Norðurál

Komið að skuldadögum í Helguvík

Aðdragandinn

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingurSigmundur Einarsson, jarðfræðingurÞegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?

Orkan til álbræðslunnar

Núverandi áform Norðuráls gera ráð fyrir að álbræðsla í Helguvík verði reist í fjórum jafnstórum áföngum sem hver framleiðir 90 þús. tonna á ári, alls 360 þús. tonn. Heildar orkuþörf er liðlega 600 MWe og þarf fyrsti áfanginn um 150 MWe. Árið 2007 var samið við Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orka) og Orkuveitu Reykjavíkur um afhendingu allt að 250 MWe rafafls í fyrsta áfanga álbræðslunnar fyrir árslok 2010. Jafnframt gáfu fyrirtækin vilyrði fyrir allt að 185 MWe til viðbótar, samtals 435 MWe, en ekki hafa verið gerðir frekari orkusamningar.

Syndicate content