AGS, Ályktanir, Alþjóðamál, Andófshreyfingar, Attac, Auðlindir, Evrópusambandið, Ísland, Fundir, Menning, Sagan, Ræður

Yfirlýsing Alþjóðaþings félagslegra fjöldahreyfinga, 12. Febrúar, 2011.

WSF Dakar logo.png

Við erum saman komin á World Social Forum í Dakar 2011 sem Alþjóðaþing félagslegra fjöldahreyfinga í þeim tilgangi að viðurkenna grundvallar framlag íbúa og þjóða Afríku til uppgangs og þróunar siðmenningarinnar. Allt mannkyn háir nú stórkostlega baráttu gegn drottnunartilburðum auðmagnsins sem felur sig bakvið óljós og innihaldslaus loforð um efnahagslegar framfarir og pólitískan stöðugleika.

Attac-samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð

Attac samtökin á Íslandi telja að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign og að nýting þeirra eigi að þjóna sjálfbærri uppbyggingu landsins eftir hrun bóluhagkerfisins.

Við teljum það vera grundvallaratriði að auðlindirnar og nýtingarréttur þeirra verði tekinn af markaði, en sé ekki fóður fyrir spákaupmenn af öllum toga, erlenda sem innlenda einkaaðila og lífeyrissjóði.

Zeitgeist III: Moving Forward, eftir Peter Joseph

Hreyfingin, Attac-samtökin og Gagnauga.is bjóða þér í ókeypis bíó.

Zeitgeist III. Moving ForwardZeitgeist III. Moving ForwardFöstudaginn 4. febrúar kl 8  sýnum við nýjustu Zeitgeistmyndina, Zeitgeist III: Moving Forwar,  í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54.

Þessi heimildarmynd var frumsýnd 15. janúar 2011 og hefur verið sýnd út um allan heim og vakið fólk til umhugsunar og glætt það von um að hægt sé að komast út úr þeim kerfum sem eru að líða undir lok.

Verið er að þýða myndina yfir á íslensku en hún er tæpir 3 tímar að lengd.

Til að standa straum af kostnaði við leigu á bíósal er öllum frjálst að stinga afgangskrónum í fötu sem verður látin ganga.

Spánn í gíslingu Evrusvæðisins

Byggingakranar á ókláruðu byggingarsvæði á útjaðri MadridByggingakranar á ókláruðu byggingarsvæði á útjaðri MadridSíðan efnahagssamdrátturinn hófst á Spáni hefur það komist í tísku að bera hagkerfi Spánar saman við hagkerfi Þýskalands, sem hefur náð að vinna bug á kreppunni og er nú á eindregnum batavegi. Hugmyndin er sú að Þjóðverjar hafi farið í gegnum endurskipulagningu, náð stjórn á kröfum verkalýðshreyfingarinnar, og með þessu gert hagkerfi sitt samkeppnishæfara. Samkvæmt hinum ríkjandi söguþræði er þetta lykilinn að efnahagslegri velgengni þeirra - og því ættu Spánverjar að taka sér Þjóðverja til fyrirmyndar, þ.e. ef spænska hagkerfið á að eiga sér viðreisnar von.

Túnis og tilskipanir AGS: Hvernig þjóðhagsstefna veldur hungri og atvinnuleysi um heim allan.

Zine El Abidine Ben Ali herforingi, brottrekni forsetinn sem steypt var af stóli í Túnís er úthrópaður í vestrænum fjölmiðlum, einum rómi, sem einræðisherra.

Mótmælahreyfingunni í Túnis er frjálslega lýst sem afleiðingu af ólýðræðislegri valdstjórn sem fæotum treður reglur "alþjóðasamfélagsins".

En Ben Ali var ekki "einræðisherra". Einræðisherra tekur ákvarðanir og skipar fyrir. Ben Ali var þjónn efnahagslegra hagsmuna Vesturlanda, strengjabrúða sem hlýddi skipunum af trúmennsku, með virkum stuðningi alþjóðasamfélagsins.

Túnis: Lýðræðisleg samfélagsbylting er hafin!

