AGS: Risinn upp frá dauðum

Kreppan hefur leikið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Fyrir réttu ári síðan var hann stofnun í gjörgæslu. Fæst þróunarlöndin virtu hann viðlits. Skopast var að getuleysi hans við að sjá fyrir kreppurnar í nýmarkaðslöndunum og svörum hans við þessum kreppum sem oftast juku á vandann. Hann var jafnvel kallaður inn á teppið af eftirlitsaðilum vegna lélegrar stýringar á sínum eigin sjóðum!

Attac-samtökin á Íslandi formlega stofnuð

Þann 8. nóvember sl. var haldinn formlegur stofnfundur Attac á Íslandi. Fundurinn var haldinn í JL-húsinu, sal ReykjavíkurAkademíunnar, og sóttu hann um 50 manns. Á fundinum var kjörin stjórn samtakanna. Hana skipa: Árni Daníel Júlíusson, Bjarni Guðbjörnsson, Einar Már Guðmundsson, Guðjón Guðlaugsson, Salvör Gissurardóttir, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Sólveig Jónsdóttir.

Varastjórn var einnig kosin. Hana skipa: Birgitta Jónsdóttir, Gunnar Skúli Ármansson, María Sigmundsdóttir, Ólafía Ragnarsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson og Þorvaldur Þorvaldsson.

Ísland - tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar.

Ályktun frá stofnfundi Attac-samtakanna.

Í rúm tuttugu ár hefur Ísland verið tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar. Markmiðið var að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Útkoman varð fjármálahrun á heimsmælikvarða sem almenningur á nú að borga fyrir. Nýfrjálshyggjan hefur of lengi fengið að stunda tilraunir sínar, og tími er kominn til að leggja aðrar áherslur. Nú verður að endurreisa samfélög þau sem rústað hefur verið fyrir tilstilli óheftrar markaðshyggju. Setja verður bönd á fjármálastarfsemi, skattleggja hana í þágu félagslegs jafnréttis og setja samfélögum ný markmið í anda lýðræðis- og velferðarsamfélaga, þar sem manngildi og gegnsæi verði í hávegum höfð. Líkt og nýfrjálshyggjan var skipuleg framsókn peningaaflanna til að ná hugmyndalegum yfirráðum þarf almenningur nú að skipuleggja sig til að sækja fram til gagnsóknar í þágu réttláts samfélags.

Nýstofnuð Íslandsdeild Attac-samtakanna hyggst beita kröftum sínum í þessum anda. Mikið starf er framundan og Attac hvetur alla sem áhuga hafa að koma til starfa.

Stofnfundur Íslandsdeildar Attac-samtakanna

Hugmyndagrunnur - lagt fram á stofnfundi 8. nóvember 2009

Allt frá þvi Attac hreyfingin var stofnuð í Frakklandi 1998 með fjármálakreppuna í Asíu að bakgrunni varaði hún við ofvexti fjármálakerfisins, sem með hnattvæðingu sinni hafði aukið mjög á efnahagslegann óstöðugleika og félagslegt ójafnrétti. Takmarkalaust frelsi fjármagnsins hafði skert fullveldi ríkja og þrengt að valkostum almennings og lýðræðislegum stofnunum hans, sem báru ábyrgð á almannaheill. Í þeirra stað var komin rökvísi spákaupmennskunnar sem lýtur einungis hagsmunum fjölþjóðlegu fyrirtækjanna, fjármagnseigendanna og fjármagnsmarkaðanna.

Norræn Attac-samtök: AGS frá Íslandi!

Yfirlýsing til 61. fundar Norræna ráðsins, Stokkhólmi 27.-29. okt. 2009.

Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Ísland þarfnast tvíhliða lánasamninga, án aðkomu AGS.

Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Hún hefur teygt anga sína um allan heim í krafti hnattvæðingar sinnar og hefur verið alls ráðandi það sem af er þessari
öld.  Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu og hagvöxtur hennar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008.

AGS harðlega gagnrýnt fyrir kreppudýpkandi aðgerðir

AGSAGSNý skýrsla segir að ráðstafanir AGS hafi falið í sér aðgerðir sem gætu gert kreppuna verri í 31 af 41 landi sem kannað var.

