Ísland

Ályktun Íslandsdeildar Attac um pólitísku kreppuna á Íslandi

Afhjúpanir fjölmiðla víðsvegar um heiminn á fjármálaspillingu hinnar alþjóðlegu auðstéttar hafa valdið uppnámi á Íslandi. Landið varð skyndilega að tákni fyrir skattaundanskot og spillingu stjórnmálamanna og auðmanna; jafnskyndilega varð að það á ný að tákni fyrir mótspyrnu almennings gegn yfirgangi fjármálavalds, nýfrjálshyggju og auðsöfnun hins allsráðandi ríka prósents. Hreyfingin frá 2008 og 2009 birtist á ný á Austurvelli og fékk kröfu sinni framgengt. Forsætisráðherra sagði af sér. Allt gerðist þetta með miklum hraða, ekki síst vegna markvissrar framsetningar RÚV á afhjúpuninni.

Random bull og og hugsanir um uppreisn og óeirðir.

búsó fundur 1 (1).jpg

Ég ætla að segja fátt af viti, Árni Daníel sendi mér póst  fyrir nokkrum dögum og spurði hvað erindið mitt ætti að heita. Ég svaraði: Æ, það heitir bara random bull og og hugsanir um uppreisn og óeirðir akkúrat núna, þetta sagði ég auðvitað af því ég var ekkert búin að hugsa nema bull. Svo kom boð á póstlista Attac og í því stóð að ég ætlaði að halda lítinn fyrirlestur sem héti Random bull og og hugsanir um uppreisn og óeirðir.  Frábært, nú býst enginn við neinu af viti hugsaði ég og flýtti mér svo að hætta hugsa nokkurn skapaðan hlut.

Af hverju geta ríkisstjórnir ekki stjórnað?

Á hvaða tímabili lifum við? Við upphaf 20. aldar var oft sagt að við lifðum á krepputímum, á tímum styrjalda og byltinga. Við upphaf 21. aldarinnar vantar hvorki kreppur né styrjaldir, en byltingar með stóru bé-i láta á sér standa, að minnsta í þeim skilningi sem lagður var í þær fyrir hundrað árum síðan. Kerfið sem þá átti að hrynja er jafnvel sterkara nú en þá og þau öfl sem áður vildu brjóta það niður reyna nú að styrkja það. Hið gamla neitar að deyja. Hið nýja getur ekki fæðst. "Úr liði er öldin!" sagði Hamlet.

Hugleiðing í aðdraganda kosninga

Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur

Andstaða við einkavæðingu og fjármálavæðingu samfélagsins er gríðarleg. Nýjasta dæmið er könnun Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðings, sem fjallað var um í fréttum RÚV 25. apríl. "Þegar litið er á heildina þá kemur í ljós að um 82% telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin af hinu opinbera. Nú þegar spurt er um fjármögnun að þá vilja 94% hvorki meira né minna að hið opinbera verji meiru fé," segir Rúnar.

Nýlendan Ísland?

Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÁrni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÍ byrjun árs árið 2009, rétt eftir að mótmæli almennings höfðu fellt stjórn Geirs Haarde úr sessi, voru fimm greinar ritaðar um Ísland sem nýlendu í sögulegu samhengi. Þær voru ætlaðar til birtingar í Dagblaðinu Nei. en ekki varð af því að þær birtust þar af einhverjum orsökum, sem ég man ekki nú.

Greinarnar voru hugsaðar sem innlegg í umræðuna um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna út frá sjónarhóli sagnfræðinnar. Staða Íslands í samfélagi þjóðanna var þá ofarlega á baugi vegna hrunsins og þáttar alþjóðavæðingarinnar í henni. Var Ísland á leið í einhvers konar nýlendustöðu vegna hrunsins? Yrði Ísland skuldanýlenda alþjóðlega fjármálakerfisins? Íslenskur almenningur, ýmsir stjórnmálamenn - sérstaklega Ögmundur Jónasson, fylgismenn hans og fleiri - höfnuðu því á árunum 2009-2011 að svo yrði, með baráttunni gegn stefnu ríkisstjórnar Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu. Greinarnar voru skrifaðar áður en þetta kom á daginn, en þau viðhorf sem þar koma fram eru fullgild eftir sem áður.

