Tobinskattur í Evrópu: framfaraskref sem kemur of seint

Jose Manúel Barroso

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manúel Barroso, mun leggja fram drög að tilskipun um skattlagningu fjármagnsviðskipta fyrir Evrópuráðið. Fyrir tíu árum síðan hefðum við fagnað sigri. En í dag er þetta of lítið, of seint.

Að allir stjórnmálaleiðtogar Evróðu taki upp tillögu sem við höfum sett á oddinn síðast liðin tólf ár er sigur fyrir hugmyndir Attac. Skilmálarnir sem Framkvæmdastórnin leggur til eru að nokkru í samræmi við tillögur okkar: 0,1% skattur sem leggst á öll viðskipti evrópskra fjársýsluaðila hefur án efa mikil áhrif með því að koma böndum á helstu spákaupmennskuna, sérstaklega "hátíðni viðskiptin"1. Skráning viðskipta með afleiður á nafnvirði verður einnig mikilvægt skref þó það sé miður að fyrirhugað skattahlutfall sé aðeins 0,01%. Umfang tillögunnar er því miður takmarkað því hún nær ekki til viðskipta á gjaldeyrismarkaði (með evrur og aðra gjaldmiðla) en sá markaður nemur 4000 milljörðum dollara dag hvern, sem jafngildir helmingi allra fjármagnsviðskipta í heiminum.

Mikilvægum spurningum um nýtingu þessara tekna er einnig ósvarað. Ef þær verða einungis notaðar til að mæta hallarekstri og hleypa enn einu sinni nýju lífi í bankana án skilyrða, þá verður skilvirknin engin. Þeir tugir milljarða evra sem þessi skattur getur gefið af sér verða að renna í evrópskan og alþjóðlegann sjóð til að fjármagna baráttuna gegn fáttækt í Evrópu sem annars staðar, gegn farsóttum og loftslagshlýnun, og til að hefja umskiptin til vistvænni þróunar.

Við látum ekki blekkjast: ráðamenn í Evrópu ákváðu að taka upp hugmyndir okkar til þess eins að eiga auðveldara með að réttlæta í augum almennings aðhalds- og kreppuráðstafanir sínar með tilheyrandi óréttlæti. Með fordæmalausri hörku er í dag sótt fram gegn velferðaríkinu þó svo að opinberar skuldir og kreppa evrunnar stafi ekki af of miklum útgjöldum heldur af fjármálakreppunni og skattalækkunum sem forréttindahópununum hafa verið færðar s.l. tuttugu ár. Skattur á fjármagnsviðskipti mun ekki, langt frá því, fullnægja núverandi þörf á tekjujöfnun. Það er ekki heldur tilviljun að tilkynnt sé um hann nú þegar endurfjármögnun evrópskra banka með opinberu fé stendur fyrir dyrum: ætlunin er að komast hjá uppreisn gegn þessari björgun bankanna með því að láta sem fjármálaheimurinn leggi einnig sitt af mörkum.

Þessi skattur - sem ekki tekur gildi fyrr en 2014 - er of lítið skref, of seint. Of lítið því afvopnun markaðanna getur ekki, eins og við höfum alltaf sagt, takmarkast við skattlagningu: umfangsmikið regluverk verður einnig að koma til (leysa upp banka sem eru "of stórir til að vera settir í þrot", stjórnun á flæði fjármagnsins, bann við viðskiptum "yfir borðið" (over the counter), strangar takmarkanir á afleiðuviðskiptum ,sérstaklega á matvörumarkaði...) Of seint því fjármálakreppan sem er afleiðing af linkind síðust þriggja áratuga tekur nú á sig mjög dramatíska mynd.

Róttækar lausnir eru nú orðnar óhjákvæmilegar: samfélagsnýting bankakerfisins og lýðræðislegt eftirlit með því; endurskoðun opinberra skulda og höfnun á ólögmætum hluta þeirra; umbætur á Seðlabanka Evrópu svo hann geti með beinum hætti fjármagnað aðildarríkin... Við höfðum rétt fyrir okkur með Tobin-skattinn; vonandi þurfum við ekki að bíða önnur tíu ár og kreppuhamfarir þar til þessar tillögur okkar verði einnig teknar alvarlega.

  • 1. Viðskipti milli ofurtölva t. d.