf. Fjármunirnir eru í raun millifærsla frá einni bankabók í aðra í þeim tilgangi að skapa aukinn trúvörðuleika alheimsins á seinni bankabókinn. Að aukin skuldsetning skapi traust er sérkennileg hagfræði finnst almenningi.

2. Hugmyndir AGS um væntanlegan viðskiptajöfnuð Íslendinga.

Myndin hér fyrir neðan sýnir viðskiptajöfnuð Íslands í fortíð, nútíð og framtíð.

Tafla 2Tafla 2

Myndin sínir upphæðir í milljörðum íslenskra króna, en í raun skipta tölurnar ekki meginmáli heldur stærð og stefna stöplanna á myndinni. Myndin er af áætlun Seðlabanka Íslands en áætlun AGS er nánast samhljóma og sést í litla kassanum til hægri.

Jákvæðu stöplarnir, appelsínugulu, á hægri hluta myndarinnar er áætlun AGS fyrir Ísland. AGS segir að við verðum að vera svona mikið í jákvæðan viðskiptajöfnuð til að geta staðið í skilum. Ekki bara í eitt ár heldur á hverju ári í 10 ár. Rauðu stöplarnir, þeir sem snúa niður, er fortíð Íslands. Ekkert í þeirri fortíð gefur tilefni til að trúa því að áætlun AGS muni virka.

Ljósgræni stöpullinn sem er jákvæður og aðeins hægra megin við miðju er sá jákvæði jöfnuður sem Ísland hefur náð á árinu 2009. Næsti stöpull hægra megin við þann ljósgræna er áætlun AGS. Eins og glöggt sést er töluverðu stærðarmunur á þeim en við getum þakkað fyrir að þeir hafa sömu stefnu. Þessi jákvæði viðskiptajöfnuður hefur orðið vegna þess að Ísland hefur flutt inn mun minna en áður. Bílar, tæki, tækni eða byggingarefni hefur varla verið flutt inn sem nokkru nemur. Þrátt fyrir það erum við langt frá því að ná settu marki. Þar með hefur áætlun AGS þegar mistekist. Hvað ætla þeir að gera við þann jöfnuð sem ekki tókst að ná? Hvað mun Ísland geta flutt inn? Hvað verður um öll þau fyrirtæki sem byggja afkomu sína á innflutningi?

3. Spá AGS um tekjur Ríkissjóðs Íslands.

AGS hefur gert áætlun um auknar tekjur Ríkissjóðs Íslands.

Tafla 3Tafla 3

Eins og glöggt sést á myndinni eiga tekjurnar að aukast verulega á næstu árum. Stóru bankarnir sem settu Ísland á hausinn eru gjaldþrota og voru mikil uppspretta ríkistekna sem er ekki til staðar í dag. Mikið atvinnuleysi, landflótti , mun minni innflutningur og kauplækkun almennings gefur ekki tilefni til að trúa því að þessi hluti áætlunar AGS eigi eftir að ganga eftir.

4. Verg landsframleiðsla skal aukast.

Í íslenskum krónum er hægt að sýna fram á aukna landsframleiðslu. Það er first og fremst til að gera hlutfall skulda á móti landsframleiðslunni hagstæðara. Aftur á móti greiðir Ísland sínar erlendu skuldir með erlendum peningum, ekki íslenskum krónum. Þess vegna er nær að kanna breytingu á VLF í dollurum sem dæmi.

Tafla 4Tafla 4

Eins og sést glöggt þá snarminnka tekjur Íslands árin 2008 og 2009. AGS telur aftur á móti að land sem er í kreppu muni auka landsframleiðslu sína. Við teljum það mjög vafasamt þar sem innviðir samfélagsins hafa enn ekki náð sér og skuldastaða þjóðarbúsins er ekki enn ljós. Þar að auki gæti IceSave skuldin fallið á Ísland með fullum þunga ef við samþykkjum það.

Niðurstaða:

Áætlun AGS er full af óraunhæfri bjartsýni. Þeir sem hafa kynnt sér sögu AGS vita að þessi bjartsýni AGS er ekkert einsdæmi. Það er vel þekkt að í ferlinu koma þeir fram og segja að áætlunin sé ekki ná tilætluðum árangri. Ekki fer mikið fyrir sjálfsgagnrýni hjá þeim heldur segja þeir viðkomandi þjóð að skera enn meira niðu, einkavæað ríkisfyrirtæki og selja auðlindir sínar. Þar sem AGS hefur haldið uppteknum hætti með bjartsýni sína á Íslandi þá virðast þeir ekkert hafa lært og munu sjálfsagt birta okkur harðari skilmála sína síðar. Auk þess þurfa þeir ekki að velta því svo mikið fyrir sér hvort áætlunin haldi því ef allt þrýtur munu þeir bara lána okkur meir og þess vegna veita okkur lán fyrir vöxtunum af gömlu lánunum. Þá verðu komin upp sú sérkennilega staða að peningarnir koma ekki einu sinni í Seðlabanka Íslands heldur fara bara milli tveggja bankabóka í sama banka í Whasington USA.

