Attac á Íslandi

Fjárfestingasjóður í anda nýfrjálshyggju

Á stjórnarfundi Attac á Íslandi sem haldinn var 8. desember var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Attac á Íslandi lýsir furðu sinni á því hvernig Landssamtök lífeyrissjóða standa nú að stofnun fjárfestingarsjóðs og hyggjast ráðskast með 30 milljarða af sparifé landsmanna í áhættufjárfestingar í anda nýfrjálshyggju án þess að gegnsæi og upplýst samfélagsumræða sé um hvernig standa eigi að þeim fjárfestingum. Þá vekur furðu að í stjórn hins nýja fjárfestingarsjóðs lífeyrissjóðanna er valið fólk sem tengist hinum föllnu útrásarfyrirtækjum s.s. Guðfinna S. Bjarnadóttir sem bæði sat í stjórn Baugs og FL group.

Attac telur brýnt að endurreisa þau samfélög sem rústað hefur verið fyrir tilstilli óheftrar markaðshyggju. Til þess verður að setja bönd á fjármálastarfsemi, skattleggja hana í þágu félagslegs jafnréttis og setja verður samfélögum ný markmið í anda lýðræðis- og velferðarsamfélaga, þar sem manngildi og gegnsæi verði í hávegum höfð.

Hugmyndagrunnur - lagt fram á stofnfundi 8. nóvember 2009

Allt frá þvi Attac hreyfingin var stofnuð í Frakklandi 1998 með fjármálakreppuna í Asíu að bakgrunni varaði hún við ofvexti fjármálakerfisins, sem með hnattvæðingu sinni hafði aukið mjög á efnahagslegann óstöðugleika og félagslegt ójafnrétti. Takmarkalaust frelsi fjármagnsins hafði skert fullveldi ríkja og þrengt að valkostum almennings og lýðræðislegum stofnunum hans, sem báru ábyrgð á almannaheill. Í þeirra stað var komin rökvísi spákaupmennskunnar sem lýtur einungis hagsmunum fjölþjóðlegu fyrirtækjanna, fjármagnseigendanna og fjármagnsmarkaðanna.

Attac-samtökin á Íslandi formlega stofnuð

Þann 8. nóvember sl. var haldinn formlegur stofnfundur Attac á Íslandi. Fundurinn var haldinn í JL-húsinu, sal ReykjavíkurAkademíunnar, og sóttu hann um 50 manns. Á fundinum var kjörin stjórn samtakanna. Hana skipa: Árni Daníel Júlíusson, Bjarni Guðbjörnsson, Einar Már Guðmundsson, Guðjón Guðlaugsson, Salvör Gissurardóttir, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Sólveig Jónsdóttir.

Varastjórn var einnig kosin. Hana skipa: Birgitta Jónsdóttir, Gunnar Skúli Ármansson, María Sigmundsdóttir, Ólafía Ragnarsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson og Þorvaldur Þorvaldsson.

Ísland - tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar.

Ályktun frá stofnfundi Attac-samtakanna.

Í rúm tuttugu ár hefur Ísland verið tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar. Markmiðið var að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Útkoman varð fjármálahrun á heimsmælikvarða sem almenningur á nú að borga fyrir. Nýfrjálshyggjan hefur of lengi fengið að stunda tilraunir sínar, og tími er kominn til að leggja aðrar áherslur. Nú verður að endurreisa samfélög þau sem rústað hefur verið fyrir tilstilli óheftrar markaðshyggju. Setja verður bönd á fjármálastarfsemi, skattleggja hana í þágu félagslegs jafnréttis og setja samfélögum ný markmið í anda lýðræðis- og velferðarsamfélaga, þar sem manngildi og gegnsæi verði í hávegum höfð. Líkt og nýfrjálshyggjan var skipuleg framsókn peningaaflanna til að ná hugmyndalegum yfirráðum þarf almenningur nú að skipuleggja sig til að sækja fram til gagnsóknar í þágu réttláts samfélags.

Nýstofnuð Íslandsdeild Attac-samtakanna hyggst beita kröftum sínum í þessum anda. Mikið starf er framundan og Attac hvetur alla sem áhuga hafa að koma til starfa.

Stofnfundur Íslandsdeildar Attac-samtakanna

Kynningarfundur um Attac

Fimmtudaginn 2. júlí kl. 20.00 verður í JL-húsinu, Hringbraut 121, húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar, haldinn kynningar- og umræðufundur. Kynnt verða Attac-samtökin, og verða fulltrúar frá Noregsdeild þeirra samtaka með framsögu um Attac og starf samtakanna. Attac eru alþjóðasamtök með deildir í um 50 löndum. Þau hafa það að markmiði að berjast gegn nýfrjálshyggju og hnattvæðingu í nafni hennar, en eru fylgjandi hnattvæðingu að öðru leyti. Attac lítur á það sem eitt meginverkefni sitt að fylgjast með alþjóðastofnunum nýfrjálshyggjunnar eins og AGS.

Pressemeddelselse fra Attac Island

Den 30. maj 2009 blev Attac Island grundlagt. Attac Island er en del af en international bevægelse for demokratisk kontrol med internationale finansmarkeder og deres institutioner. Attac er en international bevægelse der blev grundlagt i Frankrige i juni 1998. Der findes afdelinger i 48 lande, og nu Island. Af disse 49 lande er 25 i Europa, 12 i Latinamerika og 6 i Afrika. Medlemmstallet er over 85.000 i verden. Det som forener alle Attac-afdelinger er et krav om at indføre en skat på valutatransaktioner og bruge pengene til samfundsopgaver.

Press release from Attac Iceland

On the 30th of May 2009 the Iceland chapter of Attac was established.

The Icelandic chapter is a part of an international movement that maintains democratic watch over international financial institutions and markets.

Íslandsdeild Attac hvetur stjórnvöld til að stíga frá skurðarbrettinu

Íslandseild Attac mótmælir því að íslensk stjórnvöld reki samdráttarstefnu í samráði við AGS sem muni dýpka kreppuna meira en nauðsyn krefur. Þetta er sama stefna og dýpkaði kreppuna í Austur-Asíu á sínum tíma. Í stað þess að reka ríkissjóð með halla til að vinna á móti samdrættinum er skorið niður. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að slæm staða sveitarfélaga geri að verkum að skera verði enn meira niður. Þetta er þvert á þær aðvaranir sem Sameinuðu þjóðirnar gefa. Nefnd á vegum allsherjarþings SÞ um kreppuráðstafanir varar við því að láta AGS ráða ferðinni. Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða.

Attac á Íslandi

Syndicate content