Sigurður Sigurðsson

Siggi Hrellir

Um undirskriftasöfnunina frá Sigga hrelli

Kæru félagar,

Magma málið er nú í biðstöðu. Ný nefnd hefur verið skipuð sem úrskurða á um lögmæti viðskiptanna, líkt og síðasta nefnd þar á undan.

Með fullri virðingu fyrir lögum er samt verið að afvegaleiða umræðuna. Þetta er pólitískt ágreiningsefni fremur en lagalegt. Það skortir hins vegar vilja og kjark hjá ríkisstjórninni til að takast á við það.

Það er orkuútrásin sem við horfumst í augu við. Þjóðerni útrásarvíkinganna er ekki aðalatriðið heldur leikreglur, siðferði og undirliggjandi tilgangur.

Syndicate content