Búsáhaldabyltingin

1809, 2009 - tvær byltingar; eða ekki?

búsó fundur 3 (1).jpg

Á hvaða tímabili lifum við? Við upphaf 20. aldar var oft sagt að við lifðum á krepputímum, á tímum styrjalda og byltinga. Við upphaf 21. aldarinnar vantar hvorki kreppur né styrjaldir, en byltingar með stóru bé-i láta á sér standa, að minnsta kosti í þeim skilningi sem lagður var í þær fyrir hundrað árum síðan. Kerfið sem þá átti að hrynja er jafnvel sterkara nú en það var þá og þau öfl sem áður vildu brjóta það niður reyna nú að styrkja það. Hið gamla neitar að deyja. Hið nýja getur ekki fæðst. „Úr liði er öldin!“ sagði Hamlet.

Byltingar eru einn mikilvægasti þátturinn í sögu síðastliðinna 500 ára

Revolution masser af modstand 298x464.png

Á síðustu fimm árum hefur orðið djúptæk breyting á samfélagsumræðunni. Eftir nærri þriggja áratuga gagnsókn auðvaldsins, frá því um 1980 til 2007 eða svo, með fjármálabólum, "hagvexti" og falli ríkja sem kenndu sig við sósíalisma hefur kapítalisminn sjálfur verið nærri því að falla. Hann hefur lent í sinni dýpstu kreppu frá því um 1930, og engin merki eru um lausn hennar eða nýja sókn kapítalsins á einhverju sviði.

Byltingin í janúar: Staða hennar í straumi tímans.

Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÁrni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÁ 20 ára afmæli byltinganna miklu í Austur-Evrópu upplifði Evrópa (vestan Sovétríkjanna gömlu) sína fyrstu stjórnarbyltingu síðan þá. Hún varð á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því kapítalisminn vann einn sinn stærsta sigur með falli Múrsins. Nú stendur hann frammi fyrir gríðarlegum vanda, fjármálakreppu, sem leiddi meðal annars til janúarbyltingarinnar á Íslandi, byltingar sem var allt annars eðlis en byltingarnar fyrir 20 árum.

Ísland upplifði í janúar að mannfjöldi fór út á göturnar og velti stjórnvöldum úr sessi með mótmælum. Þetta var því sannkölluð stjórnarbylting. Aðdragandinn var allnokkur. Í byrjun október hrundi íslenska efnahagskerfið. Það var að mörgu leyti hin raunverulega bylting eða efnahagsbylting. Eftir stóðu rústirnar af hugmyndakerfi sem tekið hafði 20-30 ár að byggja upp. Jafnvel má rekja ýmsa meginþætti nýfrjálshyggjunnar enn lengra aftur, til miðrar 20. aldar. Sérstaklega á það við um frumþætti í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, sem tengdist svo náið hersetu Bandaríkjamanna hér á landi.

Syndicate content