Fundir

Grikkir allra landa sameinist! - Mótmæli til stuðnings Grikkjum verða þann 5. maí kl. 16:00 á Arnarhóli

Svokölluð aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við Grikkland er stórkostleg aðför að réttindum verkafólks. Stórfelldar launalækkarnir, uppsagnir opinberra starfsmanna, skerðing lífeyrisréttinda, niðurskurður opinberra útgjalda og þyngri skattbyrgðar á hina lægst launuðu er meðal þess sem fyrirhugað er. Afleiðingin er ógnvænleg lífskjaraskerðing almennings. Á meðan grískir auðmenn koma eigum sínum í skjól, situr almenningur í súpunni. Engar tillögur hafa verið settar fram af AGS eða ESB um hvernig hægt er að draga úr alvarlegri misskiptingu tekna og auðs.

Einkavæðing, markaðsvæðing, hnattvæðing

Fyrirlestraröð Attac á Íslandi: Einkavæðing, markaðsvæðing, hnattvæðing.

Fréttatilkynning frá grasrótinni

Nú hafa nokkrir grasrótarhópar ákveðið að standa fyrir kröfugöngu frá Hlemmi laugardaginn 6. mars kl 14. Gengið verður niður Laugarveginn og að lokinni göngu verður haldinn útifundur á Austurvelli kl. 15.

Ræðumenn verða Andrés Magnússon læknir og Júlíus Valdimarsson húmanisti.
Áfundinum verður Alþingi götunnar stofnað. Magnús Þór Sigmundsson mun syngja.

Hljómsveitin Stjörnuryk mun flytja lag.

Helstu áhersluatriði Alþingis götunnar eru:

Noregsferð og Tax Justice Network

Til allra félaga í Attac samtökunum á Íslandi!

Miðvikudaginn 17. febrúar nk.verður haldinn félagsfundur hjá Attac-samtökunum á Íslandi.
Fundurinn verður haldinn í JL-húsinu, sal hjá Reykjavíkur Akademíunni við hringbraut- 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 20.00. Allir eru velkomnir.

Dagskrá fundarins:

20:00 Einar Már og Gunnar Skúli segja frá Noergsför þeirra á vegum Attac í Noregi og svara síðan fyrirspurnum frá fundargestum.

John Christensen frá Tax Justice Network væntanlegur til Íslands

Tax Justice Network (Samtök um réttláta skatta) er hópur fræðimanna og aðgerðasinna sem vinnur að rannsóknum á skattkerfum og að því að benda á misfellur svo sem skattsvik, skattaskjól og alþjóðleg undirboð skatta, oft af hálfu smáríkja. Slík fyrirbæri spilla að áliti samtakanna tilraunum þjóðríkja til að skattleggja þegna sína með réttlátum hætti. Þau valda líka truflunum á markaðshagkerfinu með því að umbuna fjármálastarfsemi óábyrgra fjárfesta og með því að beina fjárfestingum á vafasamar brautir.

Veröldin vill samning sem heldur

Þriðjudaginn 15. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík.

Kynningarfundur um Attac

Fimmtudaginn 2. júlí kl. 20.00 verður í JL-húsinu, Hringbraut 121, húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar, haldinn kynningar- og umræðufundur. Kynnt verða Attac-samtökin, og verða fulltrúar frá Noregsdeild þeirra samtaka með framsögu um Attac og starf samtakanna. Attac eru alþjóðasamtök með deildir í um 50 löndum. Þau hafa það að markmiði að berjast gegn nýfrjálshyggju og hnattvæðingu í nafni hennar, en eru fylgjandi hnattvæðingu að öðru leyti. Attac lítur á það sem eitt meginverkefni sitt að fylgjast með alþjóðastofnunum nýfrjálshyggjunnar eins og AGS.

Syndicate content