Gunnar Skúli Ármannsson

Frjáls verslun og TISA-samningurinn

Ísland er þátttakandi í viðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA-Trade In Services Agreement. Flestir fríverslunarsamningar snúast um miklu meira en að lækka tolla á landamærum. Þeir snúast mest um að skapa fjólþjóðlegum stórfyrirtækjum yfirþjóðlega stöðu gagnvart ríki og sveitafélögum. Með einkareknum dómstólum sem þjóðríkin samþykkja með undirskrift sinni að hlýta hafa fyrirtækin getað þvingað hið opinbera til að breyta lögum eða eyða lögum sem voru áður samþykkt. Þar með hefur lýðræðislegur réttur almennings verið tekin úr höndum hans og færður inn á borð forstjóranna.

FRÍVERSLUNARSAMNINGAR-BRAVE NEW WORLD

wtocartoon2 298x243.jpg

INNGANGUR

Fríverslunarsamningar(FVS) milli landa eða álfa eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Við fyrstu sýn virðast þeir snúast um að auðvelda viðskipti milli aðila. Ef svo væri þá væru þeir jákvæð þróun í samskiptum þjóða. Því miður er það ekki alltaf svo.

FRÁSÖGN FRÁ FERÐ TIL MADRIDAR 7-9 OKT 2011

gsa 3 -.jpg

Living in debtocracy.

Debt in the North: Learning from the South

7th and 8th October in Madrid

Icesave

icesave winner.jpg

Prior to the privatization the Icelandic state owned banks had been under heavy political influence. In fact, the entire financial system was closely regulated. Currency controls were in effect until 1992. However, with Iceland's entry into the European Economic Area (EEA) with the EU in 1994, major changes occurred. The agreement made free flow of capital was possible and Icelandic banks were able to open banks or branches of within the EEA. However, Iceland was not at all capable to deal with these major changes in regulation.

AGS hefði betur verið farinn - Ræða 30 nóvember 2010

Gunnar Skúli að flytja aðra ræðuGunnar Skúli að flytja aðra ræðuÍ dag komum við saman til að minnast þess að AGS hafði ætlað sér að fara af landi brott á þessum degi, þ.e.a.s. í dag 30 nóvember.

Því miður var veru sjóðsins hér á landi framlengd og er enn óvissa hvort um enn frekari framlenginu verður að ræða. Þess vegna er dagurinn í dag sorgardagur því ef sjóðurinn væri farinn væri gleðidagur.

Við vissum ekki mikið um sjóðinn þegar hann kom en núna hafa Íslendingar kynnt sér hann betur.

Sjóðurinn á sér fortíð, fortíð sem er óhuggnanleg. Þar sem sjóðurinn hefur ráðið för hefur hagur almennings versnað verulega á sama tíma og hagur banka og stórfyrirtækja hefur batnað. Sjóðurinn hefur skilið þjóðir eftir í miklum samdrætti og verulega skuldsettar. Rannsóknir sýna glögglega fram á að
ráðstafanir sjóðsins gera kreppu viðkomandi þjóða verri, dýpri og kreppan dregst á langinn.

Attac samtökin á Íslandi standa að þessari sorgarstundu hér á Austurvelli og viljum við AGS af landi brott. Við teljum að AGS stjórni á Íslandi mun frekar en kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi. Við teljum það mjög ólýðræðislegt að stofnun sem við höfum ekki kosið yfir okkur, stofnun sem við höfum ekki afhent með formlegum hætti völdin, að þessi stofnun, AGS, ráði mestu á Íslandi í dag.

Hugleiðingar vegna yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar.27 júlí 2010 vegna Magma málsins.

Flutt á borgarafundinum í Iðnó 28. júlí 2010

  1. Það væri áhugavert að vita hvers vegna íslenska ríkisstjórnin svaf yfir sig í Magma málinu.
  2. Jóhanna forsætisráðherra mun skipa hóp óháðra sérfræðinga sem mun ákvarða lögmæti sölunnar á HS orku til Magma. Þess vegna spyrjum við borgararnir á þessum fundi, ráðherrana á þessum fundi, hvort salan á HS orku muni verða að raunveruleika ef fyrrnefnd nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að salan sé lögleg. Enn fremur, er það mat ríkisstjórnarinnar að hin lagalega óvissa sé það eina sem standi í vegi fyrir því að Magma eignist HS orku? Ef framkvæmdavaldið gat á sínum tíma munstrað alla þjóðina í stríð gegn Saddam Hussein, getur þá ekki sama framkvæmdavald rústað einum pappírspésa? Er ríkisstjórnin viljug til þess að taka af skarið eða er útspilið í gær málamyndagjörningur?

Ísland, AGS og IceSave.

Skuldir Íslands í dag eru um 320% af VLF. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrir ári, þegar skuldirnar voru 240%, að það væri hámarkið. Núna höfum við farið lang um fram það í skuldum en samt heldur AGS því fram að við getum staðið í skilum. Reyndar bendir AGS á tvennt. Í fyrsta lagi verði Ísland að fylgja áætlun AGS fyrir Ísland mjög nákvæmlega. Hitt sem AGS tekur fram er að ef fleiri skuldir finnast eða gamlar skuldir aukast þá verði Ísland sennilega að selja einhverjar auðlindir sínar upp í skuldir.

Skýrsla frá fundi andófsafla með AGS

Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4. desember 2009.

Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.

Syndicate content