Noregsferð og Tax Justice Network

Til allra félaga í Attac samtökunum á Íslandi!

Miðvikudaginn 17. febrúar nk.verður haldinn félagsfundur hjá Attac-samtökunum á Íslandi.
Fundurinn verður haldinn í JL-húsinu, sal hjá Reykjavíkur Akademíunni við hringbraut- 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 20.00. Allir eru velkomnir.

Dagskrá fundarins:

20:00 Einar Már og Gunnar Skúli segja frá Noergsför þeirra á vegum Attac í Noregi og svara síðan fyrirspurnum frá fundargestum.

John Christensen frá Tax Justice Network væntanlegur til Íslands

Tax Justice Network (Samtök um réttláta skatta) er hópur fræðimanna og aðgerðasinna sem vinnur að rannsóknum á skattkerfum og að því að benda á misfellur svo sem skattsvik, skattaskjól og alþjóðleg undirboð skatta, oft af hálfu smáríkja. Slík fyrirbæri spilla að áliti samtakanna tilraunum þjóðríkja til að skattleggja þegna sína með réttlátum hætti. Þau valda líka truflunum á markaðshagkerfinu með því að umbuna fjármálastarfsemi óábyrgra fjárfesta og með því að beina fjárfestingum á vafasamar brautir.

Ræða á ráðstefnu ATTAC í Noregi í febrúar 2010

Ísland þar sem eru einungis 320 þúsund íbúar, sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrgði sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða.” Þessi staða minnir á orð skáldsins Sigfúsar Daðasonar í ljóði úr bókinni Hendur og orð frá árinu 1959, en þar segir: “Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra.”

Ísland, AGS og IceSave.

Skuldir Íslands í dag eru um 320% af VLF. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrir ári, þegar skuldirnar voru 240%, að það væri hámarkið. Núna höfum við farið lang um fram það í skuldum en samt heldur AGS því fram að við getum staðið í skilum. Reyndar bendir AGS á tvennt. Í fyrsta lagi verði Ísland að fylgja áætlun AGS fyrir Ísland mjög nákvæmlega. Hitt sem AGS tekur fram er að ef fleiri skuldir finnast eða gamlar skuldir aukast þá verði Ísland sennilega að selja einhverjar auðlindir sínar upp í skuldir.

Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) í tíunda sinn

Mánudaginn 25. janúar var Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum - WSF) sett í bænum Porto Alegre í Brasilíu og var því fagnað að þetta er tíunda þingið. Hið fyrsta var einnig í Porto Alegre í janúar árið 2001.

Þá var mikill uppgangur í andófshreyfingunni gegn hnattvæðingu og nýfrjálshyggju eða Alþjóðlegu réttlætishreyfingunni (Global Justice Movement), eins og farið var að kalla hana.

Iceland: government must abandon IceSave deal

After the president's recent rejection of the IceSave deal between Iceland and the UK and the Netherlands, the country and its financial markets have been plunged into uncertainty. The draconian terms demanded by the deal has caused outrage in Iceland, forcing a referendum on the issue. The only decent thing for the government to do now would be to reject the deal and any attempt to force the people of Iceland to repay the debts of its financial speculators.

Attac á Íslandi hittir fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló

Þann 4. febrúar n.k. munu þrír fulltrúar frá Attac-samtökunum á Íslandi, þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur og Gunnar Skúli Ármannsson læknir hitta fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló. Jafnframt munu sitja fundinn fulltrúar norsku Attac-samtakanna, en þau hafa skipulagt fundinn ásamt með íslensku deildinni. Yfirskrift fundarins er „Á AGS að fara frá Íslandi?“

LRC Statement on Iceland and Icesave

international-solidarity2.jpg

"This is not a struggle between the people of the UK versus the people of Iceland, but between a global elite and working people of all nations. We stand in solidarity with the people of Iceland in demanding that it should be those who caused the crisis that pay."

Do not put Iceland in a debtors' prison

Olafur Ragnar Grimsson, Iceland's president, this week rejected a law settling his country's dispute with the UK and the Netherlands over the sorry Icesave affair. In truth he had little choice: a quarter of this fiercely independent electorate signed a petition against it, a show of defiance no leader can ignore.

Syndicate content