Tax Justice Network

Noregsferð og Tax Justice Network

Til allra félaga í Attac samtökunum á Íslandi!

Miðvikudaginn 17. febrúar nk.verður haldinn félagsfundur hjá Attac-samtökunum á Íslandi.
Fundurinn verður haldinn í JL-húsinu, sal hjá Reykjavíkur Akademíunni við hringbraut- 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 20.00. Allir eru velkomnir.

Dagskrá fundarins:

20:00 Einar Már og Gunnar Skúli segja frá Noergsför þeirra á vegum Attac í Noregi og svara síðan fyrirspurnum frá fundargestum.

John Christensen frá Tax Justice Network væntanlegur til Íslands

Tax Justice Network (Samtök um réttláta skatta) er hópur fræðimanna og aðgerðasinna sem vinnur að rannsóknum á skattkerfum og að því að benda á misfellur svo sem skattsvik, skattaskjól og alþjóðleg undirboð skatta, oft af hálfu smáríkja. Slík fyrirbæri spilla að áliti samtakanna tilraunum þjóðríkja til að skattleggja þegna sína með réttlátum hætti. Þau valda líka truflunum á markaðshagkerfinu með því að umbuna fjármálastarfsemi óábyrgra fjárfesta og með því að beina fjárfestingum á vafasamar brautir.

Syndicate content