IceSave:

IceSlaveIceSlaveIcesave er nafn á netreikning sem íslenskur banki „Landsbank Íslands“ stofnaði fyrst í London og síðan í Amsterdam. Þegar bankakreppan hófs á íslandi í október 2008 tók íslenska ríkisstjórnin Landsbankann yfir til að tryggja bankakerfi sitt hér á landi. Daginn eftir settu Bretar hryðjuverkalög á Landsbankann, Seðlabanka Íslands og íslenska ríkið. Hollendingar gerðu svipað við Landsbankann í Hollandi. Þar með féll allt íslenska bankakerfið. Allur gjaldeyrir til Íslands fór í gegnum London og þar með var Ísland komið í herkví Breta. Þegar matarbirgðir á Íslandi fóru minnkandi og um tveggja vikna birgðir voru eftir ákváðu íslensk stjórnvöld að fara að kröfum Breta og Hollendinga. Samlíkingin við sögu Haítí er óraunverulega samhljóma.

Hvers vegna réðust þessi lönd af svo mikilli hörku á Ísland haustið 2008?

Samkvæmt lögum Evrópusambandsins „EU direktive 94/19/EC“ er einkabönkum skilt að stofna tryggingarsjóð til að standa undir lágmarksgreiðslum til innistæðueigenda ef banki fer í gjaldþrot. Slíkur sjóður var til á Íslandi. Ef tryggingasjóður var til staðar er ekki um ríkisábyrgð að ræða. Það á við um Ísland.

Vandamál Evrópusambandsins var að þessi lög höfðu ekki gert ráð fyrir því að allir bankar sama tryggingasjóðs færu samtímis í gjaldþrot. Það gerðist á Íslandi. Sambærilega staða kæmi upp ef öll hús sem tryggingafélag tryggir brynnu til kaldra kola sömu nótt. Þessi vitneska mátti ekki spyrjast út meðal þegna Evrópusambandsins. Sú vitneskja gæti valdið málaferlum gegn ESB.

Vandamál Gordon Browns var að hann var orðinn óvinsæll í Englandi. Því var hér komið gott tækifæri til að sýna mátt sinn og megin gagnvart litla Íslandi og NATO vinaþjóð. Þess vegna ákváðu Bretar og Hollendingar, án samráðs við Íslendigna, að greiða innistæðueigendum IceSave innistæður þeirra. Síðan ákváðu þeir að Íslandi ætti að endurgreiða þeim greiðann með vöxtum og veita ríkisábyrgð á allann pakkann.

Því varð Ísland að viðurkenna ríkisábyrgð hvað sem tautaði og raulaði. Til að gulltryggja það stöðvuðu Bretar og Hollendingar vinnu AGS á Íslandi til að svæla okkur út úr greninu.

Niðurstaðan eftir „Haítí“ þvinganir Breta og Hollendinga er sú að lög um ríkisábyrgð hafa verið samþykkt á Alþingi Íslendinga. Forsetinn sendir lögin til þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hefur heimild til samkvæmt íslensku stjórnarskránni. Bretum og Hollendingum fanns þetta mjög miður, að ekki væri hægt að gera samninga við íslenska embættismenn, án þess að spyrja þjóðina álits.

Ríkisábyrgðin er mjög stór, 507 milljarðar íslenskra króna fyrir Íslendinga og ef við reiknum upp upphæðina miðað við íbúatölu þá yrði það 485 milljarðar norskra króna fyrir Norðmenn, 800 milljarðar evra fyrir Breta. Á Íslandi er um að ræða 13000 evru reikning á hvert mannsbarn. Það er rúmlega tvöfalt hærri upphæð á mann en Þjóðverjar greiddu í skaðabætur eftir fyrri heimstyrjöldina. Þeir voru að minnsta kosti í stríði en við ekki.

Tafla 5Tafla 5

Eins og sést á myndinn til hægri hefur væntanlegur hluti þrotabús gamla Landsbankanns verið dreginn frá. Gera menn ráð fyrir 90% endurheimtum sem væri heimsmet við slíkar aðstæður. Þar að auki munu þær krónur sem fást úr þrotabúinu ekki koma óskiptar til Íslendinga. Önnur hver króna fer til Breta og Hollendinga.

Niðurstaða:

Íslendingum flest öllum finnst að þeir séu órétti beittir. Þeim finnst skuld einkabanka ekki vera skuld íslenskra skattgreiðenda. Við höfum ekki fengið að fara með málið fyrir dóm. Ríkisábyrgðin er um 50% af VLF og mikil hætta á greiðslufalli Íslands. Það sem flækir málið er að hluti íslensku þjóðarinnar, minnihluti, vill ganga í Evrópusambandið. Sá hluti virðist reyðubúinn til að samþykkja nánast hvað sem er til að komast þangað inn. Svíar sem eru fulltrúar okkar í AGS eru í sömu sporum og Gordon Brown. Norðmenn, minnihluti, vill ganga í ESB en hefur mikil áhrif á norska þinginu. Því má segja að sú leið sem Íslendingar vildu helst fara, að vinna með Norðmönnum, sé torsótt sökum minnihluta beggja þjóðanna.

Það er mjög sérstakt að upplifa orðræðuna í kringum bankahrunið. Venja í mannlegum samskiptum er sú að sá sem veldur sé skaðvaldurinn og beri ábyrgð. Þegar kemur að fjármálum er búið að flækja lögin svo mikið að sá eini sem ber skaðann og er skaðabótaskildur er hinn almenni skattgreiðandi. Því þurfum við að standa upp og benda á þá og segja þið!

undefinedundefined