Mótmæli gegn stríði í Líbíu:

Utan við stjórnarráðið. Þriðjudaginn 12. apríl. Kl. 09:00 til að mótmæla stríðsglæpum íslenskra ráðamanna í Líbíu.

Hist verður fyrir utan stjórnarráðið þriðjudaginn 12. apríl kl. 09:00 til að mótmæla stríðsglæpum vesturvelda í Líbíu.

Þegnar íslenska ríkisins tóku á síðasta ári þátt í tveimur stríðum. Núverandi stjórn hefur bætt við því þriðja. Hver sofnaði á verðinum? Samþykki er samsekt en við látum hryllinginn ekki endurtaka sig. Réttlátt ofbeldi ráðamanna er ekki til.

Er mannkynssagan rykfallin bók í bókahillu eða eitthvað sem við erum fær um að læra af?

2001-? : Stríð í Afganistan. Ástæða: Vondikallinn Ben Laden, tugir þúsunda saklausra borgara látnir, fer fjölgandi

2003-? : Stríð í Írak. Ástæða: Vondikallinn Sadam Housein, tugir þúsunda saklausra borgara látnir, fer fjölgandi

2011-? : Stríð í Líbíu. Ástæða: Vondikallinn Kaddafi…tala látinna borgara fer fjölgandi

Hvar? Forsætisráðuneyti stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg

Hvenær? Þriðjudag 12. Apríl

Klukkan hvað? 09:00