Ritstjórn

15 October - United for Global Change

OECD hvetur Íslendinga til að opna dyrnar fyrir hamfarakapítalistunum

Lengi lifi samkeppninLengi lifi samkeppninNýfrjálshyggjustofnunin Efnahags- og framfarastofnun Evrópu var að senda aðildarríkjum sínum leibeiningar um hvað beri að gera til að ná fram auknum hagvexti 2011. Umbæturnar sem Ísland þarf að ráðast í að mati spekinga stofnunarinnar eru mjög í anda hruninnar hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: auka afkastagetu skólakerfisins; draga úr styrkjum til landbúnaðarins og tollverndinni; og síðast, en ekki síst, auðvelda aðgengi erlendra, en líka innlendra, fjárfesta að orkuiðnaðinum og sjávarútveginum. Allt í nafni trúarjátningarinnar um frjálsa markaðinn og samkeppnina. (Sjá viðhengi)

Mótmæli gegn stríði í Líbíu:

Utan við stjórnarráðið. Þriðjudaginn 12. apríl. Kl. 09:00 til að mótmæla stríðsglæpum íslenskra ráðamanna í Líbíu.

Hist verður fyrir utan stjórnarráðið þriðjudaginn 12. apríl kl. 09:00 til að mótmæla stríðsglæpum vesturvelda í Líbíu.

Þegnar íslenska ríkisins tóku á síðasta ári þátt í tveimur stríðum. Núverandi stjórn hefur bætt við því þriðja. Hver sofnaði á verðinum? Samþykki er samsekt en við látum hryllinginn ekki endurtaka sig. Réttlátt ofbeldi ráðamanna er ekki til.

Er mannkynssagan rykfallin bók í bókahillu eða eitthvað sem við erum fær um að læra af?

2001-? : Stríð í Afganistan. Ástæða: Vondikallinn Ben Laden, tugir þúsunda saklausra borgara látnir, fer fjölgandi

2003-? : Stríð í Írak. Ástæða: Vondikallinn Sadam Housein, tugir þúsunda saklausra borgara látnir, fer fjölgandi

2011-? : Stríð í Líbíu. Ástæða: Vondikallinn Kaddafi…tala látinna borgara fer fjölgandi

Hvar? Forsætisráðuneyti stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg

Hvenær? Þriðjudag 12. Apríl

Klukkan hvað? 09:00

FLOW: For Love of Water sýnd í Bíó Paradís 1. apríl

FlowFlowAttac, Hreyfingin og Gagnauga.is sýna heimildarmyndina FLOW í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, föstudagskvöldið 1. apríl 2011 kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis.

Myndin fjallar um einkavæðinguna á vatni.

Á undan sýningunni er áformað að fá góðan gest til að halda stutt erindi sem tengist umfjöllunarefni myndarinnar.

Irena Salina’s film FLOW: For Love of Water is a comprehensive look at water issues around the world. Both moving and informative, FLOW shows us the struggles that communities from Michigan to India are undertaking to protect their most precious resource–water.

Water infrastructure is a hot issue right now in the US. With a new administration that promises to address problems of crumbling infrastructure, our movement is poised to be able to make significant change. Whether you’re already a seasoned activist or are new to the issue, FLOW will inspire you to fight for water justice.

Trailer:

http://www.foodandwaterwatch.org/water/films/flow/

South of the Borders í Bíó Paradís

Attac, Hreyfingin og Gagnauga bjóða í bíó!

south of the bordersouth of the borderFöstudagskvöldið 25. febrúar kl. 20 verður myndin South of the Border eftir leikstjórann Oliver Stone, rithöfundinn Tariq Ali og hagfræðinginn Mark Weisbrot, sýnd í Bíó Paradís, Herfisgötu 54, Rvk.

Oliver Stone ferðast um Suður-Ameríku, þar sem miklar pólitískar umbreytingar eiga sér stað, breytingar sem fæstir vita af.

Hann kannar félagslegar og pólitískar hreyfingar, auk þessa að hitta og ræða við Hugo Chávez (forseta Venezuela), Evo Morales (forseta Bólivíu), Lula da Silva (forseta Brasilíu), Cristina Kirchner (forseta Argentínu) og fleiri.

Myndin veitir sérlega áhugaverða innsýn í pólitíska þróun í þeim fjölmörgu löndum sem hafa á seinustu árum losað sig úr greipum bandarískrar heimsvaldastefnu, og þeirri miklu vakningu sem þar á sér stað.

Meira um myndina:

http://www.democracynow.org/2010/6/21/academy_award_winning_filmmaker_ol...

Zeitgeist III: Moving Forward, eftir Peter Joseph

Hreyfingin, Attac-samtökin og Gagnauga.is bjóða þér í ókeypis bíó.

Zeitgeist III. Moving ForwardZeitgeist III. Moving ForwardFöstudaginn 4. febrúar kl 8  sýnum við nýjustu Zeitgeistmyndina, Zeitgeist III: Moving Forwar,  í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54.

Þessi heimildarmynd var frumsýnd 15. janúar 2011 og hefur verið sýnd út um allan heim og vakið fólk til umhugsunar og glætt það von um að hægt sé að komast út úr þeim kerfum sem eru að líða undir lok.

Verið er að þýða myndina yfir á íslensku en hún er tæpir 3 tímar að lengd.

Til að standa straum af kostnaði við leigu á bíósal er öllum frjálst að stinga afgangskrónum í fötu sem verður látin ganga.

Velheppnaður Magma-fundur

Fundur Attac um Magma-málið þann 28. júlí tókst mjög vel og var fjölsóttur, þótt hann væri haldinn í miðjum sumarfríum. Í framhaldi af fundinum stóð Attac fyrir að safna undirskriftum undir áskorun orkuauðlinda um Magma málið á Gay Pride. Viðbrögð fólks voru mjög góð og mörg hundruð manns skrifuðu undir áskorunina.

Syndicate content