Attac á Íslandi

Ísland er ekki til sölu! Dagskrá Attac á Íslandi á menningarnótt

Dagskrá á menningarnóttDagskrá á menningarnótt

Attac samtökin á Íslandi boða til opins borgarafundar um Magma-málið

Attac samtökin á Íslandi boða til opins borgarafundar um Magma-málið. Fundurinn verður haldinn í Iðnó og hefst kl. 20.00 miðvikudagskvöldið 28. júlí. Á fundinum verða framsögumenn og sérfræðingar í pallborði. Ráðherrar sem málið varðar verða einnig boðaðir á fundinn. Allir þeir sem láta sig málið varða eru á Facebook síðu hvattir til að koma á fundinn með fyrirspurnir og athugasemdir.

Attac býður til borgarafundar um Magma og auðlyndamálin

Miðvikudaginn 28. júlí kl. 20:00 - 22:00 verður haldinn opinn borgarafundur í Iðnó. Fundarefni: Allar náttúruauðlindir Íslands eiga að vera í almannaeigu og allur arður af þeim á að ganga óskiptur til þjóðarinnar. Fundarstjóri: Benedikt Erlingsson, leikari. Frumælendur: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Attac-samtakanna Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti Björk Sigurgeirsdóttir, viðskiptafræðingur Jón Þórisson, arkitekt Gunnar Skúli Ármannsson, svæfingalæknir Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, Steingrími J.

Attac samtökin á Íslandi boða til opins borgarafundar um Magma-málið

Attac samtökin á Íslandi boða til opins borgarafundar um Magma-málið. Fundurinn verður haldinn í Iðnó og hefst kl. 20.00 miðvikudagskvöldið 28. júlí. Á fundinum verða framsögumenn og sérfræðingar í pallborði. Ráðherrar sem málið varðar verða einnig boðaðir á fundinn. Allir þeir sem láta sig málið varða eru á Facebook síðu hvattir til að koma á fundinn með fyrirspurnir og athugasemdir.

Grikkir allra landa sameinist! - Mótmæli til stuðnings Grikkjum verða þann 5. maí kl. 16:00 á Arnarhóli

Svokölluð aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við Grikkland er stórkostleg aðför að réttindum verkafólks. Stórfelldar launalækkarnir, uppsagnir opinberra starfsmanna, skerðing lífeyrisréttinda, niðurskurður opinberra útgjalda og þyngri skattbyrgðar á hina lægst launuðu er meðal þess sem fyrirhugað er. Afleiðingin er ógnvænleg lífskjaraskerðing almennings. Á meðan grískir auðmenn koma eigum sínum í skjól, situr almenningur í súpunni. Engar tillögur hafa verið settar fram af AGS eða ESB um hvernig hægt er að draga úr alvarlegri misskiptingu tekna og auðs.

Einkavæðing, markaðsvæðing, hnattvæðing

Fyrirlestraröð Attac á Íslandi: Einkavæðing, markaðsvæðing, hnattvæðing.

Fyrirlestraröð Attac á Íslandi: Einkavæðing, markaðsvæðing, hnattvæðing.

Eftirfarandi fyrirlestrar hafa verið skipulagðir:

13. maí: Anna Karlsdóttir landfræðingur við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu „Fyrirtækjaræði og lögleysur félagslegrar ábyrgðar í samtímanum.“

27. maí: Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu "Hnattvæðingin og efnahagslegt öryggi Íslendinga.“ Í fyrirlestrinum ætla Guðmundur að fjalla um hugtakið efnahagslegt öryggi og skoða í sögulegu samhengi hvaða þættir hafa helst stuðlað að áhættu og óöryggi í íslensku efnahagslífi.

10. júní: Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur heldur fyrirlestur, efni nánar auglýst síðar.

24. júní: Viðar Þorsteinsson heimspekingur flytur fyrirlestur undir heitinu „Nýfrjálshyggjan er ekki til.“
Fyrirlestrarnir eru haldnir í ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu, Hringbraut 121 4. hæð og hefjast kl. 20.00

Noregsferð og Tax Justice Network

Til allra félaga í Attac samtökunum á Íslandi!

Miðvikudaginn 17. febrúar nk.verður haldinn félagsfundur hjá Attac-samtökunum á Íslandi.
Fundurinn verður haldinn í JL-húsinu, sal hjá Reykjavíkur Akademíunni við hringbraut- 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 20.00. Allir eru velkomnir.

Dagskrá fundarins:

20:00 Einar Már og Gunnar Skúli segja frá Noergsför þeirra á vegum Attac í Noregi og svara síðan fyrirspurnum frá fundargestum.

John Christensen frá Tax Justice Network væntanlegur til Íslands

Tax Justice Network (Samtök um réttláta skatta) er hópur fræðimanna og aðgerðasinna sem vinnur að rannsóknum á skattkerfum og að því að benda á misfellur svo sem skattsvik, skattaskjól og alþjóðleg undirboð skatta, oft af hálfu smáríkja. Slík fyrirbæri spilla að áliti samtakanna tilraunum þjóðríkja til að skattleggja þegna sína með réttlátum hætti. Þau valda líka truflunum á markaðshagkerfinu með því að umbuna fjármálastarfsemi óábyrgra fjárfesta og með því að beina fjárfestingum á vafasamar brautir.

Attac á Íslandi hittir fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló

Þann 4. febrúar n.k. munu þrír fulltrúar frá Attac-samtökunum á Íslandi, þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur og Gunnar Skúli Ármannsson læknir hitta fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló. Jafnframt munu sitja fundinn fulltrúar norsku Attac-samtakanna, en þau hafa skipulagt fundinn ásamt með íslensku deildinni. Yfirskrift fundarins er „Á AGS að fara frá Íslandi?“

Syndicate content