Skjal frá Center for Economic and Policy Research (Miðstöð fyrir rannsóknir á efnahags- og stjórnmálum) í Washington leiðir í ljós að 31 af 41 landi sem AGS hefur haft afskipti af hefur verið þvingað til að beita kreppudýpkandi („pro-cyclical“) hagstjórnaraðgerðum. Slíkar aðgerðir hafa þau áhrif í núverandi kreppu að auka á dýpt kreppunnar og gera hana verri. Þær aðgerðir sem fjallað er um í skjalinu og teljast kreppudýpkandi eru annað hvort kreppudýpkandi fjármála- eða gjaldeyrisaðgerðir (aðallega vaxtaákvarðanir og ákvarðanir um gengi gjaldmiðla).

„Meir en áratug eftir að efnahagskreppan í Asíu beindi athyglinni að meiriháttar mistökum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er AGS enn að gera svipuð mistök í mörgum löndum, sagði forstjóri CEPR og aðalhöfundur skýrslunnar, hagfræðingurinn Mark Weisbrot. AGS styður fjárhagslegar örvunaraðgerðir og þensluvaldandi aðgerðir í ríku löndunum, en hefur allt aðra afstöðu til landa þar sem íbúar hafa lágar tekjur eða meðaltekjur.

Byltingin í janúar: Staða hennar í straumi tímans.

Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÁrni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÁ 20 ára afmæli byltinganna miklu í Austur-Evrópu upplifði Evrópa (vestan Sovétríkjanna gömlu) sína fyrstu stjórnarbyltingu síðan þá. Hún varð á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því kapítalisminn vann einn sinn stærsta sigur með falli Múrsins. Nú stendur hann frammi fyrir gríðarlegum vanda, fjármálakreppu, sem leiddi meðal annars til janúarbyltingarinnar á Íslandi, byltingar sem var allt annars eðlis en byltingarnar fyrir 20 árum.

Ísland upplifði í janúar að mannfjöldi fór út á göturnar og velti stjórnvöldum úr sessi með mótmælum. Þetta var því sannkölluð stjórnarbylting. Aðdragandinn var allnokkur. Í byrjun október hrundi íslenska efnahagskerfið. Það var að mörgu leyti hin raunverulega bylting eða efnahagsbylting. Eftir stóðu rústirnar af hugmyndakerfi sem tekið hafði 20-30 ár að byggja upp. Jafnvel má rekja ýmsa meginþætti nýfrjálshyggjunnar enn lengra aftur, til miðrar 20. aldar. Sérstaklega á það við um frumþætti í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, sem tengdist svo náið hersetu Bandaríkjamanna hér á landi.

Was Iceland a Target for Economic Hit Men?

Recovering from Neoliberal Disaster

Why Iceland and Latvia Won’t (and Can’t) Pay the EU for the Kleptocrats’ Ripoffs

Can Iceland and Latvia pay the foreign debts run up by a fairly narrow layer of their population? The European Union and International Monetary Fund have told them to replace private debts with public obligations, and to pay by raising taxes, slashing public spending and obliging citizens to deplete their savings. Resentment is growing not only toward those who ran up these debts – Iceland’s bankrupt Kaupthing and Landsbanki with its Icesave accounts, and heavily debt-leveraged property owners and privatizers in the Baltics and Central Europe – but also toward the neoliberal foreign advisors and creditors who pressured these governments to sell off the banks and public infrastructure to insiders. Support in Iceland for joining the EU has fallen to just over a third of the population, while Latvia’s Harmony Center party, the first since independence to include a large segment of the Russian-speaking population, has gained a majority in Riga and is becoming the most popular national party. Popular protests in both countries have triggered rising political pressure to limit the debt burden to a reasonable ability to pay.

Iceland's debt repayment limits will spread

Can Iceland and Latvia pay the foreign debts run up by a fairly narrow layer of their population? The European Union and International Monetary Fund have told them to replace private debts with public obligations, and to pay by raising taxes, slashing public spending and obliging citizens to deplete their savings.

Syndicate content