Ályktanir

Yfirlýsing Alþjóðaþings félagslegra fjöldahreyfinga, 12. Febrúar, 2011.

WSF Dakar logo.png

Við erum saman komin á World Social Forum í Dakar 2011 sem Alþjóðaþing félagslegra fjöldahreyfinga í þeim tilgangi að viðurkenna grundvallar framlag íbúa og þjóða Afríku til uppgangs og þróunar siðmenningarinnar. Allt mannkyn háir nú stórkostlega baráttu gegn drottnunartilburðum auðmagnsins sem felur sig bakvið óljós og innihaldslaus loforð um efnahagslegar framfarir og pólitískan stöðugleika.

Attac-samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð

Attac samtökin á Íslandi telja að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign og að nýting þeirra eigi að þjóna sjálfbærri uppbyggingu landsins eftir hrun bóluhagkerfisins.

Við teljum það vera grundvallaratriði að auðlindirnar og nýtingarréttur þeirra verði tekinn af markaði, en sé ekki fóður fyrir spákaupmenn af öllum toga, erlenda sem innlenda einkaaðila og lífeyrissjóði.

AGS frá Íslandi! Ályktun stjórnar Íslandsdeildar Attac

Reykjavík 10. október 2010

Stjórn Íslandsdeildar Attac fer fram á að ríkisstjórn Íslands slíti samstarfi við AGS og því verði hætt þann 30. nóvember 2010 eins og upphaflega stóð til. Í apríl á þessu ári var þetta samstarf framlengt þegjandi og hljóðalaust og án nokkurrar umræðu fram í ágúst á næsta ári. Það er lágmarkskrafa að fram fari opin, víðtæk og lýðræðisleg umræða um forsendur framlengingar á samstarfi við AGS.

Atburðir undanfarinna vikna sýna að afar brýnt er að binda endi á veru AGS hér á landi. AGS krefst þess að ríkisvaldið hætti að aðstoða fólk í gjaldþrotahættu og AGS krefst þess að ríkisvaldið rústi velferðarkerfinu með grimmdarlegum og glórulausum niðurskurði. Ríkisstjórnin ætlaði að hlýða, þar til þessum fyrirætlunum var mótmælt af viðeigandi hörku og fjölda. Vilji almennings er alveg skýr. Öllum er það nú ljóst að það var ekki og verður aldrei grundvöllur fyrir samstarfi við sjóðinn.

Nauðsynlegt er að endurskoða grundvöll að endurreisn bankanna um leið og AGS hverfur úr landi. Alræði fjármagnsmarkaðanna verður að afnema og altæk endurskoðun á grundvelli og markmiðum efnahags- og fjármálastefnunnar þarf að fara fram. Sú endurskoðun hafi að leiðarljósi að öll gögn og upplýsingar verði uppi á borðinu og víðtæk lýðræðisleg umræða fari fram um markmið íslenskrar efnahagsstefnu. Gervallt fjármagnskerfið verður að opna fyrir lýðræðislegu eftirliti á vegum almennings.

Stjórn Attac á Íslandi

Fyrirlestraröð Attac á Íslandi: Einkavæðing, markaðsvæðing, hnattvæðing.

Eftirfarandi fyrirlestrar hafa verið skipulagðir:

13. maí: Anna Karlsdóttir landfræðingur við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu „Fyrirtækjaræði og lögleysur félagslegrar ábyrgðar í samtímanum.“

27. maí: Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu "Hnattvæðingin og efnahagslegt öryggi Íslendinga.“ Í fyrirlestrinum ætla Guðmundur að fjalla um hugtakið efnahagslegt öryggi og skoða í sögulegu samhengi hvaða þættir hafa helst stuðlað að áhættu og óöryggi í íslensku efnahagslífi.

10. júní: Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur heldur fyrirlestur, efni nánar auglýst síðar.

24. júní: Viðar Þorsteinsson heimspekingur flytur fyrirlestur undir heitinu „Nýfrjálshyggjan er ekki til.“
Fyrirlestrarnir eru haldnir í ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu, Hringbraut 121 4. hæð og hefjast kl. 20.00

Fjárfestingasjóður í anda nýfrjálshyggju

Á stjórnarfundi Attac á Íslandi sem haldinn var 8. desember var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Attac á Íslandi lýsir furðu sinni á því hvernig Landssamtök lífeyrissjóða standa nú að stofnun fjárfestingarsjóðs og hyggjast ráðskast með 30 milljarða af sparifé landsmanna í áhættufjárfestingar í anda nýfrjálshyggju án þess að gegnsæi og upplýst samfélagsumræða sé um hvernig standa eigi að þeim fjárfestingum. Þá vekur furðu að í stjórn hins nýja fjárfestingarsjóðs lífeyrissjóðanna er valið fólk sem tengist hinum föllnu útrásarfyrirtækjum s.s. Guðfinna S. Bjarnadóttir sem bæði sat í stjórn Baugs og FL group.

