Ræður

Gamanleikararnir taka völdin

Þegar leikarar byrja að leika stjórnmálamenn breytast stjórnmálamenn ekki sjálfkrafa í leikara, heldur kemur í ljós að þeir eru líka leikarar. Hlutverkið er bara svo samgróið persónum þeirra að leikurinn er þeim fúlasta alvara. Raunveruleikinn er þeirra svið, og þar ganga þeir um með vald sitt, þó auðvitað sé búningahönnun í gangi, ímyndarvinna og spuni ...

Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010.

Þann 8. desember 2008 ætlaði ég ásamt öðrum svokölluðum hettuklæddum ungmennum að komast á almenningspalla Alþingishússins. Svo fór að aðeins tvö okkar komust alla leið, og tilkynntu þingheimi: Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.

Ræða Sólveigar Jónsdóttur formanns Attac á Íslandi á samstöðufundi með Grikklandi á Arnarhóli 5. maí 2010l

Sólveig flytur ræðu sína á Grikklands-fundinumSólveig flytur ræðu sína á Grikklands-fundinumKæru félagar.

Síðustu helgi sá ég á Al Jazera sjónvarpsstöðinni viðtalsbrot við gríska kennslukonu. Hún sagði : Við eigum ekkert val. Við verðum að fara út á göturnar og mótmæla, til þess að reyna að vernda öll okkar réttindi, og störf.

Þetta var lagleg kona, svarthærð, hefðbundin í útliti, á milli þrítugs og fertugs.

Til hinna óbornu. Ræða Einars Más Guðmundsson á Austurvelli 1. maí 2010

Kæru félagar!

...

Í dag hef ég kannað hin sannfróðu svið

og séð hina stóru og fáu.

En hvar eru hinir sem lögðu þeim lið?

Hvar leynast þeir mörgu og smáu?

Hví neitarðu, Saga, að sýna mér allt?

Ég sakna þess barnslega og hlýja,

sem móðurlaust ók upp í síðkvöldið svalt

á silfurreið mánans - til skýja.

Þá sjónir mér lokast að liðinni öld,

ég legg frá mér bókina góðu.

Nú geng með ljós yfir landið í kvöld

og leita að gröfunum hljóðu,

er aðeins í hillingum hjartnanna sjást

og hníga að takmarki einu:

að geyma í mold sinni alla þá ást,

sem aldrei var getið að neinu.

Ömmur ættu allsekki og aldrei að borða hafragraut í öll mál!

Sólveig-Jónsdóttir-flytur-ræðu-sína-24.04.20103 cut.jpg

Kæru félagar!

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði lokið sér af í suð-austur Asíu í kjölfar fjármálakreppunar þar, stóð vart steinn yfir steini. Tugir miljóna voru án atvinnu, barnavændi hafði aukist gríðarlega, og blessuð millistéttin, sem flestir þrá að tilheyra hafði nær þurkast út. Sumir töluðu um skipulagða eymd, planned misery.

En það veltust ekki allir um í eymd, öðru nær. Stóru fjárfestingarbankarnir, og fjölþjóðleg fyrirtæki voru á risaútsölumarkaði. Okkar gömlu vinir Donald Rumsfeld og Dick Cheney, voru á meðal þeirra sem græddu og grilluðu.

Ræða á ráðstefnu ATTAC í Noregi í febrúar 2010

Ísland þar sem eru einungis 320 þúsund íbúar, sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrgði sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða.” Þessi staða minnir á orð skáldsins Sigfúsar Daðasonar í ljóði úr bókinni Hendur og orð frá árinu 1959, en þar segir: “Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra.”

Hin forherta heimska

Íbúar jarðar standa frammi fyrir þeirri ógn að loftslag jarðarinnar er að breytast og mun halda áfram að breytast og ef ekki verður gripið hressilega í taumana þá mun það valda meiri hörmungum en við höfum áður séð. Og höfum við þó séð ýmislegt. Fólk mun ekki bara missa vinnuna og kannski húsin sín, eins og við þekkjum úr okkar stundlegu kreppu, það mun missa sjálf heimkynnin. Kannski sökkva þau í sæ, kannski breytast þau í eyðimörk, kannski verða þau vígvöllur.

Ræða Einars Más Guðmundssonar á Austurvelli laugardaginn 5. des. 2009

Góðir fundarmenn!

Ég ætla að rifja upp mannætubrandarann sem ég sagði í fyrra og sem skráður er í Hvítu bókina:

Það er til mannætubrandari sem er einhvern veginn svona: Mannæta flýgur á fyrsta farrými. Flugfreyja kemur með matseðil, skrautlegan með nokkrum valkostum. Mannætan er afar kurteis, einsog mannætur eru víst við fyrstu kynni. Mannætan rennir augunum yfir seðilinn og segir svo við flugfreyjuna: Ég sé ekkert bitastætt á matseðlinum. Vilduð þér vera svo vænar að færa mér farþegalistann?

Af hverju var ekki samvinnan af hinu góða? ... Og hjálpin!

"Kreppan sýnir okkur hvert hömlulaus viðskipti og máttur markaðarins leiðir okkar ... Um þetta snerist í raun nýliðin loftslagsráðstefna í Kaupmannahöfn eða um það átti hún að snúast .... þótt enginn nefndi það sínu rétta nafni ... Við þurfum að koma á lýðræðislegu eftirliti með mörkuðum og alþjóðlegri samvinnu í stað þeirrar stórskaðlegu samkeppni sem ríkt hefur ... Á næstu misserum ætlum við að fá stjórnmála og embættismenn sem segja: Samvinna er af hinu góða ... því sá dagur kemur að maður réttir manni hjálparhönd ... Þess vegna er Jesús, afmælisbarn morgundagsins, með okkur í baráttunni, hann sem ruddist inn í kauphöllina og sagði víxlurunum til syndanna .... og er bróðir allra þeirra sem þjást á jörðinni ... og við munum kalla hann til vitnis á meðan við færum heiminn í betra horf ..."

Þannig komst rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson m.a. að orði í jólaávarpi sínu sem hann flutti á Ingólfstorgi í lok hinnar árlegu friðargöngu á Þorláksmessu í desember 2009.

Syndicate content