AGS, Ályktanir, Alþjóðamál, Andófshreyfingar, Attac, Auðlindir, Evrópusambandið, Ísland, Fundir, Menning, Sagan, Ræður

Undarlegir eru menn sem ráða fyrir þjóðum - Ræða flutt 30. nóv. 2010

Kæru félagar!

Í ljóðabókinni Nei eftir Ara Jósefsson er ljóð, sem orðið hefur nokkuð fleygt, en Ari lést af slysförum árið 1964, aðeins 25 ára gamall. Ljóðið heitir Stríð og hljómar svona í öllum sínum einfaldleik og nakta sannleik.

Einar flytur ræðu sínaEinar flytur ræðu sína

Undarlegir eru menn
sem ráða fyrir þjóðum.

Þeir berjast fyrir föðurland
eða fyrir hugsjón

og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
enga hugsjón nema lífið

Yfirstéttin er vel skipulögð .... Sér til fulltingis hefur hún stofnanir einsog Heimsbankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. En við sem eigum ekkert föðuland nema jörðina og enga hugsjón nema lífið, eigum ekki mörg alþjóðasamtök og erum satt best að segja freka illa skipulögð. Á miðað við valdhafana.

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka

"Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Í því felst að um er að ræða veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum."

Á að bjarga bönkunum eða á að bjarga írum?

AttacAttacÍrland var í augum fjármálamarkaðanna góði nemandinn á evru-svæðinu og sýndi sigur öfgafrjálshyggjunnar sem byggist á lækkuðum sköttum, afgangi á fjárlögum og taumlausum fjármálageira. Samt endar "keltneski tígurinn" með að þurfa að borga fyrir "dyggðir" sínar. Eftir að fasteignabólan sprakk stóðu írsku bankarnir fljótlega á barmi gjaldþrots. Þá tóku stjórnvöld upp veskið og afgangurinn á fjárlögum breyttist í hyldýpi: hallin 2010 var 32%.

Kirchner bjargaði efnahagslíf Argentínu og hjálpaði til við að sameina Suður Ameríka

The Guardian Unlimited 27. október, 2010

Sviplegt fráfall Néstors Kirchners í dag (27. Október 2010) er ekki aðeins mikið áfall fyrir Argentínu heldur einnig fyrir Suður Ameríku alla og heiminn. Kirchner tók við embætti sem forseti í maí 2003 þegar Argentína tók fyrstu skrefin til endurreisnar eftir mikið samdráttarskeið. Hlutverk hans í að bjarga efnahag Argentínu er sambærilegt við hlutverk Franklin D. Roosevelts í Kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Rétt eins og Roosevelt þurfti Kirchner bæði að rísa gegn sterkum hagsmunum peningaaflanna og taka slaginn við flesta starfandi hagfræðinga sem fullyrtu að stefna hans myndi leiða til hamfara. Þeir reyndust hafa rangt fyrir sér en Kirchner rétt.

AGS frá Íslandi! Ályktun stjórnar Íslandsdeildar Attac

Reykjavík 10. október 2010

Stjórn Íslandsdeildar Attac fer fram á að ríkisstjórn Íslands slíti samstarfi við AGS og því verði hætt þann 30. nóvember 2010 eins og upphaflega stóð til. Í apríl á þessu ári var þetta samstarf framlengt þegjandi og hljóðalaust og án nokkurrar umræðu fram í ágúst á næsta ári. Það er lágmarkskrafa að fram fari opin, víðtæk og lýðræðisleg umræða um forsendur framlengingar á samstarfi við AGS.

Atburðir undanfarinna vikna sýna að afar brýnt er að binda endi á veru AGS hér á landi. AGS krefst þess að ríkisvaldið hætti að aðstoða fólk í gjaldþrotahættu og AGS krefst þess að ríkisvaldið rústi velferðarkerfinu með grimmdarlegum og glórulausum niðurskurði. Ríkisstjórnin ætlaði að hlýða, þar til þessum fyrirætlunum var mótmælt af viðeigandi hörku og fjölda. Vilji almennings er alveg skýr. Öllum er það nú ljóst að það var ekki og verður aldrei grundvöllur fyrir samstarfi við sjóðinn.

Nauðsynlegt er að endurskoða grundvöll að endurreisn bankanna um leið og AGS hverfur úr landi. Alræði fjármagnsmarkaðanna verður að afnema og altæk endurskoðun á grundvelli og markmiðum efnahags- og fjármálastefnunnar þarf að fara fram. Sú endurskoðun hafi að leiðarljósi að öll gögn og upplýsingar verði uppi á borðinu og víðtæk lýðræðisleg umræða fari fram um markmið íslenskrar efnahagsstefnu. Gervallt fjármagnskerfið verður að opna fyrir lýðræðislegu eftirliti á vegum almennings.

Stjórn Attac á Íslandi

Guð hinnar ósýnilegu handar og brauðmolahagfræðinnar

traust efnahagsstjórn.jpg

Kæru félagar!

