Einar Már Guðmundsson

Fátækrahverfin hið innra

Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.

Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og má segja að þarna birtist sannleikur ljóðsins, sá lífskjarni þess sem engin önnur svið ná yfir. Enginn veit hvað gerir ljóðið að handhafa þess sannleika sem ekki er hægt að orða með öðrum aðferðum. Þar koma til töfrar, töfrar tungumálsins. Ljóð verður til þegar hugsun og tilfinningar renna saman.

1809, 2009 - tvær byltingar; eða ekki?

búsó fundur 3 (1).jpg

Á hvaða tímabili lifum við? Við upphaf 20. aldar var oft sagt að við lifðum á krepputímum, á tímum styrjalda og byltinga. Við upphaf 21. aldarinnar vantar hvorki kreppur né styrjaldir, en byltingar með stóru bé-i láta á sér standa, að minnsta kosti í þeim skilningi sem lagður var í þær fyrir hundrað árum síðan. Kerfið sem þá átti að hrynja er jafnvel sterkara nú en það var þá og þau öfl sem áður vildu brjóta það niður reyna nú að styrkja það. Hið gamla neitar að deyja. Hið nýja getur ekki fæðst. „Úr liði er öldin!“ sagði Hamlet.

Af hverju geta ríkisstjórnir ekki stjórnað?

Á hvaða tímabili lifum við? Við upphaf 20. aldar var oft sagt að við lifðum á krepputímum, á tímum styrjalda og byltinga. Við upphaf 21. aldarinnar vantar hvorki kreppur né styrjaldir, en byltingar með stóru bé-i láta á sér standa, að minnsta í þeim skilningi sem lagður var í þær fyrir hundrað árum síðan. Kerfið sem þá átti að hrynja er jafnvel sterkara nú en þá og þau öfl sem áður vildu brjóta það niður reyna nú að styrkja það. Hið gamla neitar að deyja. Hið nýja getur ekki fæðst. "Úr liði er öldin!" sagði Hamlet.

XI Disciples of Milton Friedman

Bankastraeti_null-175x288.jpg

It is written somewhere that all cats aregrey in the dark, but here in Iceland, official reports are all black, no matter how bright it is outside. Alþingi’s Investigative Commission’s Report is black. The Central Bank’s Report on the status of household debt is black. And the governmentand International Monetary Fund’s Memorandum of Economic and Financial Policies is also black, dark asa coal mine, and sure enough, it was drafted in April, the cruellest month.

Undarlegir eru menn sem ráða fyrir þjóðum - Ræða flutt 30. nóv. 2010

Kæru félagar!

Í ljóðabókinni Nei eftir Ara Jósefsson er ljóð, sem orðið hefur nokkuð fleygt, en Ari lést af slysförum árið 1964, aðeins 25 ára gamall. Ljóðið heitir Stríð og hljómar svona í öllum sínum einfaldleik og nakta sannleik.

Einar flytur ræðu sínaEinar flytur ræðu sína

Undarlegir eru menn
sem ráða fyrir þjóðum.

Þeir berjast fyrir föðurland
eða fyrir hugsjón

og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
enga hugsjón nema lífið

Yfirstéttin er vel skipulögð .... Sér til fulltingis hefur hún stofnanir einsog Heimsbankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. En við sem eigum ekkert föðuland nema jörðina og enga hugsjón nema lífið, eigum ekki mörg alþjóðasamtök og erum satt best að segja freka illa skipulögð. Á miðað við valdhafana.

