Attac á Íslandi

Declaración de apoyo de ATTAC Islandia

spanish-revolution-05.jpg

ATTAC Islandia acoge con alegría las protestas en Madrid y otras ciudades de España y envía su apoyo de corazón. Nos gustaría felicitar a la gente de España por sus intensas y amplias protestas. Miles de personas han tomado las calles, ocupando plazas, levantando campamentos e ignorando las órdenes antidemocráticas de la policía y jueces para cesar sus acciones. La gente de España ha tomado ahora el liderazgo en la lucha global contra los recortes de bienestar, servicios sociales y otros servicios comunitarios.

Spain: Declaration of support from Attac Iceland.

democraciarealya01.jpg

Attac Iceland welcomes the protests in Madrid and other cities in Spain and sends its wholehearted support. We wish to congratulate the people of Spain on their powerful and widespread protests. Thousands of people have taken to the streets, occupying town squares, erecting tent cities and ignoring the anti-democratic orders of police and courts to cease their actions. The people of Spain have now taken the lead in the global fight against cuts in welfare, social services and other community services.

Yfirlýsing Íslandsdeildar Attac vegna mótmælanna á Spáni.

democraciarealya01.jpg

Attac á Íslandi fagnar mótmælunum í Madríd og mörgum öðrum borgum Spánar og styður þau heilshugar. Við óskum Spánverjum til hamingju með að svo öflug og víðtæk mótmæli skuli hafin. Þúsundir manna hafa farið út á götur, hertekið torg, reist tjaldbúðir og hundsað andlýðræðislegar fyrirskipanir lögreglu og dómsstóla um að láta af aðgerðum. Spánverjar hafa nú tekið forystu í hinni alþjóðlegu baráttu gegn niðurskurði í velferð, félagsþjónustu og annarri samfélagsþjónustu.

Attac á Íslandi óskar þjóðinni til hamingju með þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave

Attac

Attac á Íslandi óskar þjóðinni til hamingju með þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave á morgun. Með því að krefjast þess að greidd verði atkvæði um Icesave hefur almenningur sent þau skilaboð bæði til stjórnvalda á Íslandi og til umheimsins að hann borgi ekki þegjandi og hljóðalaust skuldir einkabanka. Íslenska þjóðin hefur sýnt að hún samþykkir ekki umyrðalaust að stjórnvöld þjóðnýti tap fjárglæframanna og sendi almenningi rekninginn.

Opinn félagsfundur Attac

Attac heldur opinn félagsfund í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð,  sunnudaginn 27. mars kl. !6:00

Gestur fundarins verður Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og mun hún fjalla um "skuldsetningu ríkissjóðs". Að loknu erindi hennar verða umræður og Lilja svarar spurningum fundargesta.

Allir velkomnir.

Ályktun Íslandsdeildar Attac vegna loftárásanna á Líbíu.

Attac

Attac samtökin fordæma stuðning íslenskra yfirvalda og alþingismanna við loftárásir svokallaðs *alþjóðasamfélags*, undir forystu Bandaríkjamanna, Breta og Frakka.

Engin upplýst umræða fór fram í utanríkismálanefnd Alþingis í aðdraganda ákvörðunarinnar, og má furðu sæta að engin þingmaður hafi krafist þess að sjá þau gögn sem utanríkisráðherra og aðrir ráðherrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hljóta að hafa haft aðgang að og byggt ákvörðum sína um stuðning Íslands við aðgerð *Odyssey Dawn* á. Í nafni lýðræðis krefst stjórn Attac þess að gögn þessi verði gerð opinber fyrir allan almenning.

IceSave er sköpunarverk fjármálafyrirtækja, aflandseyjarinnar City of London og ríkisvalds sem þjónar alþjóðaauðvaldinu.

Attac

Attac samtökin krefjast þess að forseti Íslands vísi Icesave samningnum til þjóðarinnar og tryggi með því lágmarkslýðræði.

Yfirstjórnendur Landsbankans gátu í mannfjandsamlegu kerfi fjármálaauðvalds og að áeggjan alþjóðlegra matsfyrirtækja opnað Icesave reikninga til að breikka fjármögnunargrundvöll sinn. Íslenskur almenningur hefur ekkert haft með málið að gera og ber enga ábyrgð á þessu sköpunarverki fjármálafyrirtækja, aflandseyjarinnar City of London og ríkisvalds sem þjónar alþjóðaauðvaldinu.

Attac-samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð

Attac samtökin á Íslandi telja að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign og að nýting þeirra eigi að þjóna sjálfbærri uppbyggingu landsins eftir hrun bóluhagkerfisins.

Við teljum það vera grundvallaratriði að auðlindirnar og nýtingarréttur þeirra verði tekinn af markaði, en sé ekki fóður fyrir spákaupmenn af öllum toga, erlenda sem innlenda einkaaðila og lífeyrissjóði.

AGS frá Íslandi! Ályktun stjórnar Íslandsdeildar Attac

Reykjavík 10. október 2010

Stjórn Íslandsdeildar Attac fer fram á að ríkisstjórn Íslands slíti samstarfi við AGS og því verði hætt þann 30. nóvember 2010 eins og upphaflega stóð til. Í apríl á þessu ári var þetta samstarf framlengt þegjandi og hljóðalaust og án nokkurrar umræðu fram í ágúst á næsta ári. Það er lágmarkskrafa að fram fari opin, víðtæk og lýðræðisleg umræða um forsendur framlengingar á samstarfi við AGS.

Atburðir undanfarinna vikna sýna að afar brýnt er að binda endi á veru AGS hér á landi. AGS krefst þess að ríkisvaldið hætti að aðstoða fólk í gjaldþrotahættu og AGS krefst þess að ríkisvaldið rústi velferðarkerfinu með grimmdarlegum og glórulausum niðurskurði. Ríkisstjórnin ætlaði að hlýða, þar til þessum fyrirætlunum var mótmælt af viðeigandi hörku og fjölda. Vilji almennings er alveg skýr. Öllum er það nú ljóst að það var ekki og verður aldrei grundvöllur fyrir samstarfi við sjóðinn.

Nauðsynlegt er að endurskoða grundvöll að endurreisn bankanna um leið og AGS hverfur úr landi. Alræði fjármagnsmarkaðanna verður að afnema og altæk endurskoðun á grundvelli og markmiðum efnahags- og fjármálastefnunnar þarf að fara fram. Sú endurskoðun hafi að leiðarljósi að öll gögn og upplýsingar verði uppi á borðinu og víðtæk lýðræðisleg umræða fari fram um markmið íslenskrar efnahagsstefnu. Gervallt fjármagnskerfið verður að opna fyrir lýðræðislegu eftirliti á vegum almennings.

Stjórn Attac á Íslandi

Ísland er ekki til sölu! Dagskrá Attac á Íslandi á menningarnótt

Fundur Attac um Magma-málið þann 28. júlí tókst mjög vel og var fjölsóttur, þótt hann væri haldinn í miðjum sumarfríum. Ráðherrar skrópuðu reyndar, og heyrst hefur að það hafi verið af því að þeir þorðu ekki að mæta á fundinn. Í framhaldi af fundinum stóð Attac fyrir að safna undirskriftum undir áskorun orkuauðlinda um Magma málið á Gay Pride. Viðbrögð fólks voru mjög góð og mörg hundruð manns skrifuðu undir áskorunina.

Syndicate content