Hugvekja fyrir sveitamenn.

"hin miklu auðsöfn einstakra manna hafa myndast, og þeir sem þeim ráða hafa slegið sér saman í félög ("hringa") sér til eflingar, er erfitt rönd við henni að reisa, og stjórnir ríkjanna henni háðar í mörgu. Hin stóru heimsriki eru í raun og veru nokkurskonar stórkaupmenn. Þau hafa meira og minna af heiminum undir sem hjáleigur, til að auðga heimaríkið af viðskiftunum þar. Og í hinum miklu svonefndu menningarlöndum, svo sem Englandi o. fl., eru þeir menn,sem mestu ráða, í raun og veru kaupmenn, flestir ríkir, en meginþorri þjóðarinnar öreigar, sem þræla fyrir sultarbrauði; því kaupmenskan hirðir meginhluta verkkaups þeirra ? eins og hjá okkur á sér stað, þó auðsöfnin enn sé smærri hjá ómögum vorum, af því hér er alt í smærra stíl. Kaupmenskan hleður undir nokkra menn í þjóðfélaginu til að gera þá auðuga og volduga, en drepur jafnframt fjölda fólksins niður í eymd og örbyrgð. Aðal-undirrót hins mikla heimsófriðar, sem nú geysar, með öllum þeim miklu hörmungum og eyðileggingu er honum fylgir, og sem teygir afleiðingar-angana inn á hvert heimili als menningarheimsins með áhrifum á verðlag og fleira - er kaupmenska, sem birtist í yfirdrotnunargræðgi stórþjóðanna, eða ráðandi manna hjá þeim, yfir sem mestu af heiminum, til að hafa sem tíðtækast vald á verzlunin."

Félagsrit, 1. Tölublað, 1. janúar 1915, Blaðsíða 21