World Social Forum

Yfirlýsing Alþjóðaþings félagslegra fjöldahreyfinga, 12. Febrúar, 2011.

WSF Dakar logo.png

Við erum saman komin á World Social Forum í Dakar 2011 sem Alþjóðaþing félagslegra fjöldahreyfinga í þeim tilgangi að viðurkenna grundvallar framlag íbúa og þjóða Afríku til uppgangs og þróunar siðmenningarinnar. Allt mannkyn háir nú stórkostlega baráttu gegn drottnunartilburðum auðmagnsins sem felur sig bakvið óljós og innihaldslaus loforð um efnahagslegar framfarir og pólitískan stöðugleika.

Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) í tíunda sinn

Mánudaginn 25. janúar var Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum - WSF) sett í bænum Porto Alegre í Brasilíu og var því fagnað að þetta er tíunda þingið. Hið fyrsta var einnig í Porto Alegre í janúar árið 2001.

Þá var mikill uppgangur í andófshreyfingunni gegn hnattvæðingu og nýfrjálshyggju eða Alþjóðlegu réttlætishreyfingunni (Global Justice Movement), eins og farið var að kalla hana.

Syndicate content