Attac telur brýnt að endurreisa þau samfélög sem rústað hefur verið fyrir tilstilli óheftrar markaðshyggju. Til þess verður að setja bönd á fjármálastarfsemi, skattleggja hana í þágu félagslegs jafnréttis og setja verður samfélögum ný markmið í anda lýðræðis- og velferðarsamfélaga, þar sem manngildi og gegnsæi verði í hávegum höfð.

Ísland - tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar.

Ályktun frá stofnfundi Attac-samtakanna.

Í rúm tuttugu ár hefur Ísland verið tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar. Markmiðið var að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Útkoman varð fjármálahrun á heimsmælikvarða sem almenningur á nú að borga fyrir. Nýfrjálshyggjan hefur of lengi fengið að stunda tilraunir sínar, og tími er kominn til að leggja aðrar áherslur. Nú verður að endurreisa samfélög þau sem rústað hefur verið fyrir tilstilli óheftrar markaðshyggju. Setja verður bönd á fjármálastarfsemi, skattleggja hana í þágu félagslegs jafnréttis og setja samfélögum ný markmið í anda lýðræðis- og velferðarsamfélaga, þar sem manngildi og gegnsæi verði í hávegum höfð. Líkt og nýfrjálshyggjan var skipuleg framsókn peningaaflanna til að ná hugmyndalegum yfirráðum þarf almenningur nú að skipuleggja sig til að sækja fram til gagnsóknar í þágu réttláts samfélags.

Nýstofnuð Íslandsdeild Attac-samtakanna hyggst beita kröftum sínum í þessum anda. Mikið starf er framundan og Attac hvetur alla sem áhuga hafa að koma til starfa.

Stofnfundur Íslandsdeildar Attac-samtakanna

Norræn Attac-samtök: AGS frá Íslandi!

Yfirlýsing til 61. fundar Norræna ráðsins, Stokkhólmi 27.-29. okt. 2009.

Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Ísland þarfnast tvíhliða lánasamninga, án aðkomu AGS.

Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Hún hefur teygt anga sína um allan heim í krafti hnattvæðingar sinnar og hefur verið alls ráðandi það sem af er þessari
öld.  Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu og hagvöxtur hennar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008.

Íslandsdeild Attac hvetur stjórnvöld til að stíga frá skurðarbrettinu

Íslandseild Attac mótmælir því að íslensk stjórnvöld reki samdráttarstefnu í samráði við AGS sem muni dýpka kreppuna meira en nauðsyn krefur. Þetta er sama stefna og dýpkaði kreppuna í Austur-Asíu á sínum tíma. Í stað þess að reka ríkissjóð með halla til að vinna á móti samdrættinum er skorið niður. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að slæm staða sveitarfélaga geri að verkum að skera verði enn meira niður. Þetta er þvert á þær aðvaranir sem Sameinuðu þjóðirnar gefa. Nefnd á vegum allsherjarþings SÞ um kreppuráðstafanir varar við því að láta AGS ráða ferðinni. Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða.

Attac á Íslandi

Nú er lag: kveðjum hagkerfi spilavítisins!

Sameiginleg yfirlýsing Evrópudeilda Attac um fjármálakreppuna og lýðræðislega valkosti.

„Afvopnum markaðina!“

Við stofnun Attac 1998 reis þessi krafa með fjármálahrunið í Asíu að bakgrunni. Síðan þá höfum við upplifað fleiri kreppur af völdum fjármálamarkaðanna: í Rússlandi, Brasilíu, Tyrklandi, Argentínu, „nýja-hagkerfis“bólan sem sprakk 2001.

Í dag eru auðugu löndin stödd í miðju kreppu sem er sú alvarlegasta síðan Kreppan mikla 1929. Hrunið á Wall Street í september 2008 markar endalok tímaskeiðs: kerfi fjármagnskapítalismans, sem knúið var áfram af sókninni í hámarksgróða, hrundi. Það eyddi sjálfu sér með eigin mótsetningum. Og nú ná eftirköstin til raunhagkerfisins. Samdráttur er hafinn í Bandaríkjunum og Evrópusambandið fylgir fast á eftir. Að lokum mun heimshagkerfið allt líða fyrir afleiðingarnar.

Syndicate content