South of the Borders í Bíó Paradís

Attac, Hreyfingin og Gagnauga bjóða í bíó!

south of the bordersouth of the borderFöstudagskvöldið 25. febrúar kl. 20 verður myndin South of the Border eftir leikstjórann Oliver Stone, rithöfundinn Tariq Ali og hagfræðinginn Mark Weisbrot, sýnd í Bíó Paradís, Herfisgötu 54, Rvk.

Oliver Stone ferðast um Suður-Ameríku, þar sem miklar pólitískar umbreytingar eiga sér stað, breytingar sem fæstir vita af.

Hann kannar félagslegar og pólitískar hreyfingar, auk þessa að hitta og ræða við Hugo Chávez (forseta Venezuela), Evo Morales (forseta Bólivíu), Lula da Silva (forseta Brasilíu), Cristina Kirchner (forseta Argentínu) og fleiri.

Myndin veitir sérlega áhugaverða innsýn í pólitíska þróun í þeim fjölmörgu löndum sem hafa á seinustu árum losað sig úr greipum bandarískrar heimsvaldastefnu, og þeirri miklu vakningu sem þar á sér stað.

Meira um myndina:

http://www.democracynow.org/2010/6/21/academy_award_winning_filmmaker_ol...