AGS, Ályktanir, Alþjóðamál, Andófshreyfingar, Attac, Auðlindir, Evrópusambandið, Ísland, Fundir, Menning, Sagan, Ræður

Brennuvargarnir fagna eldvarnaráætlun evrusvæðisins.

3699962445_1505f8deda_m.jpg

Leiðtogafundur evrusvæðisins í Brussel 21. júlí kom sér saman um enn eina "björgunaráætlun" fyrir Grikkland. Til viðbótar því að veita Grikkjum nýtt skammtímalán felur þessi nýja áætlun í sér mikilvæga nýjung: hægt verður að leyfa Stöðuleikasjóði Evrópu (Fonds européen de stabilité financière)að kaupa grísk, írsk og portúgölsk skuldabréf á eftirmarkaði. Bókstaflega þýðir þetta að ríkin og, þar af leiðandi, evrópskir skattborgarar muni geta losað banka og fjárfestingarsjóði við þessi "rotnu" verðbréf þegar skuldug ríkin stefna í greiðslufall.

Guðmundur Páll Ólafsson - Opið bréf til iðnaðarráðherra

Guðmundur Páll Ólafsson

Ágæta Katrín

Gamansemi er mér síst í huga þegar ég sest niður til að senda þér nokkar línur er varða Rammaáætlun, stefnu í orkunýtingu og nýjustu útgáfu þína af skipan nefndar sem má ekki kalla nefnd – þar sem fulltrúum náttúruverndarfélaga á Íslandi hefur verið úthýst. Í útvarpsfréttum 24. júní sagðir þú náttúruverndina „misskilja“ málið og gafst skýringar sem duga lítt til að draga úr áhyggjum um alvarlega aðför að íslenskri náttúru hvað þá til að efla traust á stjónvöldum og stjórnmálamönnum.

Inside Job sýnd í Bíó Paradís 10. júní 2011

Attac, Hreyfingin og Gagnauga.is sýna heimildarmyndina Inside Job í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, föstudagskvöldið 10. júní 2011 kl. 20.00

Efni: Inside Job fjallar á ítarlegan hátt um efnahagshrunið árið 2008, sem kostaði meira en 20 trilljónir Bandaríkjadala og olli því að milljónir manna misstu vinnuna og heimili sín í verstu niðursveiflu í efnahagskerfi heimsins síðan kreppan mikla reið yfir á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er byggð á ítarlegum rannsóknum og viðtölum við aðila úr lykilstöðum í fjármálalífi, stjórnmálalífi, fjölmiðlum og háskólum heimsins. Hún var tekin upp á Íslandi, í Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi, Singapúr og Kína.

Umsögn: Inside Job er einhver umtalaðasta mynd síðasta árs og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Meðal þess sem sérstaklega er tekið fyrir í myndinni er íslenska efnahagshrunið. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin á dögunum sem heimildamynd ársins.

Hin nýja leið Evrópu til ánauðar

Goldmann Sucks.jpg

Skömmu eftir að Sósíalistaflokkurinn vann kosningar á landsvísu í Grikklandi haustið 2009 varð ljóst að fjármál ríkisins voru í upplausn. Í maí 2010 tók Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, forystuna í að safna saman €120 milljörðum frá evrópskum ríkisstjórnum til að niðurgreiða óframsækið skattkerfi Grikkja sem hafði steypt ríkisstjórninni í skuld - og sem Wall Street hafði aðstoðað við að leyna með Enronískum bókhaldsbrellum.

Við þurfum að færa auðinn í okkar hendur!

Solla 29 maí Andres Zoran Ivanovic cut.jpg

Kæru félagar, ég ætla bara að tala örstutt:

Í frábærri ræðu sem Michael Moore flutti 5. mars í Wisconsin, þegar verkalýðsátökin þar voru í hámarki og tugir þúsunda umkringdu og gerðu innrás í þinghús ríkisins, sagði hann: Ameríka er ekki gjaldþrota. Ameríka er á kafi í auði -awash in wealth- . Hann er bara í höndunum á örfáum mönnum. Ekki í ykkar höndum!

Declaración de apoyo de ATTAC Islandia

spanish-revolution-05.jpg

ATTAC Islandia acoge con alegría las protestas en Madrid y otras ciudades de España y envía su apoyo de corazón. Nos gustaría felicitar a la gente de España por sus intensas y amplias protestas. Miles de personas han tomado las calles, ocupando plazas, levantando campamentos e ignorando las órdenes antidemocráticas de la policía y jueces para cesar sus acciones. La gente de España ha tomado ahora el liderazgo en la lucha global contra los recortes de bienestar, servicios sociales y otros servicios comunitarios.

Spain: Declaration of support from Attac Iceland.

democraciarealya01.jpg

Attac Iceland welcomes the protests in Madrid and other cities in Spain and sends its wholehearted support. We wish to congratulate the people of Spain on their powerful and widespread protests. Thousands of people have taken to the streets, occupying town squares, erecting tent cities and ignoring the anti-democratic orders of police and courts to cease their actions. The people of Spain have now taken the lead in the global fight against cuts in welfare, social services and other community services.

Yfirlýsing Íslandsdeildar Attac vegna mótmælanna á Spáni.

democraciarealya01.jpg

Attac á Íslandi fagnar mótmælunum í Madríd og mörgum öðrum borgum Spánar og styður þau heilshugar. Við óskum Spánverjum til hamingju með að svo öflug og víðtæk mótmæli skuli hafin. Þúsundir manna hafa farið út á götur, hertekið torg, reist tjaldbúðir og hundsað andlýðræðislegar fyrirskipanir lögreglu og dómsstóla um að láta af aðgerðum. Spánverjar hafa nú tekið forystu í hinni alþjóðlegu baráttu gegn niðurskurði í velferð, félagsþjónustu og annarri samfélagsþjónustu.

Málfrelsið er til þess að vernda óvinsæla tjáningu

níumenningar.jpg

Takk fyrir að bjóða mér að vera með.

Ég ætla að velta aðeins fyrir mér málfrelsinu að því leyti sem það tengist máli nímenninganna og atburðunum 8. desember 2008 - en fyrst langar mig til að útskýra hvað það er sem ég á við með málfrelsi.

Málþing 3. maí: Guli borðinn - rétturinn til að mótmæla

Unesco

Þing í máli og myndum á alþjóðadegi tjáningarfrelsis 3. maí

Þriðjudaginn 3. maí næstkomandi mun landsnefnd Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í samráði við Blaðamannafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands standa fyrir málþinginginu:

Guli borðinn - rétturinn til að mótmæla

Málþingið verður haldið í Bíó Paradís við Hverfisgötu og stendur frá 14-17.

Landskunnir einstaklingar munu flytja framsögu eða taka þátt í pallborði á ráðstefnunni.

Syndicate content