Thor Vilhjálmsson

Af víðförlum mönnum - Thor Vilhjálmsson 85 ára

Thor Vilhjálmsson mættur til að styðja Níumenningana

Fiskar og fuglar, vængir og sporðar; þar á milli ert þú, maðurinn, ungi maðurinn í öllum myndum, maður allra tíma, hugarflug þitt tengt veruleikanum órofa böndum. Og öfugt; það er enginn veruleiki án hugarflugs, en víða gætir þess misskilnings að jörðin skiptist í stórar þjóðir og litlar þjóðir, og við eigum að beygja okkur fyrir stóru þjóðunum og vorkenna litlu þjóðunum, og þetta er auðvitað engin landafræði, bara hagsmunagæsla. Þetta segi ég þegar við fögnum Thor Vilhjálmssyni og tímamótum hans, 85 ára, en samt er hann ungi maðurinn á öllum aldri, sem öðrum fremur getur talað um að miðjan hvíli undir iljum hans, og elti hann hvert sem hann fer, manni sem hefur brunnið af ástríðu, leitað svara og verið rekinn áfram af ákafa sem lætur engan ósnortinn og smitar út frá sér.

Syndicate content