Fundir

"Verulega nytsamleg þekking": Marxismi, fjöldahreyfingar og samskipti aðgerðasinna og fræðimanna.

Sociology - Laurence Cox 200x112.jpg

Íslandsdeild Attac, Reykjavíkurakademían og Róttæki sumarháskólinn halda opinn fund með félagsfræðingnum Dr. Laurence Cox laugardaginn 21. mars kl 14 í fundarsal Reykjavíkurakademíunnar, Þórunnartúni 2, 4. hæð. Umræðuefnið verður Marxismi, fjöldahreyfingar og samskipti aðgerðasinna og fræðimanna.

Frá því um aldamót, og sérstaklega síðan fjármálakreppan hófst, hefur fjöldabarátta náð sér verulega á strik um allt norðurhvel jarðar, og á sama tíma hafa miklar hræringar á sviði stjórnmála endurnýjað valdakerfi Suður Ameríku. Einnig hafa orðið uppreisnir í Miðausturlöndum og annars staðar. Um leið hafa fræðilegar rannsóknir á fjölda- eða félagshreyfingum farið vaxandi, en alltof oft er verið að tala um hreyfingar frekar en við þær. Því gleymist of auðveldlega hversu fræðin hafa þegið mikla þekkingu frá reynslu fjöldahreyfinga á jafn ólíkum sviðum og marxisma, femínisma, vistfræði, gagnrýnum fræðum á sviði kynþátta og þjóðflokka, félagssögu og munnlegri sögu, sögu homma og lesbía, hinseginfræðum o.s.frv.

Ávarp flutt 8. mars í Iðnó

Feminismi gegn fasisma

Kæru félagar,

til hamingju með daginn og takk fyrir að bjóða mér.

Ég ákvað að mæta hingað sem fulltrúi hins femíníska próletaríats. Ég er alls ekki lömpen, eða tötrahypja eins og það heitir á íslensku, heldur afskaplega stéttvís kona. Ég hef alltaf verið femínisti. Mínar fyrstu femínísku minningar eru hápólitískar auðvitað, snúast um Kvennaframboðið, svuntu og ásakanir um áróðursbrögð frá pabba vinkonu minnar. Góð saga, ég skal einhverntíman segja ykkur hana.

FREDSPRISINITIATIVET 2012 - Fréttatilkynning

Mótmælum friðarverðlaunum Nóbels 2012Mótmælum friðarverðlaunum Nóbels 2012

Friðarverðlaun Nóbels árið 2012 eru veitt Evrópusambandinu. Á undaförnum árum hefur mikilvægur þáttur í starfi Evrópusambandsins verið hernaðar og vígvæðing. Aðildarríki ESB flytja út þriðjung allra vopna sem framleidd eru, eru í öðru sæti yfir útgjöld til hernaðarmála og tekjur sumra vopnaframleiðanda sambandsins eru hærri en fjárlög þróunarríkja.

Skýrsla stjórnar Attac

RTEmagicC_Kanzleramt_01.jpg.jpg

Skýrsla stjórnar Attac, flutt á aðalfundi Íslandsdeildar samtakanna, þann 26. nóvember, 2011.

Kæru fundargestir, velkomin.

Síðasti aðalfundur Attac var haldinn 14. nóvember, fyrir rúmu ári, í Reykjavíkurakademíunni.

Þá var fyrsta stjórn samtakanna endurkjörin, í henni sátu: Gunnar Skúli Ármannsson, Árni Daníel Júlíusson, Bjarni Guðbjörnsson, Einar Már Guðmundsson, Salvör Gissurardóttir, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir.

Tilkynning frá 15. októberhreyfingunni

15.okt_.jpg

Mótmæli gegn fjármálaveldi og alvöru lýðræðis krafist í 662 borgum í 79 löndum.

Laugardaginn 15. október kl. 15 er boðað til aðgerða, Tökum torgin, hér í Reykjavík. Ætlunin er að koma saman á Lækjartorgi og láta í ljós andstöðu við fjármálavaldið og krefjast alvöru lýðræðis, eins og gert verður um allan heim þennan dag. Samskonar aðgerðir hafa verið boðaðar í 662 borgum í 79 löndum um allan heim. Hér á eftir fylgir í íslenskri þýðingu ákall þeirrar alheimssamstöðu sem myndast hefur á örskömmum tíma gegn fjármálavaldinu og fyrir alvöru lýðræði.