Fyrir tveimur árum bað Geir Haarde guð sinn að blessa Ísland. Það fylgdi ekki sögunni til hvaða guðs Geir var að biðla, en við getum gengið út frá því að það hafi verið sami guð og hann og allt hans fylgdarlið hafði tilbeðið síðustu tuttugu ár eða svo, sami guð og íslensk alþýða hafði verið beðin um að færa fórnir til í formi niðurskurðar á félagslegum bótum, heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfinu.

Af víðförlum mönnum - Thor Vilhjálmsson 85 ára

Thor Vilhjálmsson mættur til að styðja Níumenningana

Fiskar og fuglar, vængir og sporðar; þar á milli ert þú, maðurinn, ungi maðurinn í öllum myndum, maður allra tíma, hugarflug þitt tengt veruleikanum órofa böndum. Og öfugt; það er enginn veruleiki án hugarflugs, en víða gætir þess misskilnings að jörðin skiptist í stórar þjóðir og litlar þjóðir, og við eigum að beygja okkur fyrir stóru þjóðunum og vorkenna litlu þjóðunum, og þetta er auðvitað engin landafræði, bara hagsmunagæsla. Þetta segi ég þegar við fögnum Thor Vilhjálmssyni og tímamótum hans, 85 ára, en samt er hann ungi maðurinn á öllum aldri, sem öðrum fremur getur talað um að miðjan hvíli undir iljum hans, og elti hann hvert sem hann fer, manni sem hefur brunnið af ástríðu, leitað svara og verið rekinn áfram af ákafa sem lætur engan ósnortinn og smitar út frá sér.

Tími til að standa á eigin fótum

Tími AGS liðinn

Lilja Mósesdóttir, hagfræðingurLilja Mósesdóttir, hagfræðingurUpphaflegi samningurinn við AGS gerði ráð fyrir að hann tæki enda 30. nóvember nk. en nú er búið að framlengja hann um 9 mánuði eða til loka ágúst 2011. Töfin er tilkomin vegna tilrauna til að beita Íslendinga þrýstingi í Icesave-deilunni. Hlutverk AGS hér á landi er fyrst og fremst að tryggja að Íslendingar greiði upp sem mest af skuldum sínum. Ef það er ekki mögulegt, þá þarf að tryggja að fjármagnseigendur fái nógu háar vaxtagreiðslur. Samningurinn við AGS er í raun fullveldisafsal. Allar ákvarðanir á sviði peningamálstefnunnar, ríkisfjármála og fjármálakerfisins þarf að bera undir sjóðinn áður en þær eru teknar.

Komið að skuldadögum í Helguvík

Aðdragandinn

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingurSigmundur Einarsson, jarðfræðingurÞegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?

Orkan til álbræðslunnar

Núverandi áform Norðuráls gera ráð fyrir að álbræðsla í Helguvík verði reist í fjórum jafnstórum áföngum sem hver framleiðir 90 þús. tonna á ári, alls 360 þús. tonn. Heildar orkuþörf er liðlega 600 MWe og þarf fyrsti áfanginn um 150 MWe. Árið 2007 var samið við Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orka) og Orkuveitu Reykjavíkur um afhendingu allt að 250 MWe rafafls í fyrsta áfanga álbræðslunnar fyrir árslok 2010. Jafnframt gáfu fyrirtækin vilyrði fyrir allt að 185 MWe til viðbótar, samtals 435 MWe, en ekki hafa verið gerðir frekari orkusamningar.

Fram og aftur blindgötuna

Einar Már GuðmundssonEinar Már GuðmundssonÞriðja plata Megasar heitir Fram og aftur blindgötuna. Nafn hennar gæti verið lýsing á ríkisstjórninni og ekki bara þessari ríkisstjórn heldur mörgum öðrum ríkisstjórnum, en það merkilega við ríkisstjórnir er að þær rata oft ágætlega um eigin blindgötur. Stefnuleysið er stefna, afskiptaleysið afstaða. Það er til að mynda útbreiddur skilningur - eða eigum við að segja misskilningur - að hrunastjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafi sofið áverðinum. Þvert á móti, það var beinlínis stefna þeirrar stjórnar að ganga í svefni og skipta sér sem minnst af fjármálakerfi þjóðarinnar. Að því leyti var sú ríkisstjórn fullkomlega á vakt í svefni sínum. Ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur kennir sig við félagshyggju og norræna velferð, en hún er engu að síður ríkisstjórn fjármálafyrirtækjanna. Hún hlustar af mun meiri athygli á skilanefndir bankanna en fólkið í landinu og fjármálafyrirtækin eiga huga hennar og hjarta. Samt er þetta fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin. Hún var kosin sem slík í kjölfar mestu uppþota sem orðið hafa í landinu. Því skyldi maður ætla að alvöruvinstristefnu hefði verið hrint í framkvæmd. Að tekið yrði á auðkýfingunum, eignarhaldsfélögunum, spillingunni, auðlindamálunum og lýðræðinu, sem og hinum almenna forsendubresti í lána- og fjármálakerfinu. Til þessa hafði ríkisstjórnin umboð kjósenda.

Syndicate content