Spurningar frá Portúgal

Eftir að hafa horft á myndirnar "Maybe I should have" og "God bless Iceland" vöknuðu ýmsar spurningar meðal portúgalskra áhorfenda sem þeir setja fram í eftirfarandi myndbandi.

Endilega svarið þessum spurningum og sendið okkur svör ykkar á attacis@gmail.com

Guðmundur Páll Ólafsson - Opið bréf til iðnaðarráðherra

Guðmundur Páll Ólafsson

Ágæta Katrín

Gamansemi er mér síst í huga þegar ég sest niður til að senda þér nokkar línur er varða Rammaáætlun, stefnu í orkunýtingu og nýjustu útgáfu þína af skipan nefndar sem má ekki kalla nefnd – þar sem fulltrúum náttúruverndarfélaga á Íslandi hefur verið úthýst. Í útvarpsfréttum 24. júní sagðir þú náttúruverndina „misskilja“ málið og gafst skýringar sem duga lítt til að draga úr áhyggjum um alvarlega aðför að íslenskri náttúru hvað þá til að efla traust á stjónvöldum og stjórnmálamönnum.

IceSave er sköpunarverk fjármálafyrirtækja, aflandseyjarinnar City of London og ríkisvalds sem þjónar alþjóðaauðvaldinu.

Attac

Attac samtökin krefjast þess að forseti Íslands vísi Icesave samningnum til þjóðarinnar og tryggi með því lágmarkslýðræði.

Yfirstjórnendur Landsbankans gátu í mannfjandsamlegu kerfi fjármálaauðvalds og að áeggjan alþjóðlegra matsfyrirtækja opnað Icesave reikninga til að breikka fjármögnunargrundvöll sinn. Íslenskur almenningur hefur ekkert haft með málið að gera og ber enga ábyrgð á þessu sköpunarverki fjármálafyrirtækja, aflandseyjarinnar City of London og ríkisvalds sem þjónar alþjóðaauðvaldinu.

Fram og aftur blindgötuna

Einar Már GuðmundssonEinar Már GuðmundssonÞriðja plata Megasar heitir Fram og aftur blindgötuna. Nafn hennar gæti verið lýsing á ríkisstjórninni og ekki bara þessari ríkisstjórn heldur mörgum öðrum ríkisstjórnum, en það merkilega við ríkisstjórnir er að þær rata oft ágætlega um eigin blindgötur. Stefnuleysið er stefna, afskiptaleysið afstaða. Það er til að mynda útbreiddur skilningur - eða eigum við að segja misskilningur - að hrunastjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafi sofið áverðinum. Þvert á móti, það var beinlínis stefna þeirrar stjórnar að ganga í svefni og skipta sér sem minnst af fjármálakerfi þjóðarinnar. Að því leyti var sú ríkisstjórn fullkomlega á vakt í svefni sínum. Ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur kennir sig við félagshyggju og norræna velferð, en hún er engu að síður ríkisstjórn fjármálafyrirtækjanna. Hún hlustar af mun meiri athygli á skilanefndir bankanna en fólkið í landinu og fjármálafyrirtækin eiga huga hennar og hjarta. Samt er þetta fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin. Hún var kosin sem slík í kjölfar mestu uppþota sem orðið hafa í landinu. Því skyldi maður ætla að alvöruvinstristefnu hefði verið hrint í framkvæmd. Að tekið yrði á auðkýfingunum, eignarhaldsfélögunum, spillingunni, auðlindamálunum og lýðræðinu, sem og hinum almenna forsendubresti í lána- og fjármálakerfinu. Til þessa hafði ríkisstjórnin umboð kjósenda.

Syndicate content