AGS

AGS frá Íslandi! Ályktun stjórnar Íslandsdeildar Attac

Reykjavík 10. október 2010

Stjórn Íslandsdeildar Attac fer fram á að ríkisstjórn Íslands slíti samstarfi við AGS og því verði hætt þann 30. nóvember 2010 eins og upphaflega stóð til. Í apríl á þessu ári var þetta samstarf framlengt þegjandi og hljóðalaust og án nokkurrar umræðu fram í ágúst á næsta ári. Það er lágmarkskrafa að fram fari opin, víðtæk og lýðræðisleg umræða um forsendur framlengingar á samstarfi við AGS.

Atburðir undanfarinna vikna sýna að afar brýnt er að binda endi á veru AGS hér á landi. AGS krefst þess að ríkisvaldið hætti að aðstoða fólk í gjaldþrotahættu og AGS krefst þess að ríkisvaldið rústi velferðarkerfinu með grimmdarlegum og glórulausum niðurskurði. Ríkisstjórnin ætlaði að hlýða, þar til þessum fyrirætlunum var mótmælt af viðeigandi hörku og fjölda. Vilji almennings er alveg skýr. Öllum er það nú ljóst að það var ekki og verður aldrei grundvöllur fyrir samstarfi við sjóðinn.

Nauðsynlegt er að endurskoða grundvöll að endurreisn bankanna um leið og AGS hverfur úr landi. Alræði fjármagnsmarkaðanna verður að afnema og altæk endurskoðun á grundvelli og markmiðum efnahags- og fjármálastefnunnar þarf að fara fram. Sú endurskoðun hafi að leiðarljósi að öll gögn og upplýsingar verði uppi á borðinu og víðtæk lýðræðisleg umræða fari fram um markmið íslenskrar efnahagsstefnu. Gervallt fjármagnskerfið verður að opna fyrir lýðræðislegu eftirliti á vegum almennings.

Stjórn Attac á Íslandi

Guð hinnar ósýnilegu handar og brauðmolahagfræðinnar

traust efnahagsstjórn.jpg

Kæru félagar!

Fyrir tveimur árum bað Geir Haarde guð sinn að blessa Ísland. Það fylgdi ekki sögunni til hvaða guðs Geir var að biðla, en við getum gengið út frá því að það hafi verið sami guð og hann og allt hans fylgdarlið hafði tilbeðið síðustu tuttugu ár eða svo, sami guð og íslensk alþýða hafði verið beðin um að færa fórnir til í formi niðurskurðar á félagslegum bótum, heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfinu.

Fram og aftur blindgötuna

Einar Már GuðmundssonEinar Már GuðmundssonÞriðja plata Megasar heitir Fram og aftur blindgötuna. Nafn hennar gæti verið lýsing á ríkisstjórninni og ekki bara þessari ríkisstjórn heldur mörgum öðrum ríkisstjórnum, en það merkilega við ríkisstjórnir er að þær rata oft ágætlega um eigin blindgötur. Stefnuleysið er stefna, afskiptaleysið afstaða. Það er til að mynda útbreiddur skilningur - eða eigum við að segja misskilningur - að hrunastjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafi sofið áverðinum. Þvert á móti, það var beinlínis stefna þeirrar stjórnar að ganga í svefni og skipta sér sem minnst af fjármálakerfi þjóðarinnar. Að því leyti var sú ríkisstjórn fullkomlega á vakt í svefni sínum. Ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur kennir sig við félagshyggju og norræna velferð, en hún er engu að síður ríkisstjórn fjármálafyrirtækjanna. Hún hlustar af mun meiri athygli á skilanefndir bankanna en fólkið í landinu og fjármálafyrirtækin eiga huga hennar og hjarta. Samt er þetta fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin. Hún var kosin sem slík í kjölfar mestu uppþota sem orðið hafa í landinu. Því skyldi maður ætla að alvöruvinstristefnu hefði verið hrint í framkvæmd. Að tekið yrði á auðkýfingunum, eignarhaldsfélögunum, spillingunni, auðlindamálunum og lýðræðinu, sem og hinum almenna forsendubresti í lána- og fjármálakerfinu. Til þessa hafði ríkisstjórnin umboð kjósenda.

Jubilee Debt Campaign: Iceland voters should demand new debt system

Iceland voters should demand new debt system

Campaign group calls for arbitration over Icesave debts; new international system would help fight poverty

Jubilee Debt Campaign (1) has called for an arbitration system to be established to settle the Icesave debt row, as Iceland’s voters go to the polls on whether to accept British and Dutch repayment terms tomorrow (2). They believe a ‘no’ vote in Iceland should prompt a radical shake-up in the way international debt is handled, which would mean that debts are not used as an justification for creditors forcing unjust measures onto debtor countries.

Ræða á ráðstefnu ATTAC í Noregi í febrúar 2010

Ísland þar sem eru einungis 320 þúsund íbúar, sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrgði sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða.” Þessi staða minnir á orð skáldsins Sigfúsar Daðasonar í ljóði úr bókinni Hendur og orð frá árinu 1959, en þar segir: “Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra.”

Ísland, AGS og IceSave.

Skuldir Íslands í dag eru um 320% af VLF. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrir ári, þegar skuldirnar voru 240%, að það væri hámarkið. Núna höfum við farið lang um fram það í skuldum en samt heldur AGS því fram að við getum staðið í skilum. Reyndar bendir AGS á tvennt. Í fyrsta lagi verði Ísland að fylgja áætlun AGS fyrir Ísland mjög nákvæmlega. Hitt sem AGS tekur fram er að ef fleiri skuldir finnast eða gamlar skuldir aukast þá verði Ísland sennilega að selja einhverjar auðlindir sínar upp í skuldir.

Attac á Íslandi hittir fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló

Þann 4. febrúar n.k. munu þrír fulltrúar frá Attac-samtökunum á Íslandi, þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur og Gunnar Skúli Ármannsson læknir hitta fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló. Jafnframt munu sitja fundinn fulltrúar norsku Attac-samtakanna, en þau hafa skipulagt fundinn ásamt með íslensku deildinni. Yfirskrift fundarins er „Á AGS að fara frá Íslandi?“

Lettland í kreppu eftir að nýfrjálshyggjukerfi Thatchers hrynur

Heimskreppan í fjármálum og efnahagsmálum hefur lent harðar á litla Eystrasaltsríkinu Lettlandi en nokkru öðru landi nema ef til vill Íslandi. Landið gerði tilraun til að ganga inn í Myntbandalag Evrópu, og hluti af þeirri tilraun var að binda gengi gjaldmiðils landsins, Lats, við Evruna. Afleiðingarnar urðu þær að slæm staða varð mun verri en hefði annars verið. Þróun mála í Lettlandi mun hafa bein áhrif á örlög marga ríkja í austurhluta Evrópu. Hún markar dauða hinnar róttæku tilraunar með thatcherisma í Austur-Evrópu.

Norræn Attac-samtök: AGS frá Íslandi!

Yfirlýsing til 61. fundar Norræna ráðsins, Stokkhólmi 27.-29. okt. 2009.

Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Ísland þarfnast tvíhliða lánasamninga, án aðkomu AGS.

Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Hún hefur teygt anga sína um allan heim í krafti hnattvæðingar sinnar og hefur verið alls ráðandi það sem af er þessari
öld.  Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu og hagvöxtur hennar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008.

Tour de Finanskrise

Konsekvensene av IMFs politikk er synlige på Island, skiver Emilie Ekeberg leder i Attac,

Syndicate content