Mark Weisbrot

Spánn í gíslingu Evrusvæðisins

Byggingakranar á ókláruðu byggingarsvæði á útjaðri MadridByggingakranar á ókláruðu byggingarsvæði á útjaðri MadridSíðan efnahagssamdrátturinn hófst á Spáni hefur það komist í tísku að bera hagkerfi Spánar saman við hagkerfi Þýskalands, sem hefur náð að vinna bug á kreppunni og er nú á eindregnum batavegi. Hugmyndin er sú að Þjóðverjar hafi farið í gegnum endurskipulagningu, náð stjórn á kröfum verkalýðshreyfingarinnar, og með þessu gert hagkerfi sitt samkeppnishæfara. Samkvæmt hinum ríkjandi söguþræði er þetta lykilinn að efnahagslegri velgengni þeirra - og því ættu Spánverjar að taka sér Þjóðverja til fyrirmyndar, þ.e. ef spænska hagkerfið á að eiga sér viðreisnar von.

Kirchner bjargaði efnahagslíf Argentínu og hjálpaði til við að sameina Suður Ameríka

The Guardian Unlimited 27. október, 2010

Sviplegt fráfall Néstors Kirchners í dag (27. Október 2010) er ekki aðeins mikið áfall fyrir Argentínu heldur einnig fyrir Suður Ameríku alla og heiminn. Kirchner tók við embætti sem forseti í maí 2003 þegar Argentína tók fyrstu skrefin til endurreisnar eftir mikið samdráttarskeið. Hlutverk hans í að bjarga efnahag Argentínu er sambærilegt við hlutverk Franklin D. Roosevelts í Kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Rétt eins og Roosevelt þurfti Kirchner bæði að rísa gegn sterkum hagsmunum peningaaflanna og taka slaginn við flesta starfandi hagfræðinga sem fullyrtu að stefna hans myndi leiða til hamfara. Þeir reyndust hafa rangt fyrir sér en Kirchner rétt.

Hamfarakapítalisminn er mættur til Evrópu (og Bandaríkin eru næsti áfangastaður hans)

Eitt verðum við að hafa á hreinu með ástandið í evrulöndunum sem ekki er ljóst ef við reiðum okkur á flesta fréttamiðlanna. Löndin eru ekki í „ógöngum“ vegna of mikillar eyðslu eða vegna þess að þau hafa safnað of miklum opinberum skuldum. Þau standa ekki frammi fyrir „erfiðu vali“ sem neyðir þau til að skera niður eyðslu og hækka skatta af því að efnahagslífið sé veikburða eða í lægð til að „mæta kröfum fjármálamarkaðanna“.

Syndicate content