AGS, Ályktanir, Alþjóðamál, Andófshreyfingar, Attac, Auðlindir, Evrópusambandið, Ísland, Fundir, Menning, Sagan, Ræður

Skjaldborg um fjármálafyrirtækin!

Ríkisstjórn Jöhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er ekki aðeins söguleg fyrir þær sakir að vera fyrsta hreina “vinstristjórn” Íslands – heldur líka vegna þess að hún er fyrsta ríkisstjórnin sem kemst til valda hér á landi í kjölfar einhverskonar byltingar. Í “búsáhaldabyltingunni” veturinn 2008-9 reis íslenskur almenningur upp og krafðist réttlætis. Í kjölfar kosninga vorið 2009 komust Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin til valda vegna loforða um að slá skjaldborg um íslensk heimili, og verja þau ágangi fjármálafyrirtækja.

Ísland er ekki til sölu! Dagskrá Attac á Íslandi á menningarnótt

Fundur Attac um Magma-málið þann 28. júlí tókst mjög vel og var fjölsóttur, þótt hann væri haldinn í miðjum sumarfríum. Ráðherrar skrópuðu reyndar, og heyrst hefur að það hafi verið af því að þeir þorðu ekki að mæta á fundinn. Í framhaldi af fundinum stóð Attac fyrir að safna undirskriftum undir áskorun orkuauðlinda um Magma málið á Gay Pride. Viðbrögð fólks voru mjög góð og mörg hundruð manns skrifuðu undir áskorunina.

Um undirskriftasöfnunina frá Sigga hrelli

Kæru félagar,

Magma málið er nú í biðstöðu. Ný nefnd hefur verið skipuð sem úrskurða á um lögmæti viðskiptanna, líkt og síðasta nefnd þar á undan.

Með fullri virðingu fyrir lögum er samt verið að afvegaleiða umræðuna. Þetta er pólitískt ágreiningsefni fremur en lagalegt. Það skortir hins vegar vilja og kjark hjá ríkisstjórninni til að takast á við það.

Það er orkuútrásin sem við horfumst í augu við. Þjóðerni útrásarvíkinganna er ekki aðalatriðið heldur leikreglur, siðferði og undirliggjandi tilgangur.

Ræða Jóns Þórissonar á fundi Attac í Iðnó 28. júlí 2010

Ég er kominn hér sem talsmaður átaksins orkuauðlindir.is, en áskorun okkar Bjarkar Guðmundsdóttur og Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur til stjórnvalda um að stöðva söluna á HS Orku til Magma og til Alþingis um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindunum og nýtingu þeirra hefur nú verið undirrituð af nær 16.000 manns.

Velheppnaður Magma-fundur

Fundur Attac um Magma-málið þann 28. júlí tókst mjög vel og var fjölsóttur, þótt hann væri haldinn í miðjum sumarfríum. Í framhaldi af fundinum stóð Attac fyrir að safna undirskriftum undir áskorun orkuauðlinda um Magma málið á Gay Pride. Viðbrögð fólks voru mjög góð og mörg hundruð manns skrifuðu undir áskorunina.

Attac býður til borgarafundar um Magma og auðlyndamálin

Miðvikudaginn 28. júlí kl. 20:00 - 22:00 verður haldinn opinn borgarafundur í Iðnó. Fundarefni: Allar náttúruauðlindir Íslands eiga að vera í almannaeigu og allur arður af þeim á að ganga óskiptur til þjóðarinnar. Fundarstjóri: Benedikt Erlingsson, leikari. Frumælendur: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Attac-samtakanna Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti Björk Sigurgeirsdóttir, viðskiptafræðingur Jón Þórisson, arkitekt Gunnar Skúli Ármannsson, svæfingalæknir Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, Steingrími J.

Hugleiðingar vegna yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar.27 júlí 2010 vegna Magma málsins.

Flutt á borgarafundinum í Iðnó 28. júlí 2010

  1. Það væri áhugavert að vita hvers vegna íslenska ríkisstjórnin svaf yfir sig í Magma málinu.
  2. Jóhanna forsætisráðherra mun skipa hóp óháðra sérfræðinga sem mun ákvarða lögmæti sölunnar á HS orku til Magma. Þess vegna spyrjum við borgararnir á þessum fundi, ráðherrana á þessum fundi, hvort salan á HS orku muni verða að raunveruleika ef fyrrnefnd nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að salan sé lögleg. Enn fremur, er það mat ríkisstjórnarinnar að hin lagalega óvissa sé það eina sem standi í vegi fyrir því að Magma eignist HS orku? Ef framkvæmdavaldið gat á sínum tíma munstrað alla þjóðina í stríð gegn Saddam Hussein, getur þá ekki sama framkvæmdavald rústað einum pappírspésa? Er ríkisstjórnin viljug til þess að taka af skarið eða er útspilið í gær málamyndagjörningur?

Fimm punktar Elvíru Mendes á Magma-fundi

1. My opinion on the Magma case is a view from European Law rather than a view from Icelandic law. These are different perspectives that need to be put together. But in EU/EEA legal order national law must be interpreted in accordance with European law.

2. We need a new energy and resources policy in Iceland base don a strong sustainable development approach.

3. European law is neutral regarding ownership of natural resources and property rights.

Attac samtökin á Íslandi boða til opins borgarafundar um Magma-málið

Attac samtökin á Íslandi boða til opins borgarafundar um Magma-málið. Fundurinn verður haldinn í Iðnó og hefst kl. 20.00 miðvikudagskvöldið 28. júlí. Á fundinum verða framsögumenn og sérfræðingar í pallborði. Ráðherrar sem málið varðar verða einnig boðaðir á fundinn. Allir þeir sem láta sig málið varða eru á Facebook síðu hvattir til að koma á fundinn með fyrirspurnir og athugasemdir.

Syndicate content