AGS

Ömmur ættu allsekki og aldrei að borða hafragraut í öll mál!

Sólveig-Jónsdóttir-flytur-ræðu-sína-24.04.20103 cut.jpg

Kæru félagar!

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði lokið sér af í suð-austur Asíu í kjölfar fjármálakreppunar þar, stóð vart steinn yfir steini. Tugir miljóna voru án atvinnu, barnavændi hafði aukist gríðarlega, og blessuð millistéttin, sem flestir þrá að tilheyra hafði nær þurkast út. Sumir töluðu um skipulagða eymd, planned misery.

En það veltust ekki allir um í eymd, öðru nær. Stóru fjárfestingarbankarnir, og fjölþjóðleg fyrirtæki voru á risaútsölumarkaði. Okkar gömlu vinir Donald Rumsfeld og Dick Cheney, voru á meðal þeirra sem græddu og grilluðu.

Ákæruvaldið gegn skrílnum

Þann 8. desember 2008 hugðust þrjátíu manns fara á palla Alþingis þar sem fram fór þingfundur. Án þess að útskýra mál sitt hindruðu þingverðir för fólksins og héldu því föstu í stigaganginum, sem leiðir upp á pallana. Tveir einstaklingar komust þó framhjá, fóru alla leið og hrópuðu á þingheim að „drulla sér út“ úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Fyrir vikið dró starfandi lögreglumaður Alþingis fólkið út af pöllunum og fleygði því niður stigann. Fljótt fylltist húsið af lögreglumönnum og á endanum voru sjö einstaklingar handteknir; einhverjir inni en aðrir fyrir utan. Dómsmál gegn níu af þeim þrjátíu sem inn í húsið fóru var fyrst þingfest 21. janúar, svo dregið til baka, en þingfest á ný hinn 11. mars. Málaferlin halda áfram í héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl og mun það svo standa yfir næstu vikur eða mánuði. Öll níu eiga yfir höfði sér eins til sextán ára fangelsisvist, verði þau fundin sek fyrir brot á 100. grein almennra hegningarlaga. Þessi grein er skrifuð af þremur hinna ákærðu.

Skýrsla frá fundi andófsafla með AGS

Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4. desember 2009.

Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.

AGS: Risinn upp frá dauðum

Kreppan hefur leikið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Fyrir réttu ári síðan var hann stofnun í gjörgæslu. Fæst þróunarlöndin virtu hann viðlits. Skopast var að getuleysi hans við að sjá fyrir kreppurnar í nýmarkaðslöndunum og svörum hans við þessum kreppum sem oftast juku á vandann. Hann var jafnvel kallaður inn á teppið af eftirlitsaðilum vegna lélegrar stýringar á sínum eigin sjóðum!

AGS harðlega gagnrýnt fyrir kreppudýpkandi aðgerðir

AGSAGSNý skýrsla segir að ráðstafanir AGS hafi falið í sér aðgerðir sem gætu gert kreppuna verri í 31 af 41 landi sem kannað var.

Skjal frá Center for Economic and Policy Research (Miðstöð fyrir rannsóknir á efnahags- og stjórnmálum) í Washington leiðir í ljós að 31 af 41 landi sem AGS hefur haft afskipti af hefur verið þvingað til að beita kreppudýpkandi („pro-cyclical“) hagstjórnaraðgerðum. Slíkar aðgerðir hafa þau áhrif í núverandi kreppu að auka á dýpt kreppunnar og gera hana verri. Þær aðgerðir sem fjallað er um í skjalinu og teljast kreppudýpkandi eru annað hvort kreppudýpkandi fjármála- eða gjaldeyrisaðgerðir (aðallega vaxtaákvarðanir og ákvarðanir um gengi gjaldmiðla).

„Meir en áratug eftir að efnahagskreppan í Asíu beindi athyglinni að meiriháttar mistökum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er AGS enn að gera svipuð mistök í mörgum löndum, sagði forstjóri CEPR og aðalhöfundur skýrslunnar, hagfræðingurinn Mark Weisbrot. AGS styður fjárhagslegar örvunaraðgerðir og þensluvaldandi aðgerðir í ríku löndunum, en hefur allt aðra afstöðu til landa þar sem íbúar hafa lágar tekjur eða meðaltekjur.

Um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og íslensk stjórnvöld

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er þekktur fyrir harkalegt framferði í efnahagsmálum. Fái hann tækifæri til þess að stýra opinberum fjárstraumum ríkja beitir hann aðferðum sem leiða til niðurskurðar í velferðarkerfi, einkavæðingu opinberrar þjónustu og annars slíks. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart – ráðleggingar sjóðsins, jafnvel til vestrænna ríkja, ganga á hverju ári út á það að skera þurfi niður í opinberum rekstri og einkavæða banka, fjölmiðla, heilbrigðiskerfi og menntakerfi, eða það af þessum fyrirbærum sem enn kynni að vera í eigu ríkisins.

Álitsgerð Third World Network um AGS og neyðarlánin

Vegna fjármálakreppunnar sem skall á í haust settu Sameinuðu þjóðirnar á fót sérfræðinganefnd undir forustu Joseph Stiglitz til að grafast fyrir um orsakir kreppunnar, áhrif hennar um heim allan, og koma með tillögur að aðgerðum til að koma í veg fyrir að álíka atburðir endurtaki sig og til að koma á ný á efnahagslegum stöðugleika. Eftirfarandi álitsgerð sendi Third World Network  nefndinni 11. mars 2009 og undirstrikar þar tvíeðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS): annars vegar hvetja opinberir talsmenn Sjóðsins lönd heims til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að örva efnahagslífið og svo þegar kreppuþjáð lönd leita ásjár hjá Sjóðnum er þeim beint inn á þveröfuga braut, braut samdráttar.

Fundur grasrótarinnar með AGS í Seðlabankanum 10. mars 2009

Fundinn sátu Árni Daníel Júlíusson og Eva Hauksdóttir af hálfu grasrótarinnar, Mark Flanagan og tveir aðrir fulltrúar af hálfu AGS og Lilja Alfreðsdóttir af hálfu Seðlabankans. Mark Flanagan hafði langmest orð fyrir AGS-nefndinni.

Það var Samstaða, bandalag grasrótarhópa sem bað um fundinn og undirbjó hann af hálfu grasrótarinnar.

Syndicate content