Zeitgeist III: Moving Forward, eftir Peter Joseph

Hreyfingin, Attac-samtökin og Gagnauga.is bjóða þér í ókeypis bíó.

Zeitgeist III. Moving ForwardZeitgeist III. Moving ForwardFöstudaginn 4. febrúar kl 8  sýnum við nýjustu Zeitgeistmyndina, Zeitgeist III: Moving Forwar,  í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54.

Þessi heimildarmynd var frumsýnd 15. janúar 2011 og hefur verið sýnd út um allan heim og vakið fólk til umhugsunar og glætt það von um að hægt sé að komast út úr þeim kerfum sem eru að líða undir lok.

Verið er að þýða myndina yfir á íslensku en hún er tæpir 3 tímar að lengd.

Til að standa straum af kostnaði við leigu á bíósal er öllum frjálst að stinga afgangskrónum í fötu sem verður látin ganga.