Tobinskattur

Tobinskattur í Evrópu: framfaraskref sem kemur of seint

Jose Manúel Barroso

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manúel Barroso, mun leggja fram drög að tilskipun um skattlagningu fjármagnsviðskipta fyrir Evrópuráðið. Fyrir tíu árum síðan hefðum við fagnað sigri. En í dag er þetta of lítið, of seint.

Skattlagning fjármagnsflutninga

Carlos. A. FerrerCarlos. A. FerrerATTAC félögin hafa yfir lengri tíma bent á tvöföld áhrif gjalds á viðskipti með fjármagn, þótt það væri ekki hærra en 0.1%. Annars vegar myndi gjaldið afla ríkinu tekna sem væru kærkomnar nú þegar það þarf að gjalda fyrir "skuldir óreiðumanna", eins og nafntogaður embættismaður komst að orði í kjölfar bankakreppunnar á Íslandi. Hinsvegar myndi gjald sem þetta koma í veg fyrir að stór hluti skammtímaviðskipta með erlenda mynt borgaði sig og því stýra viðskiptunum á aðrar brautir.

Fjármálamarkaðir og þjóðarhagur

"Í ófyrirsjáanlegan tíma munum við þurfa að búa við þjóðlega gjaldmiðla og laga okkur að þeim. Stórkostlegar upphæðir fjár eru lagðar til reiðu að jafna út þann mun sem er á vöxtum í einstökum löndum og notaðar til að stunda spákaup með gjaldmiðla og gengi þeirra. Hér eins og á svo mörgum sviðum hefur tæknin hlaupið af sér þær stofnanir sem samfélagið hefur byggt upp í kringum fjármál, stjórnmál og velferð almennings."(James Tobin, A Currency Transactions Tax, Why and How, Open economies review, 7: 493 - 499, 1996,)

Syndicate content