Tunis.jpg

Í Túnis hefur fjöldinn stigið með mikilfenglegum hætti inn á hinn pólitíska vettvang! Honum tókst eftir lýðræðislega uppreisn alþýðunnar, sem stóð í 29 daga, að koma einræðisherranum Ben Ali frá völdum! Það er mikill sigur! Þetta er stór dagur fyrir okkur öll, sem við deilum með öllum þeim sem berjast gegn heimsskipan kapítalismans! Mikilvægast er þó að við höfum endurheimt virðingu okkar og stolt, sem hafði lengi verið svívirt og fótum troðið af einræðinu. Núna bíður okkar að byggja upp nýtt Túnis: frjálst, lýðræðislegt og félagslegt.

ÁRÁS SMÁRÁS! – Tónleikar til stuðnings nímenningunum

Þau eru níu af okkurÞau eru níu af okkur

ÁRÁS SMÁRÁS! Tónleikar til stuðnings nímenningunum á Nasa, fimmtudaginn 13. janúar kl. 20:30.

Fram koma:

MÚM / PÁLL ÓSKAR / SIN FANG BOUS / DISKÓEYJAN / KK OG ELLEN / PARABÓLURNAR / REYKJAVÍK! / EINAR MÁR / STEINI ÚR HJÁLMUM / PRINS PÓLÓ / ELLEN K. OG PÉTUR H./ ELÍN EY / ARNLJÓTUR / IDIR / ÁKÆRÐUR NÍMENNINGUR og fleiri óvæntir gestir….

Írska kreppan - klúður nýfrjálshyggjunnar

Síðastliðinn áratug vísuðu áköfustu boðberar nýfrjálshyggjunnar til Írlands sem fyrirmyndaríkis. Keltneski tígurinn sýndi meiri hagvöxt en meðaltalið í Evrópu.

Hörður Ingvaldsson - In memorian

Hörður Ingvaldsson

Ég veit að við Hörður hittumst áður en haustið örlagaríka rann upp, haustið þegar sporbaugur raunveruleikans færðist til.

Einhversstaðar í djúpinu eru minningar úr hversdagslegri veröld, en ég finn þær ekki núna.

Í staðinn finn ég ótal minningar úr nýju veröldinni, þessari sem í fyrstu gerði okkur agndofa, en fyllti okkur svo af óþreyju og löngun í eitthvað betra.

AGS hefði betur verið farinn - Ræða 30 nóvember 2010

Gunnar Skúli að flytja aðra ræðuGunnar Skúli að flytja aðra ræðuÍ dag komum við saman til að minnast þess að AGS hafði ætlað sér að fara af landi brott á þessum degi, þ.e.a.s. í dag 30 nóvember.

Því miður var veru sjóðsins hér á landi framlengd og er enn óvissa hvort um enn frekari framlenginu verður að ræða. Þess vegna er dagurinn í dag sorgardagur því ef sjóðurinn væri farinn væri gleðidagur.

Við vissum ekki mikið um sjóðinn þegar hann kom en núna hafa Íslendingar kynnt sér hann betur.

Sjóðurinn á sér fortíð, fortíð sem er óhuggnanleg. Þar sem sjóðurinn hefur ráðið för hefur hagur almennings versnað verulega á sama tíma og hagur banka og stórfyrirtækja hefur batnað. Sjóðurinn hefur skilið þjóðir eftir í miklum samdrætti og verulega skuldsettar. Rannsóknir sýna glögglega fram á að
ráðstafanir sjóðsins gera kreppu viðkomandi þjóða verri, dýpri og kreppan dregst á langinn.

Attac samtökin á Íslandi standa að þessari sorgarstundu hér á Austurvelli og viljum við AGS af landi brott. Við teljum að AGS stjórni á Íslandi mun frekar en kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi. Við teljum það mjög ólýðræðislegt að stofnun sem við höfum ekki kosið yfir okkur, stofnun sem við höfum ekki afhent með formlegum hætti völdin, að þessi stofnun, AGS, ráði mestu á Íslandi í dag.

Syndicate content