Af víðförlum mönnum - Thor Vilhjálmsson 85 ára

Thor Vilhjálmsson mættur til að styðja Níumenningana

Fiskar og fuglar, vængir og sporðar; þar á milli ert þú, maðurinn, ungi maðurinn í öllum myndum, maður allra tíma, hugarflug þitt tengt veruleikanum órofa böndum. Og öfugt; það er enginn veruleiki án hugarflugs, en víða gætir þess misskilnings að jörðin skiptist í stórar þjóðir og litlar þjóðir, og við eigum að beygja okkur fyrir stóru þjóðunum og vorkenna litlu þjóðunum, og þetta er auðvitað engin landafræði, bara hagsmunagæsla. Þetta segi ég þegar við fögnum Thor Vilhjálmssyni og tímamótum hans, 85 ára, en samt er hann ungi maðurinn á öllum aldri, sem öðrum fremur getur talað um að miðjan hvíli undir iljum hans, og elti hann hvert sem hann fer, manni sem hefur brunnið af ástríðu, leitað svara og verið rekinn áfram af ákafa sem lætur engan ósnortinn og smitar út frá sér.

Fram og aftur blindgötuna

Einar Már GuðmundssonEinar Már GuðmundssonÞriðja plata Megasar heitir Fram og aftur blindgötuna. Nafn hennar gæti verið lýsing á ríkisstjórninni og ekki bara þessari ríkisstjórn heldur mörgum öðrum ríkisstjórnum, en það merkilega við ríkisstjórnir er að þær rata oft ágætlega um eigin blindgötur. Stefnuleysið er stefna, afskiptaleysið afstaða. Það er til að mynda útbreiddur skilningur - eða eigum við að segja misskilningur - að hrunastjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafi sofið áverðinum. Þvert á móti, það var beinlínis stefna þeirrar stjórnar að ganga í svefni og skipta sér sem minnst af fjármálakerfi þjóðarinnar. Að því leyti var sú ríkisstjórn fullkomlega á vakt í svefni sínum. Ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur kennir sig við félagshyggju og norræna velferð, en hún er engu að síður ríkisstjórn fjármálafyrirtækjanna. Hún hlustar af mun meiri athygli á skilanefndir bankanna en fólkið í landinu og fjármálafyrirtækin eiga huga hennar og hjarta. Samt er þetta fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin. Hún var kosin sem slík í kjölfar mestu uppþota sem orðið hafa í landinu. Því skyldi maður ætla að alvöruvinstristefnu hefði verið hrint í framkvæmd. Að tekið yrði á auðkýfingunum, eignarhaldsfélögunum, spillingunni, auðlindamálunum og lýðræðinu, sem og hinum almenna forsendubresti í lána- og fjármálakerfinu. Til þessa hafði ríkisstjórnin umboð kjósenda.

Gamanleikararnir taka völdin

Þegar leikarar byrja að leika stjórnmálamenn breytast stjórnmálamenn ekki sjálfkrafa í leikara, heldur kemur í ljós að þeir eru líka leikarar. Hlutverkið er bara svo samgróið persónum þeirra að leikurinn er þeim fúlasta alvara. Raunveruleikinn er þeirra svið, og þar ganga þeir um með vald sitt, þó auðvitað sé búningahönnun í gangi, ímyndarvinna og spuni ...

Til hinna óbornu. Ræða Einars Más Guðmundsson á Austurvelli 1. maí 2010

Kæru félagar!

...

Í dag hef ég kannað hin sannfróðu svið

og séð hina stóru og fáu.

En hvar eru hinir sem lögðu þeim lið?

Hvar leynast þeir mörgu og smáu?

Hví neitarðu, Saga, að sýna mér allt?

Ég sakna þess barnslega og hlýja,

sem móðurlaust ók upp í síðkvöldið svalt

á silfurreið mánans - til skýja.

Þá sjónir mér lokast að liðinni öld,

ég legg frá mér bókina góðu.

Nú geng með ljós yfir landið í kvöld

og leita að gröfunum hljóðu,

er aðeins í hillingum hjartnanna sjást

og hníga að takmarki einu:

að geyma í mold sinni alla þá ást,

sem aldrei var getið að neinu.

Les contribuables islandais refusent de payer pour l'aveuglement des banques

Le peuple islandais vient de dire non. C'est une bonne nouvelle pour les peuples européens en proie aux diktats de plus en plus insupportables de l'industrie financière internationale, relayés par les gouvernements et l'Union européenne.

Syndicate content