Iceland sees the first anti-bailout revolt

EDITOR'S LETTER

SOMEONE should give Gordon Brown a copy of John Maynard Keynes’ The Economic Consequences of the Peace. Published in 1919, it addressed post-war Germany – but the book is uncannily relevant to the situation in today’s Iceland, explaining how crippling reparations enforced by powerful foreign nations on an unwilling population are counter-productive. Iceland – unlike Weimar Germany – won’t turn to extremism, though an eventual descent into national bankruptcy and hyperinflation is a real possibility, with Fitch yesterday downgrading the country’s debt to junk.

Skattlagning fjármagnsflutninga

Carlos. A. FerrerCarlos. A. FerrerATTAC félögin hafa yfir lengri tíma bent á tvöföld áhrif gjalds á viðskipti með fjármagn, þótt það væri ekki hærra en 0.1%. Annars vegar myndi gjaldið afla ríkinu tekna sem væru kærkomnar nú þegar það þarf að gjalda fyrir "skuldir óreiðumanna", eins og nafntogaður embættismaður komst að orði í kjölfar bankakreppunnar á Íslandi. Hinsvegar myndi gjald sem þetta koma í veg fyrir að stór hluti skammtímaviðskipta með erlenda mynt borgaði sig og því stýra viðskiptunum á aðrar brautir.

Fjármálamarkaðir og þjóðarhagur

"Í ófyrirsjáanlegan tíma munum við þurfa að búa við þjóðlega gjaldmiðla og laga okkur að þeim. Stórkostlegar upphæðir fjár eru lagðar til reiðu að jafna út þann mun sem er á vöxtum í einstökum löndum og notaðar til að stunda spákaup með gjaldmiðla og gengi þeirra. Hér eins og á svo mörgum sviðum hefur tæknin hlaupið af sér þær stofnanir sem samfélagið hefur byggt upp í kringum fjármál, stjórnmál og velferð almennings."(James Tobin, A Currency Transactions Tax, Why and How, Open economies review, 7: 493 - 499, 1996,)

Hin forherta heimska

Íbúar jarðar standa frammi fyrir þeirri ógn að loftslag jarðarinnar er að breytast og mun halda áfram að breytast og ef ekki verður gripið hressilega í taumana þá mun það valda meiri hörmungum en við höfum áður séð. Og höfum við þó séð ýmislegt. Fólk mun ekki bara missa vinnuna og kannski húsin sín, eins og við þekkjum úr okkar stundlegu kreppu, það mun missa sjálf heimkynnin. Kannski sökkva þau í sæ, kannski breytast þau í eyðimörk, kannski verða þau vígvöllur.

Veröldin vill samning sem heldur

Þriðjudaginn 15. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík.

Heimurinn krefst samnings sem heldur - THE WORLD WANTS A REAL DEAL:

AVAAZ.ORG

Attac.is

10. desember, 2009.

***Fréttatilkynning***

 

ATH. ATH. ATH

FUNDINUM ER FRESTAÐ FRAM Á ÞRIÐJUDAG VEGNA VEÐURS.

Reykjavík tekur þátt í kertaljósavöku sem nær um alla heimsbyggðina.

Þann 12. desember mun fólk um heim allan taka þátt í meira en 2000 kertaljósavökum. Krafan er sú að bindandi samkomulag náist á Loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

Skýrsla frá fundi andófsafla með AGS

Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4. desember 2009.

Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.

Fjárfestingasjóður í anda nýfrjálshyggju

Á stjórnarfundi Attac á Íslandi sem haldinn var 8. desember var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Attac á Íslandi lýsir furðu sinni á því hvernig Landssamtök lífeyrissjóða standa nú að stofnun fjárfestingarsjóðs og hyggjast ráðskast með 30 milljarða af sparifé landsmanna í áhættufjárfestingar í anda nýfrjálshyggju án þess að gegnsæi og upplýst samfélagsumræða sé um hvernig standa eigi að þeim fjárfestingum. Þá vekur furðu að í stjórn hins nýja fjárfestingarsjóðs lífeyrissjóðanna er valið fólk sem tengist hinum föllnu útrásarfyrirtækjum s.s. Guðfinna S. Bjarnadóttir sem bæði sat í stjórn Baugs og FL group.

Attac telur brýnt að endurreisa þau samfélög sem rústað hefur verið fyrir tilstilli óheftrar markaðshyggju. Til þess verður að setja bönd á fjármálastarfsemi, skattleggja hana í þágu félagslegs jafnréttis og setja verður samfélögum ný markmið í anda lýðræðis- og velferðarsamfélaga, þar sem manngildi og gegnsæi verði í hávegum höfð.

Lettland í kreppu eftir að nýfrjálshyggjukerfi Thatchers hrynur

Heimskreppan í fjármálum og efnahagsmálum hefur lent harðar á litla Eystrasaltsríkinu Lettlandi en nokkru öðru landi nema ef til vill Íslandi. Landið gerði tilraun til að ganga inn í Myntbandalag Evrópu, og hluti af þeirri tilraun var að binda gengi gjaldmiðils landsins, Lats, við Evruna. Afleiðingarnar urðu þær að slæm staða varð mun verri en hefði annars verið. Þróun mála í Lettlandi mun hafa bein áhrif á örlög marga ríkja í austurhluta Evrópu. Hún markar dauða hinnar róttæku tilraunar með thatcherisma í Austur-Evrópu.

Ræða Einars Más Guðmundssonar á Austurvelli laugardaginn 5. des. 2009

Góðir fundarmenn!

Ég ætla að rifja upp mannætubrandarann sem ég sagði í fyrra og sem skráður er í Hvítu bókina:

Það er til mannætubrandari sem er einhvern veginn svona: Mannæta flýgur á fyrsta farrými. Flugfreyja kemur með matseðil, skrautlegan með nokkrum valkostum. Mannætan er afar kurteis, einsog mannætur eru víst við fyrstu kynni. Mannætan rennir augunum yfir seðilinn og segir svo við flugfreyjuna: Ég sé ekkert bitastætt á matseðlinum. Vilduð þér vera svo vænar að færa mér farþegalistann?

Af hverju var ekki samvinnan af hinu góða? ... Og hjálpin!

"Kreppan sýnir okkur hvert hömlulaus viðskipti og máttur markaðarins leiðir okkar ... Um þetta snerist í raun nýliðin loftslagsráðstefna í Kaupmannahöfn eða um það átti hún að snúast .... þótt enginn nefndi það sínu rétta nafni ... Við þurfum að koma á lýðræðislegu eftirliti með mörkuðum og alþjóðlegri samvinnu í stað þeirrar stórskaðlegu samkeppni sem ríkt hefur ... Á næstu misserum ætlum við að fá stjórnmála og embættismenn sem segja: Samvinna er af hinu góða ... því sá dagur kemur að maður réttir manni hjálparhönd ... Þess vegna er Jesús, afmælisbarn morgundagsins, með okkur í baráttunni, hann sem ruddist inn í kauphöllina og sagði víxlurunum til syndanna .... og er bróðir allra þeirra sem þjást á jörðinni ... og við munum kalla hann til vitnis á meðan við færum heiminn í betra horf ..."

Þannig komst rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson m.a. að orði í jólaávarpi sínu sem hann flutti á Ingólfstorgi í lok hinnar árlegu friðargöngu á Þorláksmessu í desember 2009.

Syndicate content