Önnur veröld er möguleg - Enginn er ólöglegur

Dagskrá Attac á Íslandi og No Borders Reykjavík við Hegningarhúsið á Menningarnótt:

                    13.00 Dean Ferrell kontrabassaleikari

                    13.15 Kári Páll ÓskarssonÖnnur veröld er mögulegÖnnur veröld er möguleg

                    13.30 Ellen og KK

                    13.45 Bergþóra Snæbjörnsdóttir

                    14.00 Dúetinn Pikknikk

                    14.15 Elín Ey og Beta spila og syngja

                    14.30 Bíbí og Dísa spila blús

                    14.45 Ingólfur Gíslason les ljóð

Inside Job sýnd í Bíó Paradís 10. júní 2011

Attac, Hreyfingin og Gagnauga.is sýna heimildarmyndina Inside Job í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, föstudagskvöldið 10. júní 2011 kl. 20.00

Efni: Inside Job fjallar á ítarlegan hátt um efnahagshrunið árið 2008, sem kostaði meira en 20 trilljónir Bandaríkjadala og olli því að milljónir manna misstu vinnuna og heimili sín í verstu niðursveiflu í efnahagskerfi heimsins síðan kreppan mikla reið yfir á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er byggð á ítarlegum rannsóknum og viðtölum við aðila úr lykilstöðum í fjármálalífi, stjórnmálalífi, fjölmiðlum og háskólum heimsins. Hún var tekin upp á Íslandi, í Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi, Singapúr og Kína.

Umsögn: Inside Job er einhver umtalaðasta mynd síðasta árs og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Meðal þess sem sérstaklega er tekið fyrir í myndinni er íslenska efnahagshrunið. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin á dögunum sem heimildamynd ársins.

Málþing 3. maí: Guli borðinn - rétturinn til að mótmæla

Unesco

Þing í máli og myndum á alþjóðadegi tjáningarfrelsis 3. maí

Þriðjudaginn 3. maí næstkomandi mun landsnefnd Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í samráði við Blaðamannafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands standa fyrir málþinginginu:

Guli borðinn - rétturinn til að mótmæla

Málþingið verður haldið í Bíó Paradís við Hverfisgötu og stendur frá 14-17.

Landskunnir einstaklingar munu flytja framsögu eða taka þátt í pallborði á ráðstefnunni.

Debt and Austerity: From the Global South to Europe

akropoli3.jpg

The Greek Initiative for a Debt Audit, the European Network on Debt and Development (Eurodad), the Committee for the Abolition of Third World Debt (CADTM), the Bretton Woods Project UK, Research Money and Finance, Debt and Development Coalition Ireland, Afri Action from Ireland, Jubilee Debt Campaign UK, the Observatorio de la Deuda en la Globalización Spain invite you to

Debt and Austerity: From the Global South to Europe

Global Gathering in Athens, Greece

6th-8th May 2011

Athens Law School, Auditorium 1

Address: Sina 3 and Massalias, Athens

As debt and austerity create inequality and poverty within Europe, this event will work toward developing a common understanding of the financial crisis among trade unions, social movements and NGOs, as well as focusing on forming coherent plans for common activities and demands for economic justice. The meeting will also formerly support the launch of the call for a debt audit commission in Greece.

Gegn stríði – útifundur á Lækjartorgi.

Fimmtudaginn 14. apríl klukkan 17:00 verður útifundur á Lækjartorgi. Látum í ljós óánægju okkar! Sökum aðildar Íslands að NATO erum við nú, á vormánuðum árið 2011, þáttakendur í þremur stríðum.

Á þessu ári á nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar að skila niðurstöðum um aðdraganda stuðnings Íslands við innrásina í Írak. Krafist er afléttingar leyndar skjala sem leiddu til stuðnings okkar við stríðið og að þau verði gerð opinber. Krafa okkar fyrir þetta stríð er engu minni: Við krefjumst þess að öll gögn sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis höfðu aðgang að og byggðu stuðning sinn við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á, verði þegar í stað gerð opinber.

Geðþóttaákvarðanir stjórnvalda eru brot á mannréttindum og því er áríðandi að almenningur geti lagt sjálfstætt mat á það hvort að nú líkt og áður hafi kjörnir fulltrúar byggt ákvörðun sína um stuðning við loftárásir á einkahagsmunum.

Mælendur verða:

Lárus Páll Birgisson

Sólveig Anna Jónsdóttir

Kristín Ómarsdóttir

María S. Gunnarsdóttir

Hvar: Lækjartorg

Hvenær: fimmtudaginn 14.apríl

Klukkan hvað: kl. 17:00

Syndicate content