
Hinn nýi Alþjóðlegi samningur og minnisblaðið (The International treaty and Memorandum) sem fylgja "klippingunni" á grískum ríkisskuldum, ýta grísku þjóðinni lengra inná braut örbirgðar. Í honum felst gríðarlegt hrun á öllum lífskjörum sem og aðstæðum á vinnumarkaði, og þrældómur hjá lánadrottnum ríkisins. Skerðing á lífeyri og tekjum, afnám samningsréttar verkalýðsfélaga (sem gengur þvert á 22. grein grísku stjórnarskárinnar) og uppsagnir 150.000 opinberra starfsmanna munu leiða til hungurs og fátæktar. Atvinnuleysi, sem er nú þegar í sögulegu hámarki, mun verða 30%. Grimmilegur niðuskurður á félagslegum útgjöldum, sérstaklega í heilbrigðismálum, lækkar lífslíkur og eykur líkur á ungbarnadauða. Nýjar tilraunir til einkavæðingar afhenda stórfyrirtækjum þjóðarauðæfi og koma með því í veg fyrir að komandi kynslóðir geti notið tekna af þeim. Lög frá Englandi og Lúxemborg ná yfir nýju ríkisskuldabréfin ( 13. grein nýja samningsins) sem er bæði móðgandi og niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki, auk þess sem greinin kemur á raunverulegri fangelsun heillar þjóðar, þar sem að með henni er komið í veg fyrir að hægt verði að semja uppá nýtt um skuldirnar. Einnig verndar 13. greinin skuldadrottna okkar þegar að því kemur að Grikkland á endanum yfirgefur evrusvæðið.