Ísland

Ræða á ráðstefnu ATTAC í Noregi í febrúar 2010

Ísland þar sem eru einungis 320 þúsund íbúar, sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrgði sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða.” Þessi staða minnir á orð skáldsins Sigfúsar Daðasonar í ljóði úr bókinni Hendur og orð frá árinu 1959, en þar segir: “Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra.”

Attac á Íslandi hittir fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló

Þann 4. febrúar n.k. munu þrír fulltrúar frá Attac-samtökunum á Íslandi, þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur og Gunnar Skúli Ármannsson læknir hitta fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló. Jafnframt munu sitja fundinn fulltrúar norsku Attac-samtakanna, en þau hafa skipulagt fundinn ásamt með íslensku deildinni. Yfirskrift fundarins er „Á AGS að fara frá Íslandi?“

Skýrsla frá fundi andófsafla með AGS

Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4. desember 2009.

Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.

Um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og íslensk stjórnvöld

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er þekktur fyrir harkalegt framferði í efnahagsmálum. Fái hann tækifæri til þess að stýra opinberum fjárstraumum ríkja beitir hann aðferðum sem leiða til niðurskurðar í velferðarkerfi, einkavæðingu opinberrar þjónustu og annars slíks. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart – ráðleggingar sjóðsins, jafnvel til vestrænna ríkja, ganga á hverju ári út á það að skera þurfi niður í opinberum rekstri og einkavæða banka, fjölmiðla, heilbrigðiskerfi og menntakerfi, eða það af þessum fyrirbærum sem enn kynni að vera í eigu ríkisins.

Íslandsdeild Attac hvetur stjórnvöld til að stíga frá skurðarbrettinu

Íslandseild Attac mótmælir því að íslensk stjórnvöld reki samdráttarstefnu í samráði við AGS sem muni dýpka kreppuna meira en nauðsyn krefur. Þetta er sama stefna og dýpkaði kreppuna í Austur-Asíu á sínum tíma. Í stað þess að reka ríkissjóð með halla til að vinna á móti samdrættinum er skorið niður. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að slæm staða sveitarfélaga geri að verkum að skera verði enn meira niður. Þetta er þvert á þær aðvaranir sem Sameinuðu þjóðirnar gefa. Nefnd á vegum allsherjarþings SÞ um kreppuráðstafanir varar við því að láta AGS ráða ferðinni. Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða.

Attac á Íslandi

Syndicate content