Ályktanir

Alþjóðavæðing á undanhaldi

Undanfarið ár hefur einkennst af undanhaldi alþjóðavæðingarinnar. Alþjóðasamningar eins og TTIP og TISA fjalla m.a. um auðveldari aðgang fjölþjóðafyrirtækja að vinnumarkaði einstakra þjóðríkja. Þeir voru í undirbúningi, en TTIP hefur nú verið lagður á hilluna. Það átti að vera samningur um „frjálsari“ viðskipti milli Evópusambandsríkja og Bandaríkjanna. Annar hliðstæður samningur milli Bandaríkjanna og Asíuríkja, TPP, er úr sögunni. Honum var sagt upp einhliða af hálfu Bandaríkjanna. Mikil leynd hefur ríkt um samningaviðræður um þessa samninga og lekar um efni þeirra verið fjöldamargir og vakið hörð viðbrögð almennings.

Ályktun Íslandsdeildar Attac um pólitísku kreppuna á Íslandi

Afhjúpanir fjölmiðla víðsvegar um heiminn á fjármálaspillingu hinnar alþjóðlegu auðstéttar hafa valdið uppnámi á Íslandi. Landið varð skyndilega að tákni fyrir skattaundanskot og spillingu stjórnmálamanna og auðmanna; jafnskyndilega varð að það á ný að tákni fyrir mótspyrnu almennings gegn yfirgangi fjármálavalds, nýfrjálshyggju og auðsöfnun hins allsráðandi ríka prósents. Hreyfingin frá 2008 og 2009 birtist á ný á Austurvelli og fékk kröfu sinni framgengt. Forsætisráðherra sagði af sér. Allt gerðist þetta með miklum hraða, ekki síst vegna markvissrar framsetningar RÚV á afhjúpuninni.

Yfirlýsing evrópsku Attac samtakanna í kjölfar grísku þingkosninganna.

Í dag er dagur samstöðu með Grikkjum í Evrópu. Því birtum við yfirlýsingu evrópsku Attac samtakanna til stuðnings Syriza.

Grikkir fagna sigriGrikkir fagna sigri

Ályktun stjórnar Attac-samtakanna á Íslandi um kosningarnar í Grikklandi 25. janúar 2015

Undanfarin fimm ár hafa Grikkir mátt þola einhverja verstu kreppu, hörmungar og harðindi sem dunið hafa yfir nokkurt Evrópuríki frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Almennt atvinnuleysi er nærri 30%, atvinnuleysi meðal ungs fólks ríflega 50%, efnahagslífið hefur dregist saman um 25% á fimm árum og hvergi sér til lands í þessum þjóðfélagslegu hamförum.

Gegn TISA og TTIP: Aðgerðadagur um alla Evrópu!

Stop TTIP CETA TISAStop TTIP CETA TISA

Í dag mun almenningur um alla Evrópu koma saman og mótmæla á margvíslegan hátt tveimur milliríkjasamningum sem nú eru í undirbúningi. Annarsvegar er um að ræða svokallaðan TISA samning, (Trade in Services Agreement), sem kveður á um "frjáls" þjónustuviðskipti, og hins vegar fríverslunarsamning á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, TTIP (Transatlantic Trade and Investment Partnership). Báðir samningarnir kveða á um svokölluð "frjáls" viðskipti og látið er sem þeir verði til mikilla hagsbóta fyrir íbúa þeirra landa sem samþykkja þá. Hið rétta er að þeir þjóna einvörðungu hagsmunum stórfyrirtækja, skerða réttindi launafólks og framselja vald til alþjóðlegra auðhringja um leið og þeir grafa undan lýðræðislegum möguleikum fólks til þess að hafa áhrif á eigin samfélög.

Fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar

barack_obama_-_lehman_brothers_577475 smækkuð.jpg

Nú þegar fimm ár eru liðin frá gjaldþroti Lehman Brothers og upphafi verstu fjármálakreppu í marga áratugi hefur Evrópusambandið ekki enn staðið við loforð um að herða regluverk um fjármálageiran.

Attac Iceland is greatly pleased with the results of the EFTA court concerning the Icesave dispute

Attac

Attac Iceland is greatly pleased with the results of the EFTA court concerning the Icesave dispute between Iceland on the one hand, and the European Union, United Kingdom and the Netherlands on the other. Already in 2009, there was widespread resistance in Iceland against the socialization of the losses of private banks. This resistance led to the two Icelandic national referendums on the Icesave agreements, which were both rejected.

Attac á Íslandi fagnar dómi EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu

Attac

Íslandsdeild Attac lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu EFTA-dómstólsins í deilumáli Íslendinga annars vegar og Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins hins vegar. Stefnubreyting alþjóðastofnana í þessu máli er fyrst og fremst til komin vegna einbeittrar og öflugrar fjöldabaráttu á Íslandi. Þegar sumarið 2009 vaknaði kröftug andspyrna gegn því að almenningur væri látinn greiða skuldir gjaldþrota einkabanka. Sú andspyrna leiddi til þess að Íslendingar fengu að greiða atkvæði um tvo samninga við Breta og Hollendinga um Icesave, og höfnuðu báðum.

14N - Yfirlýsing evrópsku Attacsamtakanna

14N.jpg

Evrópunet Attac-samtakanna styður Suður-evrópska allsherjarverkfallið, 14. nóvember.

Þann 14. nóvember, 2012, mun eiga sér stað sögulegt allsherjarverkfall í Suður-Evrópu - þ. á m. í Portúgal, Spáni, Grikklandi, Ítalíu, Möltu og Kýpur. Frá Evrópusambandi verkalýðsfélaga (ETUC) berst ákall um að morgundagurinn verði dagur aðgerða í Evrópu allri, í samtöðu með verkfallinu.

Andófshreyfingar í Evrópu mótmæla veitingu Friðarverðlauna Nóbels til ESB

Mótmælt í Barselóna 13. okt 2012

Ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar að veita Evrópusambandinu Friðarverðlaun Nóbels vekur furðu almennings í Suður Evrópu sem hefur að undanförnu mótmælt þeim árásum á lýðræði og frelsi sem "Stöðuleikasáttmáli" Evrópusambandsins felur í sér. Evrópusambandið hefur hvorki mætt milljónum atvinnuleysingja álfunnar með friði og sáttfýsi, né öllu því fólki sem hefur þurft að þola launalækkanir og niðurskurð á lífeyri eða þeirrar glötuðu kynslóðar ungs fólks sem horfir nú fram á mjög erfiða og ótrygga framtíð vegna efnahagsstefnu sambandsins.

Syndicate content